„Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júlí 2025 09:04 Jota fagnaði sigri í Þjóðadeild karla í fótbolta með portúgalska landsliðinu í síðasta mánuði. Maja Hitij - UEFA/UEFA via Getty Images Portúgalska knattspyrnusambandið birti yfirlýsingu á miðlum þess í morgun vegna skyndilegs fráfalls Diogo Jota, landsliðsmanns Portúgal, og bróður hans André Silva. Portúgölsk knattspyrnuhreyfing sé í áfalli og syrgi mæta menn. Forseti sambandsins, Pedro Proenca, syrgir fráfall bræðranna og segir alla innan portúgalskrar knattspyrnu vera í áfalli vegna fregnanna. Jota og Silva létust í bílslysi í nótt á A-52 þjóðveginum í Zamora-héraði á Spáni, rétt norðan við Portúgal. Jota var 28 ára gamall en Silva tveimur árum yngri. Jota hefur leikið 49 landsleiki fyrir hönd portúgalska landsliðsins en Silva lék fyrir Penafiel í Portúgal. „Portúgalska knattspyrnusambandið og öll portúgölsk knattspyrna er gjörsamlega miður sín eftir andlát Diogo Jota og bróður hans André Silva í morgun á Spáni,“ segir í yfirlýsingu Proenca þar sem fjölskyldu og vinum þeirra er vottuð samúð. Jota giftist Rute Cardoso fyrir einungis tíu dögum síðan og lætur eftir sig þrjú börn, fædd árin 2021, 2023 og 2024. A Federação Portuguesa de Futebol e todo o Futebol português estão completamente devastados com a morte de Diogo Jota e do seu irmão André Silva, esta madrugada, em Espanha.Muito mais do que o fantástico jogador, com quase 50 internacionalizações pela Seleção Nacional A, Diogo… pic.twitter.com/yR9TII2h3K— Portugal (@selecaoportugal) July 3, 2025 Í yfirlýsingunni segir enn fremur að portúgalska sambandið hafi farið fram á það við Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, að halda mínútu þögn til að heiðra minningu bræðranna fyrir leik Portúgals við Spán á EM kvenna í kvöld. Yfirlýsing portúgalska knattspyrnusambandsins: Portúgalska knattspyrnusambandið og öll portúgölsk knattspyrna er gjörsamlega miður sín eftir andlát Diogo Jota og bróður hans André Silva í morgun á Spáni. Diogo Jota var ekki aðeins einstakur leikmaður, með næstum 50 landsleiki, heldur einnig einstakur maður, virtur af öllum liðsfélögum og andstæðingum, hann bjó yfir smitandi gleði og tengdi menn saman innan eigin samfélags. Fyrir mína hönd og fyrir hönd portúgalska knattspyrnusambandsins votta ég fjölskyldu og vinum Diogo og André Silva, sem og Liverpool FC og FC Penafiel, félögunum þar sem leikmennirnir spiluðu, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Portúgalska knattspyrnusambandið hefur þegar beðið UEFA um að halda mínútu þögn á fimmtudag fyrir leik landsliðsins gegn Spáni í Evrópukeppni kvenna. Við höfum misst tvo meistara. Andlát Diogo og André Silva er óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu og við munum gera allt til að heiðra arfleifð þeirra daglega. Portúgal Portúgalski boltinn Enski boltinn Andlát Diogo Jota Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira
Forseti sambandsins, Pedro Proenca, syrgir fráfall bræðranna og segir alla innan portúgalskrar knattspyrnu vera í áfalli vegna fregnanna. Jota og Silva létust í bílslysi í nótt á A-52 þjóðveginum í Zamora-héraði á Spáni, rétt norðan við Portúgal. Jota var 28 ára gamall en Silva tveimur árum yngri. Jota hefur leikið 49 landsleiki fyrir hönd portúgalska landsliðsins en Silva lék fyrir Penafiel í Portúgal. „Portúgalska knattspyrnusambandið og öll portúgölsk knattspyrna er gjörsamlega miður sín eftir andlát Diogo Jota og bróður hans André Silva í morgun á Spáni,“ segir í yfirlýsingu Proenca þar sem fjölskyldu og vinum þeirra er vottuð samúð. Jota giftist Rute Cardoso fyrir einungis tíu dögum síðan og lætur eftir sig þrjú börn, fædd árin 2021, 2023 og 2024. A Federação Portuguesa de Futebol e todo o Futebol português estão completamente devastados com a morte de Diogo Jota e do seu irmão André Silva, esta madrugada, em Espanha.Muito mais do que o fantástico jogador, com quase 50 internacionalizações pela Seleção Nacional A, Diogo… pic.twitter.com/yR9TII2h3K— Portugal (@selecaoportugal) July 3, 2025 Í yfirlýsingunni segir enn fremur að portúgalska sambandið hafi farið fram á það við Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, að halda mínútu þögn til að heiðra minningu bræðranna fyrir leik Portúgals við Spán á EM kvenna í kvöld. Yfirlýsing portúgalska knattspyrnusambandsins: Portúgalska knattspyrnusambandið og öll portúgölsk knattspyrna er gjörsamlega miður sín eftir andlát Diogo Jota og bróður hans André Silva í morgun á Spáni. Diogo Jota var ekki aðeins einstakur leikmaður, með næstum 50 landsleiki, heldur einnig einstakur maður, virtur af öllum liðsfélögum og andstæðingum, hann bjó yfir smitandi gleði og tengdi menn saman innan eigin samfélags. Fyrir mína hönd og fyrir hönd portúgalska knattspyrnusambandsins votta ég fjölskyldu og vinum Diogo og André Silva, sem og Liverpool FC og FC Penafiel, félögunum þar sem leikmennirnir spiluðu, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Portúgalska knattspyrnusambandið hefur þegar beðið UEFA um að halda mínútu þögn á fimmtudag fyrir leik landsliðsins gegn Spáni í Evrópukeppni kvenna. Við höfum misst tvo meistara. Andlát Diogo og André Silva er óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu og við munum gera allt til að heiðra arfleifð þeirra daglega.
Portúgal Portúgalski boltinn Enski boltinn Andlát Diogo Jota Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira