Innlent

Aldrei fleiri börn á bið­lista og út­rás í Kína

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Metfjöldi barna bíður eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna og hafa aldrei jafn margar tilvísanir borist og á árinu. Til skoðunar er að vísa börnum í meira máli frá. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Tala látinna vegna hamfaraflóða í Texas í Bandaríkjunum hækkar enn. Á fimmta hundrað viðbragðsaðila er við störf og varað er við frekari flóðum.

Eigendur veitingastaðarins Asks pizzeria á Egilsstöðum töldu það vera gabb þegar þrír kínverskir fjárfstar sögðust vilja opna með þeim útibú í Kína. Samstarfið raungerðist og segjast þau enn vera að meðtaka þessa hröðu atburðarrás.

Unnið er að umfangsmiklum breytingum við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls í Árbænum. Árbæingur segir ljóst að eftir framkvæmdirnar verði umferðartafir á svæðinu miklar og fleiri íbúar í hverfinu séu áhyggjufullir.

Ógurleg spenna er fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta. Úrslitin gætu ráðið örlög liðsins á mótinu. 

Klippa: Kvöldfréttir 6. júlí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×