Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2025 07:31 Jürgen Klopp ræðir málin við Arsene Wenger þegar Wenger heimsótti æfingu Liverpool þegar Klopp var enn við stjórnvölinn. Getty/Andrew Powell Heimsmeistarakeppni félagsliða er að ljúka en aðeins úrslitaleikurinn er eftir. Keppnin sem Jürgen Klopp hatar en Arsene Wenger hrósar. Klopp talaði um HM félagsliða sem verstu hugmynd sem einhver hefur fengið í fótboltaheiminum. Enn meira álag á leikmenn sem voru þegar undir miklu álagi. Klopp spáir meiðslahrinu hjá liðunum sem þurftu að spila á HM í Bandaríkjunum. Wenger er algjörlega ósammála. „Allir hafa rétt á sinni skoðun en ég er á allt annarri skoðun en Klopp. Mér fannst að heimsmeistarakeppni félagsliða, sem alvöru heimsmeistarakeppni, væri nauðsynleg,“ sagði Wenger. „Ef þú spyrð félögin sem voru hér þá er ég hundrað prósent viss um að þau vilji gera þetta aftur,“ sagði Wenger. Hann notar áhorfendatölur sem rök fyrir vel heppnaðri keppni. „Mikilvægasta atriðið er hvort stuðningsfólkið sé ánægt með keppnina. Spárnar fyrir áhorfendaaðsóknina voru lágar en í raun var mætingin miklu betri. Þar höfum við svarið,“ sagði Wenger en bauð þó ekki upp á neina tölur. Wenger er auðvitað fyrir löngu orðin mikill FIFA maður og var meðal annars í tækninefnd heimsmeistarakeppninnar og því þarf það ekki að koma á óvart að hann tali fyrir keppninni. Stóra svarið mun koma á komandi leiktíð. Þá sjáum við ástandið á þeim leikmönnum sem voru að bæta þessum leikjum á HM félagsliða við annars mjög langt tímabili. Þolir skrokkurinn álagið eða munu þeir hrynja niður í meiðsli. Þá væri kannski betri að spyrja Wenger sömu spurningar. Arsene Wenger has hit back at Jurgen Klopp's criticisms of the Fifa Club World Cup 🌎 pic.twitter.com/trrCn8Ipzk— BBC Sport (@BBCSport) July 10, 2025 HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira
Klopp talaði um HM félagsliða sem verstu hugmynd sem einhver hefur fengið í fótboltaheiminum. Enn meira álag á leikmenn sem voru þegar undir miklu álagi. Klopp spáir meiðslahrinu hjá liðunum sem þurftu að spila á HM í Bandaríkjunum. Wenger er algjörlega ósammála. „Allir hafa rétt á sinni skoðun en ég er á allt annarri skoðun en Klopp. Mér fannst að heimsmeistarakeppni félagsliða, sem alvöru heimsmeistarakeppni, væri nauðsynleg,“ sagði Wenger. „Ef þú spyrð félögin sem voru hér þá er ég hundrað prósent viss um að þau vilji gera þetta aftur,“ sagði Wenger. Hann notar áhorfendatölur sem rök fyrir vel heppnaðri keppni. „Mikilvægasta atriðið er hvort stuðningsfólkið sé ánægt með keppnina. Spárnar fyrir áhorfendaaðsóknina voru lágar en í raun var mætingin miklu betri. Þar höfum við svarið,“ sagði Wenger en bauð þó ekki upp á neina tölur. Wenger er auðvitað fyrir löngu orðin mikill FIFA maður og var meðal annars í tækninefnd heimsmeistarakeppninnar og því þarf það ekki að koma á óvart að hann tali fyrir keppninni. Stóra svarið mun koma á komandi leiktíð. Þá sjáum við ástandið á þeim leikmönnum sem voru að bæta þessum leikjum á HM félagsliða við annars mjög langt tímabili. Þolir skrokkurinn álagið eða munu þeir hrynja niður í meiðsli. Þá væri kannski betri að spyrja Wenger sömu spurningar. Arsene Wenger has hit back at Jurgen Klopp's criticisms of the Fifa Club World Cup 🌎 pic.twitter.com/trrCn8Ipzk— BBC Sport (@BBCSport) July 10, 2025
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira