United boðið að skrapa botninn á tunnunni Siggeir Ævarsson skrifar 9. júlí 2025 20:18 Callum Wilson skoraði núll mörk í 18 deildarleikjum í vetur EPA-EFE/PETER POWELL Eftir mikið vonbrigðatímabil í ensku úrvalsdeildinni hjá Manchester United hefur sumarið heldur ekki verið upp á marga fiska en liðið er aðeins búið að klára ein stór kaup og þá hefur enginn leikmaður verið seldur. Ruben Amorim, stjóri United, hefur verið mjög afdráttarlaus um að hann vilji losa ákveðna leikmenn úr hópnum en það virðist vera lítið að frétta á þeim bænum en þó virðist Jadon Sancho mögulega þokast nær því að ganga í raðir Juventus. United leita logandi ljósi að sóknarmanni en liðið skoraði aðeins 44 mörk í deildinni í fyrra. Liðið hefur ítrekað reynt að klára kaup á Bryan Mbeumo frá Brentford en viðræður á milli liðanna sigla ítrekað í strand. Það er aðeins rúmur mánuður í að enska deildin byrji og stuðningsmenn United eru margir hverjir farnir að ókyrrast og eflaust er eitthvað stress byrjað að gera vart við sig á skrifstofu liðsins. Nýjustu vendingar eru þær að United standi til boða þrír sóknarmenn sem allir eru samningslausir og kæmu þá á frjálsri sölu. Það eru þeir Jamie Vardy, Dominic Calvert-Lewin og Callum Wilson. Það verður áhugavert að sjá hvort United muni taka sénsinn á einhverjum af þessum leikmönnum en það er ekki beinlínis hægt að segja að þetta séu feitustu bitarnir á markaðnum. Vardy er 38 ára og skoraði níu mörk á síðasta tímabili fyrir Leicester. Calvert-Lewin skoraði þrjú mörk fyrir Everton og hefur ekki skorað yfir tíu mörk síðan 2020-21 og Callum Wilson skoraði ekki eitt einasta mark í þeim 18 leikjum sem hann spilaði fyrir Newcastle í fyrra. Nýjustu fréttir af Mbeumo gætu þó gefið United mönnum ástæðu til bjartsýni en það er ekkert fast í hendi enn. Manchester United are hoping that they will be able to secure a deal for Brentford forward Bryan Mbeumo before their pre-season tour of the USA begins 👀🔴 pic.twitter.com/KoJAFuGPd8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Ruben Amorim, stjóri United, hefur verið mjög afdráttarlaus um að hann vilji losa ákveðna leikmenn úr hópnum en það virðist vera lítið að frétta á þeim bænum en þó virðist Jadon Sancho mögulega þokast nær því að ganga í raðir Juventus. United leita logandi ljósi að sóknarmanni en liðið skoraði aðeins 44 mörk í deildinni í fyrra. Liðið hefur ítrekað reynt að klára kaup á Bryan Mbeumo frá Brentford en viðræður á milli liðanna sigla ítrekað í strand. Það er aðeins rúmur mánuður í að enska deildin byrji og stuðningsmenn United eru margir hverjir farnir að ókyrrast og eflaust er eitthvað stress byrjað að gera vart við sig á skrifstofu liðsins. Nýjustu vendingar eru þær að United standi til boða þrír sóknarmenn sem allir eru samningslausir og kæmu þá á frjálsri sölu. Það eru þeir Jamie Vardy, Dominic Calvert-Lewin og Callum Wilson. Það verður áhugavert að sjá hvort United muni taka sénsinn á einhverjum af þessum leikmönnum en það er ekki beinlínis hægt að segja að þetta séu feitustu bitarnir á markaðnum. Vardy er 38 ára og skoraði níu mörk á síðasta tímabili fyrir Leicester. Calvert-Lewin skoraði þrjú mörk fyrir Everton og hefur ekki skorað yfir tíu mörk síðan 2020-21 og Callum Wilson skoraði ekki eitt einasta mark í þeim 18 leikjum sem hann spilaði fyrir Newcastle í fyrra. Nýjustu fréttir af Mbeumo gætu þó gefið United mönnum ástæðu til bjartsýni en það er ekkert fast í hendi enn. Manchester United are hoping that they will be able to secure a deal for Brentford forward Bryan Mbeumo before their pre-season tour of the USA begins 👀🔴 pic.twitter.com/KoJAFuGPd8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira