Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 07:31 Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með liði Vålerenga. Getty/Marius Simensen/STR Margir hafa mikla áhyggjur af slæmum áhrifum dekkjarkurls á börn og fullorðna sem æfa og keppa á gervigrasvöllum. Nýjustu fréttir frá Noregi gera ekkert annað en að ýta undir slíkar áhyggjur. Athygli vakti þegar fjölmargir leikmenn féllu á lyfjaprófi á dögunum sem var tekið eftir leik Lilleström og Íslendingaliðsins Vålerenga í norsku kvennadeildinni í fótbolta. Nú er málið að skýrast betur og hefur farið í óvænta átt. Átta leikmenn féllu á lyfjaprófi sem var tekið eftir leikinn og nú hefur norska knattspyrnusambandið staðfest það að ástæðan sé gúmmíkurlið í gervigrasinu. Íslenska landsliðkonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með Vålerenga en það var aldrei gefið upp hvaða leikmenn liðsins hafi fallið á þessu lyfjaprófi. Þær eru nú allar komnar með skýringu á af hverju ólöglega efnið fannst í þeirra sýni. Norska ríkisútvarpið segir frá því að gervigrasvellinun í Lilleström hafi verið lokað ótímabundið á meðan ítarlegri rannsókn fer fram. „Við tókum sýni, bæði úr búningsklefanum sem og af vellinum sjálfum Þau voru síðan send til rannsóknar. Meðal þessa sem var rannsakað var þetta gúmmíkurl. Í því sýni fannst efnið DMBA sem hafði greinst í sýnum viðkomandi leikmanna, sagði Åse Kjustad Eriksson, yfirmaður Lyfjaeftirlits Noregs. Lyfjaeftirlitið hafði notað útilokunaraðferðina til að komast að réttri niðurstöðu. Þeir skoðuðu náið mataræði leikmanna og hvaða fæðubótarefni þær neyttu í aðdraganda leiksins. Þeir skoruðu síðan alla staðina þar sem leikmennirnir eyddu tíma í kringum leikinn. „Það var þá sem, fyrir slysni, að við áttuðum okkur á því að sýnið sem innihélt gúmmíkurlið, geymdi svarið,“ sagði Eriksson. Ákvörðun var tekin um að loka Lilleström höllinni um óákveðin tíma. Höllin er með glænýtt gervigras sem var sett á völlinn í janúar síðastliðnum. „Þetta er fyrirbyggjandi ráðstöfun til að tryggja það að engir íþróttamenn eigi hættu á því að falla á lyfjaprófi vegna þessa,“ sagði í yfirlýsingu frá Lilleström. Norski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira
Athygli vakti þegar fjölmargir leikmenn féllu á lyfjaprófi á dögunum sem var tekið eftir leik Lilleström og Íslendingaliðsins Vålerenga í norsku kvennadeildinni í fótbolta. Nú er málið að skýrast betur og hefur farið í óvænta átt. Átta leikmenn féllu á lyfjaprófi sem var tekið eftir leikinn og nú hefur norska knattspyrnusambandið staðfest það að ástæðan sé gúmmíkurlið í gervigrasinu. Íslenska landsliðkonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með Vålerenga en það var aldrei gefið upp hvaða leikmenn liðsins hafi fallið á þessu lyfjaprófi. Þær eru nú allar komnar með skýringu á af hverju ólöglega efnið fannst í þeirra sýni. Norska ríkisútvarpið segir frá því að gervigrasvellinun í Lilleström hafi verið lokað ótímabundið á meðan ítarlegri rannsókn fer fram. „Við tókum sýni, bæði úr búningsklefanum sem og af vellinum sjálfum Þau voru síðan send til rannsóknar. Meðal þessa sem var rannsakað var þetta gúmmíkurl. Í því sýni fannst efnið DMBA sem hafði greinst í sýnum viðkomandi leikmanna, sagði Åse Kjustad Eriksson, yfirmaður Lyfjaeftirlits Noregs. Lyfjaeftirlitið hafði notað útilokunaraðferðina til að komast að réttri niðurstöðu. Þeir skoðuðu náið mataræði leikmanna og hvaða fæðubótarefni þær neyttu í aðdraganda leiksins. Þeir skoruðu síðan alla staðina þar sem leikmennirnir eyddu tíma í kringum leikinn. „Það var þá sem, fyrir slysni, að við áttuðum okkur á því að sýnið sem innihélt gúmmíkurlið, geymdi svarið,“ sagði Eriksson. Ákvörðun var tekin um að loka Lilleström höllinni um óákveðin tíma. Höllin er með glænýtt gervigras sem var sett á völlinn í janúar síðastliðnum. „Þetta er fyrirbyggjandi ráðstöfun til að tryggja það að engir íþróttamenn eigi hættu á því að falla á lyfjaprófi vegna þessa,“ sagði í yfirlýsingu frá Lilleström.
Norski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira