Innlent

Upp­þot og fúk­yrði á þinginu og banda­rískur kjarnorkukafbátur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Ekkert hefur komist að í þinginu í dag annað en yfirlýsing forsætisráðherra í morgun. Þar sagði Kristrún Frostadóttir að alvarleg staða væri komin upp og minnihlutann ekki bera virðingu fyrir niðurstöðu þingkosninga.

Farið verður yfir atburðarrás dagsins í kvöldfréttunum og rætt við fulltrúar meiri- og minnihluta í beinni útsendingu.

Bandarískur kjarnorkukafbátur lagði að bryggju í Hvalfirði í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur kafbátur kemur í höfn á Íslandi. Við fáum að skoða kafbátinn og ræðum við skipstjóra og flotaforingja. 

Saga laxveiða í Borgarfirði er rakin í nýrri sýningu á Hvanneyri. Magnús Hlynur kíkti í Borgarfjörð og kynnti sér söguna. 

Í íþróttapakkanum förum við yfir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Noregi á Em í knattspyrnu. Stuðningsmenn vonast til að stelpurnar endi mótið á sigri og fari af því með jákvæða tilfinningu. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×