Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2025 14:02 Einhverjir klifruðu upp og renndu sér niður. Ingólfur Jóhannsson Múmínturninn er nú tilbúinn til notkunar á leiksvæði Skógræktar Eyfirðinga í Kjarnaskógi. Uppsetningu á turninum lauk fyrir helgi. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Eyfirðinga, segir leiktækin hafa verið afar vinsæl frá því að þau voru tekin í notkun, meðal ungra og aldna. „Þetta er búið að vera rosa vinsælt. Krakkarnir eru glöð með hann. Ég var með eldri borgara sem ganga í skóginum vikulega. Þau voru orðin svo forvitin og þau sem voru sprækust fóru í rennibrautina. Það er smá maus að klifra þarna upp.“ Hann segir hópinn labba um skóginn vikulega og hafi verið orðin mjög spennt. Þau hafi komið 70 saman í morgun og borðuðu popp og léku sér í leiktækjunum. „Krakkarnir þurftu bara að bíða rólegir á meðan,“ segir Ingólfur léttur. Það er alltaf gaman að renna sér niður. Ingólfur Jóhannsson Leikturninn sjálfur er framleiddur af Lappset í Finnlandi (Moomin play) og er settur upp með samþykki rétthafa. Ingólfur segir uppsetningu þannig ekki frábrugðna uppsetningu annarra leiktækja. „Þetta er bara mannvirki sem er framleitt með leyfi. Ég hef verið í samskipti við rétthafa og fékk bréf að málinu væri lokið af þeirra hálfu,“ segir Ingólfur. Til stóð að kalla leiksvæðið Múmínlundinn en vegna höfundarréttarmála er það ekki hægt. Ingólfur segir skógræktina, Akureyrarbæ og Moomin Characters enn í viðræðum um það og það verði ekkert gert fyrr en þau komast að niðurstöðu um það. Sumir fengu sér popp á meðan aðrir klifruðu. Ingólfur Jóhannsson „Það er ekkert ákveðið með það. Við erum komin í viðræður um hvað við gerum og hvort og hvernig. Við vinnum það í samráði við framleiðendur og rétthafa. Ef verður af einhverju slíku verður það með fullu leyfi og það er fullur vilji hjá þeim að hjálpa okkur með það ef hlutirnir æxlast þannig.“ Í síðustu viku var greint frá því að verið væri að reisa Múmínlund í Kjarnaskógi á Akureyri með öllu tilheyrandi. Mikill hugur væri í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú ætti að töfra fram ævintýraheiminn sem rammi inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um múmínálfana. Um 70 eldri borgarar á vegum EBAK komu saman í Kjarnaskógi í morgun í vikulegri göngu og skoðuðu múmínturninn. Ingólfur Jóhannsson Eigendur vörumerkisins múmínálfanna sögðu í kjölfarið að lundurinn væri brot á höfundarrétti. Forstjóri Moomin Characters að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Það væri ekki of seint að gera það núna. Það var löng biðröð að komast í kastalann. Ingólfur Jóhannsson Það er alltaf gaman að renna sér niður. Ingólfur Jóhannsson Skógrækt og landgræðsla Bókmenntir Eldri borgarar Finnland Akureyri Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. 29. júní 2025 18:32 Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. 27. júní 2025 18:48 „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Sjá meira
„Þetta er búið að vera rosa vinsælt. Krakkarnir eru glöð með hann. Ég var með eldri borgara sem ganga í skóginum vikulega. Þau voru orðin svo forvitin og þau sem voru sprækust fóru í rennibrautina. Það er smá maus að klifra þarna upp.“ Hann segir hópinn labba um skóginn vikulega og hafi verið orðin mjög spennt. Þau hafi komið 70 saman í morgun og borðuðu popp og léku sér í leiktækjunum. „Krakkarnir þurftu bara að bíða rólegir á meðan,“ segir Ingólfur léttur. Það er alltaf gaman að renna sér niður. Ingólfur Jóhannsson Leikturninn sjálfur er framleiddur af Lappset í Finnlandi (Moomin play) og er settur upp með samþykki rétthafa. Ingólfur segir uppsetningu þannig ekki frábrugðna uppsetningu annarra leiktækja. „Þetta er bara mannvirki sem er framleitt með leyfi. Ég hef verið í samskipti við rétthafa og fékk bréf að málinu væri lokið af þeirra hálfu,“ segir Ingólfur. Til stóð að kalla leiksvæðið Múmínlundinn en vegna höfundarréttarmála er það ekki hægt. Ingólfur segir skógræktina, Akureyrarbæ og Moomin Characters enn í viðræðum um það og það verði ekkert gert fyrr en þau komast að niðurstöðu um það. Sumir fengu sér popp á meðan aðrir klifruðu. Ingólfur Jóhannsson „Það er ekkert ákveðið með það. Við erum komin í viðræður um hvað við gerum og hvort og hvernig. Við vinnum það í samráði við framleiðendur og rétthafa. Ef verður af einhverju slíku verður það með fullu leyfi og það er fullur vilji hjá þeim að hjálpa okkur með það ef hlutirnir æxlast þannig.“ Í síðustu viku var greint frá því að verið væri að reisa Múmínlund í Kjarnaskógi á Akureyri með öllu tilheyrandi. Mikill hugur væri í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú ætti að töfra fram ævintýraheiminn sem rammi inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um múmínálfana. Um 70 eldri borgarar á vegum EBAK komu saman í Kjarnaskógi í morgun í vikulegri göngu og skoðuðu múmínturninn. Ingólfur Jóhannsson Eigendur vörumerkisins múmínálfanna sögðu í kjölfarið að lundurinn væri brot á höfundarrétti. Forstjóri Moomin Characters að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Það væri ekki of seint að gera það núna. Það var löng biðröð að komast í kastalann. Ingólfur Jóhannsson Það er alltaf gaman að renna sér niður. Ingólfur Jóhannsson
Skógrækt og landgræðsla Bókmenntir Eldri borgarar Finnland Akureyri Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. 29. júní 2025 18:32 Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. 27. júní 2025 18:48 „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Sjá meira
Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. 29. júní 2025 18:32
Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. 27. júní 2025 18:48
„Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27