Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Haraldur Örn Haraldsson skrifar 7. júlí 2025 08:00 Vernharður Ravnaas til hægri, með þriðja sætis verðlaunin sín. Camilla Smistad Toftera Vernharður Ravnaas, oftast kallaður Venni, er þrettán ára ungur Íslendingur í Noregi sem er að gera það mjög gott í gokart kappakstri. Hann endaði í þriðja sæti í Norðurlandakeppni í Gokart (IAME Nordic Cup 2025). Vernharður hóf keppni á fremstu röð.Camilla Smistad Toftera Visir ræddi við móður hans, Ragnheiði Vernharðsdóttir, til að fræðast aðeins meira um þennan gríðarlega efnilega ökumann. „Þetta er í raun stórt augnablik fyrir íslenskar akstursíþróttir – að sjá íslenskan fána á verðlaunapalli í svona stóru móti,“ sagði Ragnheiður. Venni var eini Íslendingurinn sem tók þátt í keppninni en hann náði öðru sæti í tímatöku, áður en að náði síðan þriðja sætinu í keppninni. Aldursflokkurinn sem hann keppir í er tólf til fimmtán ára. Það voru því nokkrir eldri ökumenn en hann sem voru að keppa þarna. Það er meira en að segja það, að vera 13 ára og keppa í svona kappakstri.Camilla Smistad Toftera „Venni byrjaði að æfa gokart í Noregi árið 2020, þá átta ára gamall,“ sagði Ragnheiður. Aðeins ári seinna var hann búinn að komast á verðlaunapall í keppni. Hann hefur haldið áfram að vera einn besti ökumaðurinn í sínum aldursflokki á Norðurlöndunum. „Á síðasta ári (2024) keppti hann fyrir Íslands hönd í ROK Superfinal á Ítalíu, sem er heimsmeistarakeppni ROK gokart flokksins og er mikilvægur áfangastaður á alþjóðlegum gokart ferli. Þá var hann einnig valinn í íslenska landsliðið í Formúlu 4 hermikappakstri árið 2024 – aðeins tólf ára gamall,“ sagði Ragnheiður. Á núverandi keppnistímabili hefur Venni einnig komist á þrjá verðlaunapalla í Noregi og verið í toppbaráttunni í öllum keppnum sem hann hefur tekið þátt í. Venni dreymir um að keppa einn daginn í Formúlu 1 eða GT kappakstursseríunni. Hann hefur hins vegar ekki sama aðgengi erlendum keppnum líkt og hinir sem hann er að keppa við. Hér kemur Venni í mark.Camilla Smistad Toftera „Venni stefnir á að keppa í fullri alþjóðlegri seríu í Suður-Evrópu í vetur - en það er mjög háð því hvort við náum að safna inn nægum styrktaraðilum. Því næst er það að komast í Formúlu 4 um leið og hann hefur aldur til, eftir tvö ár,“ sagði Ragnheiður. Venni horfir mikið á gamlar Formúlu 1 keppnir og heldur mikið upp á Michael Schumacher og Ayrton Senna, og segist horfa á þá til að reyna að læra af þeim. Einnig heldur hann mikið upp á Ástralann Oscar Piastri, vegna þess hvað hann er rólegur undir pressu. „Piastri er mjög nákvæmur og taktískur – eitthvað sem Venni reynir að tileinka sér sjálfur,“ sagði Ragnheiður. Vernharður og fjölskylda fagna saman þriðja sætinu.Camilla Smistad Toftera Fjölskyldan er að flytja til Íslands í lok júlí eftir sex ára veru í Noregi, en ætla að halda áfram með kappakstursævintýrið. Venni stefnir á að keppa í Noregi og Svíðþjóð áfram, ásamt því að reyna að keppa í Bretlandi eða Suður Evrópu. Kappakstur er dýr, og verður bara dýrari því eldri sem þú verður. Því er Venni að leita sér að öflugum styrktaraðilum, til þess að aðstoða þennan efnilega dreng þar sem fjölskyldan ræður ekki við kostnaðinn ef Venni á að fara mikið lengra. „Það er ómetanlegt fyrir íslenskt þjóðarstolt að eiga ökumann sem stendur á verðlaunapalli í stórri Norðurlandakeppni og við vonum að Ísland taki nú enn frekar utan um Venna og styðji hann áfram í þessari vegferð,“ sagði Ragnheiður. Fyrir neðan má sjá upptökur af tímatökunum og keppninni um helgina. Akstursíþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Sjá meira
Vernharður hóf keppni á fremstu röð.Camilla Smistad Toftera Visir ræddi við móður hans, Ragnheiði Vernharðsdóttir, til að fræðast aðeins meira um þennan gríðarlega efnilega ökumann. „Þetta er í raun stórt augnablik fyrir íslenskar akstursíþróttir – að sjá íslenskan fána á verðlaunapalli í svona stóru móti,“ sagði Ragnheiður. Venni var eini Íslendingurinn sem tók þátt í keppninni en hann náði öðru sæti í tímatöku, áður en að náði síðan þriðja sætinu í keppninni. Aldursflokkurinn sem hann keppir í er tólf til fimmtán ára. Það voru því nokkrir eldri ökumenn en hann sem voru að keppa þarna. Það er meira en að segja það, að vera 13 ára og keppa í svona kappakstri.Camilla Smistad Toftera „Venni byrjaði að æfa gokart í Noregi árið 2020, þá átta ára gamall,“ sagði Ragnheiður. Aðeins ári seinna var hann búinn að komast á verðlaunapall í keppni. Hann hefur haldið áfram að vera einn besti ökumaðurinn í sínum aldursflokki á Norðurlöndunum. „Á síðasta ári (2024) keppti hann fyrir Íslands hönd í ROK Superfinal á Ítalíu, sem er heimsmeistarakeppni ROK gokart flokksins og er mikilvægur áfangastaður á alþjóðlegum gokart ferli. Þá var hann einnig valinn í íslenska landsliðið í Formúlu 4 hermikappakstri árið 2024 – aðeins tólf ára gamall,“ sagði Ragnheiður. Á núverandi keppnistímabili hefur Venni einnig komist á þrjá verðlaunapalla í Noregi og verið í toppbaráttunni í öllum keppnum sem hann hefur tekið þátt í. Venni dreymir um að keppa einn daginn í Formúlu 1 eða GT kappakstursseríunni. Hann hefur hins vegar ekki sama aðgengi erlendum keppnum líkt og hinir sem hann er að keppa við. Hér kemur Venni í mark.Camilla Smistad Toftera „Venni stefnir á að keppa í fullri alþjóðlegri seríu í Suður-Evrópu í vetur - en það er mjög háð því hvort við náum að safna inn nægum styrktaraðilum. Því næst er það að komast í Formúlu 4 um leið og hann hefur aldur til, eftir tvö ár,“ sagði Ragnheiður. Venni horfir mikið á gamlar Formúlu 1 keppnir og heldur mikið upp á Michael Schumacher og Ayrton Senna, og segist horfa á þá til að reyna að læra af þeim. Einnig heldur hann mikið upp á Ástralann Oscar Piastri, vegna þess hvað hann er rólegur undir pressu. „Piastri er mjög nákvæmur og taktískur – eitthvað sem Venni reynir að tileinka sér sjálfur,“ sagði Ragnheiður. Vernharður og fjölskylda fagna saman þriðja sætinu.Camilla Smistad Toftera Fjölskyldan er að flytja til Íslands í lok júlí eftir sex ára veru í Noregi, en ætla að halda áfram með kappakstursævintýrið. Venni stefnir á að keppa í Noregi og Svíðþjóð áfram, ásamt því að reyna að keppa í Bretlandi eða Suður Evrópu. Kappakstur er dýr, og verður bara dýrari því eldri sem þú verður. Því er Venni að leita sér að öflugum styrktaraðilum, til þess að aðstoða þennan efnilega dreng þar sem fjölskyldan ræður ekki við kostnaðinn ef Venni á að fara mikið lengra. „Það er ómetanlegt fyrir íslenskt þjóðarstolt að eiga ökumann sem stendur á verðlaunapalli í stórri Norðurlandakeppni og við vonum að Ísland taki nú enn frekar utan um Venna og styðji hann áfram í þessari vegferð,“ sagði Ragnheiður. Fyrir neðan má sjá upptökur af tímatökunum og keppninni um helgina.
Akstursíþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Sjá meira