Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir og Helga Sigrún Harðardóttir skrifa 9. júlí 2025 07:01 Gervigreind (AI) er orðin snar þáttur í nútíma atvinnulífi og samfélagi og mun hafa enn meiri áhrif á fyrirtæki og atvinnulíf bæði hér heima og á heimsvísu. Í skýrslu World Economic Forum (WEF) er því spáð að um 170 milljónir nýrra starfa muni skapast á heimsvísu fram til 2030 en um 92 milljónir starfa muni hverfa á sama tíma. Þetta samsvarar hreinni aukningu um 78 milljónir starfa (um 2% af heildarstörfum) ef spár ganga eftir. Slík umbylting kallar á gagngera endurskoðun á vinnumarkaði og menntun; raunar gera atvinnurekendur ráð fyrir að um 39% af helstu hæfniþáttum starfsmanna þurfi að breytast fram til ársins 2030. Þetta útheimtir markvissa endurmenntun og uppbyggingu nýrrar hæfni svo ekki myndist gjá milli þess sem tæknin krefst og þess sem mannauðurinn hefur fram að færa. Með hraðri innreið gervigreindar vaknar svo samhliða því þörf fyrir skýran ramma og samræmdar leikreglur. Stöðlun skiptir lykilmáli til að tryggja samræmi, öryggi og traust í notkun gervigreindarkerfa. Þekking á stöðlum er eitt af því sem þarf að fræða og mennta aðila vinnumarkaðarins um. Brýn þörf er fyrir styrka stjórnun og skorður við hönnun og þróun gervigreindarkerfa og -lausna til að tryggja öryggi okkar og grundvallar réttindi. Evrópusambandið hefur þegar reist fjölda girðinga með gervigreindarlögunum (EU AI Act) sem tóku gildi 2024. Megininntak þeirra er að skýrar reglur, samhæfðir staðlar og varnaglar í kringum gervigreind eru forsenda þess að fyrirtæki og stofnanir geti notið þess besta sem tæknin býður án þess að eitthvað fari úrskeiðis eða valdi hættu. Evrópusambandið hefur nýtt stöðlun talsvert í gegnum tíðina með góðum árangri, til að útfæra tæknilegar kröfur löggjafar og segja til um hvernig hlutir skulu hannaðir, framleiddir, prófaðir og hvernig þeir eiga að virka. Fyrst og fremst hefur það átt við um áþreifanlega hluti eins og leikföng, lækningatæki og byggingarvörur til að tryggja öryggi fólks, heilsu- og umhverfisvernd auk gæða og virkni. Nú er hins vegar búið er að setja í gang umfangsmikla stöðlun sem á að segja til um útfærslur gervigreindarlaganna til að auðvelda hönnuðum og þróunaraðilum að búa til gervigreindarkerfi sem tryggja öryggi okkar og koma í veg fyrir slys, mismunun, falsfréttir og rangar ákvarðanir og tryggja persónuvernd og ábyrgð þeirra sem hanna slík kerfi. Löggjöfin hefur þegar tekið gildi í Evrópu þó gildistöku nokkurra ákvæða hafi verið frestað til 2025 og 2026, Löggjöfin snýst í grunninn um að meta áhættur, forgangsraða þeim og bregðast við þeim með viðeigandi hætti. Áhættu sem metin er óásættanleg þarf að útrýma. Þar er átt við t.d. sjálfvirka líffræðilega auðkenningu og flokkun fólks, andlitsgreiningu á almannafæri og verkfæri sem leitt geta til stjórnunar eða blekkingar viðkvæmra hópa s.s. raddstýrð leikföng barna. Kerfi sem teljast með háa áhættu s.s. greiningarkerfi í heilbrigðisþjónustu, öryggiskerfi í iðnaði og flugi, gervigreind sem notuð er af stjórnvöldum til ákvarðanatöku eða hefur áhrif á lífsviðurværi fólks, þurfa að uppfylla strangar kröfur. Slíkum kerfum þarf að gæða- og áhættustýra og gerð er krafa um mannlega yfirumsjón þar sem hægt er að grípa inn í og stöðva kerfi hvenær sem er. Notendur slíkra kerfa verða líka að skilja þau og mata þau á gögnum sem eru laus við hlutdrægni eða skekkju sem valdið getur mismunun. Þá þarf að merkja sérstaklega og veita upplýsingar um kerfi með takmarkaðri áhættu, s.s. að merkja myndefni og deep-fake efni sem slíkt og fólk þarf að vita þegar það er í samskiptum við spjallmenni en ekki lifandi fólk. Allt ofangreint eru kröfur sem gerðar eru til hönnuða og þróunaraðila gervigreindarkerfa og -lausna í Evrópu og verða innleiddar á Íslandi innan tíðar. Kröfurnar eru settar og útfærðar með samhæfðum stöðlum til að tryggja að framleiðendur og þróunaraðilar, dreifendur gervigreindarkerfa og notendur þeirra fylgi ströngum reglum með einsleitum hætti en reglunum er ætlað að vernda almenning, velferðar- og lýðræðissamfélög. Íslensk fyrirtæki og atvinnulíf munu þurfa að fylgja þessari þróun og aðlaga sig að þeirri stöðlun og gæðamerkingum sem eru framundan. Sömu öryggis- og gæðaviðmið munu þá gilda hér og í öðrum Evrópulöndum. Þetta mun auka öryggi notenda og býður íslenskum fyrirtækjum að keppa á jöfnum grundvelli. Jafnframt getur þetta kallað á gagngerar breytingar á mörgum ferlum og hæfniskröfum hérlendis – til dæmis þarf að mennta starfsfólk til að nota gervigreindartækni á ábyrgan hátt og laga stjórnkerfi fyrirtækja að nýjum veruleika. Ábyrg notkun gervigreindar krefst þess að fyrir hendi séu traustir staðlar og skýrar leikreglur. Jafnframt verður atvinnulífið að laga sig að þessum nýju kröfum og tækifærum sem gervigreindin felur í sér, þar sem bæði samkeppnishæfni og öryggi eru í húfi. Þegar upp er staðið er ljóst að ábyrg notkun gervigreindar krefst bæði öflugrar stöðlunar og gagngerrar aðlögunar atvinnulífsins að nýjum leikreglum. Hanna Kristín Skaftadóttir, fagstjóri viðskiptagreindar, Háskólanum á Bifröst. Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Gervigreind Tækni Evrópusambandið Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Gervigreind (AI) er orðin snar þáttur í nútíma atvinnulífi og samfélagi og mun hafa enn meiri áhrif á fyrirtæki og atvinnulíf bæði hér heima og á heimsvísu. Í skýrslu World Economic Forum (WEF) er því spáð að um 170 milljónir nýrra starfa muni skapast á heimsvísu fram til 2030 en um 92 milljónir starfa muni hverfa á sama tíma. Þetta samsvarar hreinni aukningu um 78 milljónir starfa (um 2% af heildarstörfum) ef spár ganga eftir. Slík umbylting kallar á gagngera endurskoðun á vinnumarkaði og menntun; raunar gera atvinnurekendur ráð fyrir að um 39% af helstu hæfniþáttum starfsmanna þurfi að breytast fram til ársins 2030. Þetta útheimtir markvissa endurmenntun og uppbyggingu nýrrar hæfni svo ekki myndist gjá milli þess sem tæknin krefst og þess sem mannauðurinn hefur fram að færa. Með hraðri innreið gervigreindar vaknar svo samhliða því þörf fyrir skýran ramma og samræmdar leikreglur. Stöðlun skiptir lykilmáli til að tryggja samræmi, öryggi og traust í notkun gervigreindarkerfa. Þekking á stöðlum er eitt af því sem þarf að fræða og mennta aðila vinnumarkaðarins um. Brýn þörf er fyrir styrka stjórnun og skorður við hönnun og þróun gervigreindarkerfa og -lausna til að tryggja öryggi okkar og grundvallar réttindi. Evrópusambandið hefur þegar reist fjölda girðinga með gervigreindarlögunum (EU AI Act) sem tóku gildi 2024. Megininntak þeirra er að skýrar reglur, samhæfðir staðlar og varnaglar í kringum gervigreind eru forsenda þess að fyrirtæki og stofnanir geti notið þess besta sem tæknin býður án þess að eitthvað fari úrskeiðis eða valdi hættu. Evrópusambandið hefur nýtt stöðlun talsvert í gegnum tíðina með góðum árangri, til að útfæra tæknilegar kröfur löggjafar og segja til um hvernig hlutir skulu hannaðir, framleiddir, prófaðir og hvernig þeir eiga að virka. Fyrst og fremst hefur það átt við um áþreifanlega hluti eins og leikföng, lækningatæki og byggingarvörur til að tryggja öryggi fólks, heilsu- og umhverfisvernd auk gæða og virkni. Nú er hins vegar búið er að setja í gang umfangsmikla stöðlun sem á að segja til um útfærslur gervigreindarlaganna til að auðvelda hönnuðum og þróunaraðilum að búa til gervigreindarkerfi sem tryggja öryggi okkar og koma í veg fyrir slys, mismunun, falsfréttir og rangar ákvarðanir og tryggja persónuvernd og ábyrgð þeirra sem hanna slík kerfi. Löggjöfin hefur þegar tekið gildi í Evrópu þó gildistöku nokkurra ákvæða hafi verið frestað til 2025 og 2026, Löggjöfin snýst í grunninn um að meta áhættur, forgangsraða þeim og bregðast við þeim með viðeigandi hætti. Áhættu sem metin er óásættanleg þarf að útrýma. Þar er átt við t.d. sjálfvirka líffræðilega auðkenningu og flokkun fólks, andlitsgreiningu á almannafæri og verkfæri sem leitt geta til stjórnunar eða blekkingar viðkvæmra hópa s.s. raddstýrð leikföng barna. Kerfi sem teljast með háa áhættu s.s. greiningarkerfi í heilbrigðisþjónustu, öryggiskerfi í iðnaði og flugi, gervigreind sem notuð er af stjórnvöldum til ákvarðanatöku eða hefur áhrif á lífsviðurværi fólks, þurfa að uppfylla strangar kröfur. Slíkum kerfum þarf að gæða- og áhættustýra og gerð er krafa um mannlega yfirumsjón þar sem hægt er að grípa inn í og stöðva kerfi hvenær sem er. Notendur slíkra kerfa verða líka að skilja þau og mata þau á gögnum sem eru laus við hlutdrægni eða skekkju sem valdið getur mismunun. Þá þarf að merkja sérstaklega og veita upplýsingar um kerfi með takmarkaðri áhættu, s.s. að merkja myndefni og deep-fake efni sem slíkt og fólk þarf að vita þegar það er í samskiptum við spjallmenni en ekki lifandi fólk. Allt ofangreint eru kröfur sem gerðar eru til hönnuða og þróunaraðila gervigreindarkerfa og -lausna í Evrópu og verða innleiddar á Íslandi innan tíðar. Kröfurnar eru settar og útfærðar með samhæfðum stöðlum til að tryggja að framleiðendur og þróunaraðilar, dreifendur gervigreindarkerfa og notendur þeirra fylgi ströngum reglum með einsleitum hætti en reglunum er ætlað að vernda almenning, velferðar- og lýðræðissamfélög. Íslensk fyrirtæki og atvinnulíf munu þurfa að fylgja þessari þróun og aðlaga sig að þeirri stöðlun og gæðamerkingum sem eru framundan. Sömu öryggis- og gæðaviðmið munu þá gilda hér og í öðrum Evrópulöndum. Þetta mun auka öryggi notenda og býður íslenskum fyrirtækjum að keppa á jöfnum grundvelli. Jafnframt getur þetta kallað á gagngerar breytingar á mörgum ferlum og hæfniskröfum hérlendis – til dæmis þarf að mennta starfsfólk til að nota gervigreindartækni á ábyrgan hátt og laga stjórnkerfi fyrirtækja að nýjum veruleika. Ábyrg notkun gervigreindar krefst þess að fyrir hendi séu traustir staðlar og skýrar leikreglur. Jafnframt verður atvinnulífið að laga sig að þessum nýju kröfum og tækifærum sem gervigreindin felur í sér, þar sem bæði samkeppnishæfni og öryggi eru í húfi. Þegar upp er staðið er ljóst að ábyrg notkun gervigreindar krefst bæði öflugrar stöðlunar og gagngerrar aðlögunar atvinnulífsins að nýjum leikreglum. Hanna Kristín Skaftadóttir, fagstjóri viðskiptagreindar, Háskólanum á Bifröst. Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar