Innherji

Engan bil­bug að finna á neyslu­g­leði heimila sam­hliða sterku gengi krónunnar

Hörður Ægisson skrifar
Innflutningur á fólksbílum jókst um 80 prósent milli ára í júní, en bílasalan er enn að ná sér eftir samdrátt á síðasta ári og er vel undir því sem hún var árin 2022 til 2023.
Innflutningur á fólksbílum jókst um 80 prósent milli ára í júní, en bílasalan er enn að ná sér eftir samdrátt á síðasta ári og er vel undir því sem hún var árin 2022 til 2023. Vísir/Vilhelm

Innflutningur á varanlegum neysluvörum, eins og til dæmis heimilistækjum, hefur aukist verulega á fyrri helmingi ársins sem endurspeglar mikinn kraft í eftirspurn heimilanna, nokkuð sem peningastefnunefnd mun hafa áhyggjur af. Þá vekur það eftirtekt að vöruinnflutningur frá Bandaríkjunum hefur aldrei verið eins mikill og í maímánuði, sem kann að helgast af lækkun á gengi Bandaríkjadals vegna óvissu um tollastefnu Bandaríkjaforseta, en á sama tíma var útflutningur vestur um haf með minnsta móti.


Tengdar fréttir

Krónan styrkist enn þótt líf­eyris­sjóðir og Seðla­bankinn bæti í gjald­eyris­kaupin

Þrátt fyrir að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafi aukist talsvert í liðnum mánuði þá hafa umsvif sjóðanna á gjaldeyrismarkaði nærri helmingast á árinu miðað við sama tímabil í fyrra. Á meðan Seðlabankinn hefur sætt færis með því bæta enn frekar í regluleg gjaldeyriskaup sín þá hefur það lítil áhrif til að vega á móti gengisstyrkingu krónunnar að undanförnu, einkum gagnvart Bandaríkjadal sem fer bráðlega að nálgast sitt lægsta gildi í meira en sex ár.

Þarf „tölu­vert og viðverandi aðhald“ til að minnka inn­lendan verðbólguþrýsting

Eigi að takast að vinna bug á þrálátum innlendum verðbólguþrýstingi þá er líklegt að það muni þurfa „töluvert og viðverandi aðhald“ í kringum fjögurra prósenta raunvaxtastig, að mati tveggja ytri nefndarmanna í peningastefnunefnd Seðlabankans. Ekki verður svigrúm til að ráðast í frekari lækkun stýrivaxta á næstunni ef nýjasta verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir, en hún gerir ráð fyrir að verðbólgan sveiflist nálægt núverandi gildi fram í byrjun næsta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×