Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júlí 2025 07:27 Jobe Bellingham reyndi að sannfæra dómarann svo hann gæti mætt bróður sínum en án árangurs. Shaun Botterill - FIFA/FIFA via Getty Images Borussia Dortmund komst áfram í átta liða úrslit heimsmeistaramóts félagsliða með 2-1 sigri gegn Monterrey í nótt. Þar mun liðið mæta Real Madrid en Jobe Bellingham verður í leikbanni eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald á mótinu. Bellingham fékk spjaldið fyrir slæma tæklingu undir lok fyrri hálfleiks og verður í banni í næsta leik, vegna þess að hann fékk líka gult spjald í leik gegn Ulsan HD í riðlakeppninni. Reglur mótsins kveða á um leikbann ef leikmaður fær gul spjöld í tveimur mismunandi leikjum en þau þurrkast út eftir átta liða úrslitin, þannig að enginn missi af úrslitaleiknum fyrir að fá gult spjald í undanúrslitum. „Ég held að hann hafi ekki áttað sig á því, þegar hann kom inn í hálfleik, að hann fengi leikbann. Þetta kom honum aðeins á óvart“ sagði þjálfari Dortmund, Niko Kovac. „Hann er ungur, þeir bræðurnir eru báðir ungir og ég er viss um að þeir eigi eftir að mætast. Kannski á næsta tímabili í Meistaradeildinni og oftar í framtíðinni. Framtíðin er þeirra“ sagði hann einnig á blaðamannafundi eftir sigurinn. Serhou Guirassy skoraði bæði mörk Dortmund, í fyrri hálfleik, eftir stoðsendingar frá Karim Adeyemi. 2️⃣ goals in 1️⃣ half for Serhou Guirassy @Guirassy_19 @BlackYellow pic.twitter.com/UfLs0IedBA— DAZN Football (@DAZNFootball) July 2, 2025 German Berterame minnkaði muninn fyrir Monterrey þegar liðið reyndi að snúa leiknum við í seinni hálfleik. 48' Germán Berterame gets one back for MonterreyWatch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #BVBCFM pic.twitter.com/jYhxTaVbfT— DAZN Football (@DAZNFootball) July 2, 2025 Fyrrum Madrídingurinn Sergio Ramos var svo næstum því búinn að setja jöfnunarmarkið seint í leiknum en skallaði rétt framhjá. Sergio Ramos's header almost puts things at level 😱Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #BVBCFM pic.twitter.com/hu9zjA1g0r— DAZN Football (@DAZNFootball) July 2, 2025 HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Sjá meira
Bellingham fékk spjaldið fyrir slæma tæklingu undir lok fyrri hálfleiks og verður í banni í næsta leik, vegna þess að hann fékk líka gult spjald í leik gegn Ulsan HD í riðlakeppninni. Reglur mótsins kveða á um leikbann ef leikmaður fær gul spjöld í tveimur mismunandi leikjum en þau þurrkast út eftir átta liða úrslitin, þannig að enginn missi af úrslitaleiknum fyrir að fá gult spjald í undanúrslitum. „Ég held að hann hafi ekki áttað sig á því, þegar hann kom inn í hálfleik, að hann fengi leikbann. Þetta kom honum aðeins á óvart“ sagði þjálfari Dortmund, Niko Kovac. „Hann er ungur, þeir bræðurnir eru báðir ungir og ég er viss um að þeir eigi eftir að mætast. Kannski á næsta tímabili í Meistaradeildinni og oftar í framtíðinni. Framtíðin er þeirra“ sagði hann einnig á blaðamannafundi eftir sigurinn. Serhou Guirassy skoraði bæði mörk Dortmund, í fyrri hálfleik, eftir stoðsendingar frá Karim Adeyemi. 2️⃣ goals in 1️⃣ half for Serhou Guirassy @Guirassy_19 @BlackYellow pic.twitter.com/UfLs0IedBA— DAZN Football (@DAZNFootball) July 2, 2025 German Berterame minnkaði muninn fyrir Monterrey þegar liðið reyndi að snúa leiknum við í seinni hálfleik. 48' Germán Berterame gets one back for MonterreyWatch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #BVBCFM pic.twitter.com/jYhxTaVbfT— DAZN Football (@DAZNFootball) July 2, 2025 Fyrrum Madrídingurinn Sergio Ramos var svo næstum því búinn að setja jöfnunarmarkið seint í leiknum en skallaði rétt framhjá. Sergio Ramos's header almost puts things at level 😱Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #BVBCFM pic.twitter.com/hu9zjA1g0r— DAZN Football (@DAZNFootball) July 2, 2025
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Sjá meira