Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2025 11:58 Bubbi Morthens hefur miklar áhyggjur af framtíð tónlistarbransans. Vísir/Vilhelm Þegar eru dæmi þess að gervigreind hafi hafið innreið sína inn í íslenska tónlistarbransann. Þetta segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sem segir mikið óveður í aðsigi í bransanum vegna þessa. Framkvæmdastjóri STEF segir að um sé að ræða stærstu áskorunina sem tónlistarmenn standi nú frammi fyrir. Rætt var við Bubba Morthens í kvöldfréttum í gær þar sem hann lýsti yfir miklum áhyggjum af innreið gervigreindar í tónlistarbransann. Tilefnið eru gríðarlegar vinsældir bandarískrar hljómsveitar að nafni The Velvet Sundown sem í ljós kom að var aldrei til og er sköpuð alfarið af gervigreind. Sveitin er með hálfa milljón hlustenda á mánuði á Spotify. Bubbi segir þegar vera til dæmi um innreið gervigreindar í tónlistarbransann á Íslandi. „Það er verið að gera það. Maggi Mix, ég held að hann hafi gert lag með Bríet sem ég hefði stoppað alveg á punktinum hefði þetta verið lag með mér. Þetta er mjög, hvað eigum við að segja? Það er óveður á leiðinni.“ Litið til Danmerkur um lagasetningu Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEF, félagasamtaka tón- og textahöfunda á Íslandi, segist taka undir áhyggjur Bubba. „Ég deili þessum áhyggjum með Bubba og held að gervigreindin sé bara stærsta áskorun sem tónlistargeirinn og líka í rauninni aðrar skapandi greinar standa frammi fyrir.“ Guðrún Björk segir um að ræða risastóra áskorun. Gríðarlega stórt verkefni sé framundan til þess að tryggja að skapandi greinar verði áfram til og tónlistarfólk geti haft lifibrauð af tónlistarsköpun. STEF hafi sett sér stefnu er varðar leyfisveitingar til gervigreindafyrirtækja. „Það getur vel verið að við þurfum atfylgi löggjafans til þess að hjálpa okkur á þessari vegferð þannig áfram verði hægt að lifa af sinni tónlist og skapa tónlist og þessi gervigreindarheimur gleypi ekki allt saman.“ Þá sé það áhyggjuefni hve auðvelt sé að nýta gervigreind láta líkjast röddum eða andliti tónlistarmanna. „Ég persónulega er svolítið hrifin af því sem Danmörk virðist vera að fara að gera, hreinlega að breyta höfundarlögum á þann hátt að fólk eigi þá höfundarrétt að sinni rödd og sinni ásjónu þannig að það verði sérstaklega verndað og þá fólki gefin betri tæki en til staðar eru í dag til að verja sig gegn slíku.“ Tónlist Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. 17. ágúst 2024 21:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Rætt var við Bubba Morthens í kvöldfréttum í gær þar sem hann lýsti yfir miklum áhyggjum af innreið gervigreindar í tónlistarbransann. Tilefnið eru gríðarlegar vinsældir bandarískrar hljómsveitar að nafni The Velvet Sundown sem í ljós kom að var aldrei til og er sköpuð alfarið af gervigreind. Sveitin er með hálfa milljón hlustenda á mánuði á Spotify. Bubbi segir þegar vera til dæmi um innreið gervigreindar í tónlistarbransann á Íslandi. „Það er verið að gera það. Maggi Mix, ég held að hann hafi gert lag með Bríet sem ég hefði stoppað alveg á punktinum hefði þetta verið lag með mér. Þetta er mjög, hvað eigum við að segja? Það er óveður á leiðinni.“ Litið til Danmerkur um lagasetningu Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEF, félagasamtaka tón- og textahöfunda á Íslandi, segist taka undir áhyggjur Bubba. „Ég deili þessum áhyggjum með Bubba og held að gervigreindin sé bara stærsta áskorun sem tónlistargeirinn og líka í rauninni aðrar skapandi greinar standa frammi fyrir.“ Guðrún Björk segir um að ræða risastóra áskorun. Gríðarlega stórt verkefni sé framundan til þess að tryggja að skapandi greinar verði áfram til og tónlistarfólk geti haft lifibrauð af tónlistarsköpun. STEF hafi sett sér stefnu er varðar leyfisveitingar til gervigreindafyrirtækja. „Það getur vel verið að við þurfum atfylgi löggjafans til þess að hjálpa okkur á þessari vegferð þannig áfram verði hægt að lifa af sinni tónlist og skapa tónlist og þessi gervigreindarheimur gleypi ekki allt saman.“ Þá sé það áhyggjuefni hve auðvelt sé að nýta gervigreind láta líkjast röddum eða andliti tónlistarmanna. „Ég persónulega er svolítið hrifin af því sem Danmörk virðist vera að fara að gera, hreinlega að breyta höfundarlögum á þann hátt að fólk eigi þá höfundarrétt að sinni rödd og sinni ásjónu þannig að það verði sérstaklega verndað og þá fólki gefin betri tæki en til staðar eru í dag til að verja sig gegn slíku.“
Tónlist Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. 17. ágúst 2024 21:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. 17. ágúst 2024 21:00