Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2025 14:32 Frá vinstri: Sigurgeir Rúnar Jóhannsson og Viktoría Hrund Kjartansdóttir frá Reykjanes Investment, Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion banka. Arion banki Landey ehf., dótturfélag Arion banka hf., hefur undirritað samkomulag við félagið Reykjanes Investment ehf. um kaup þess á fasteignum og lóðum í Helguvík á Reykjanesi þar sem um tíma var starfrækt kísilverksmiðja. Kaupverð er trúnaðarmál. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að um nokkurra ára skeið hafi Arion banki leitað kaupenda að Helguvík með það markmið að þar geti byggst upp annars konar starfsemi. Því sé ánægjulegt að nú taki Reykjanes Investment við eignunum en félagið hyggi á þróun á svæðinu og frekari uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í nánu samstarfi við Reykjanesbæ og Reykjaneshafnir. Fjárfestar með djúpar rætur á Suðurnesjum Reykjanes Investment sé byggingar- og þróunarfélag sem leggi áherslu á skapandi og vandaða uppbyggingu á Suðurnesjum. Að baki félaginu standi einkafjárfestar sem eiga það sameiginleg að hafa djúpar rætur á Suðurnesjum. „Við hjá Reykjanes Investment erum spennt fyrir því verkefni að þróa og endurskipuleggja þetta frábæra og vel staðsetta svæði, samfélaginu okkar til heilla. Það er einlægt markmið okkar að þarna verði atvinnustarfsemi í sátt við umhverfi sitt sem nýtur góðs af þeim frábæru innviðum sem eru allt í kring, eins og höfninni og flugvellinum, og því kraftmikla samfélagi sem er á Reykjanesi,“ er haft eftir Sigurgeir Rúnari Jóhannssyni hjá Reykjavík Investment. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, starfandi bæjarstóri Reykjanesbæjar. Óvissunni eytt „Helguvíkin er svæði sem getur hýst margvíslega starfsemi og haft jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi. Það eru því góð tíðindi að nú taki heimamenn við keflinu, fólk sem þekkir vel til á Reykjanesi og hefur á undanförnum árum sinnt uppbyggingu á svæðinu. Nýir eigendur eru með metnaðarfulla framtíðarsýn og verður spennandi að sjá Helguvík fá nýtt hlutverk,“ er haft eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka. Þá er haft eftir Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, starfandi bæjarstjóra Reykjanesbæjar, að um spennandi tímamót sé að ræða fyrir íbúa svæðisins, þar sem ákveðinni óvissu um þá starfsemi sem lagt var upp með verði nú vonandi endanlega eytt. „Við hlökkum til samtalsins og samstarfsins við nýja eigendur en hagsmunir bæjarins og hafnarinnar fara saman með þeirri uppbyggingu og tækifærum sem kaupin geta leitt af sér.“ Reykjanesbær Arion banki Fjármálafyrirtæki United Silicon Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að um nokkurra ára skeið hafi Arion banki leitað kaupenda að Helguvík með það markmið að þar geti byggst upp annars konar starfsemi. Því sé ánægjulegt að nú taki Reykjanes Investment við eignunum en félagið hyggi á þróun á svæðinu og frekari uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í nánu samstarfi við Reykjanesbæ og Reykjaneshafnir. Fjárfestar með djúpar rætur á Suðurnesjum Reykjanes Investment sé byggingar- og þróunarfélag sem leggi áherslu á skapandi og vandaða uppbyggingu á Suðurnesjum. Að baki félaginu standi einkafjárfestar sem eiga það sameiginleg að hafa djúpar rætur á Suðurnesjum. „Við hjá Reykjanes Investment erum spennt fyrir því verkefni að þróa og endurskipuleggja þetta frábæra og vel staðsetta svæði, samfélaginu okkar til heilla. Það er einlægt markmið okkar að þarna verði atvinnustarfsemi í sátt við umhverfi sitt sem nýtur góðs af þeim frábæru innviðum sem eru allt í kring, eins og höfninni og flugvellinum, og því kraftmikla samfélagi sem er á Reykjanesi,“ er haft eftir Sigurgeir Rúnari Jóhannssyni hjá Reykjavík Investment. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, starfandi bæjarstóri Reykjanesbæjar. Óvissunni eytt „Helguvíkin er svæði sem getur hýst margvíslega starfsemi og haft jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi. Það eru því góð tíðindi að nú taki heimamenn við keflinu, fólk sem þekkir vel til á Reykjanesi og hefur á undanförnum árum sinnt uppbyggingu á svæðinu. Nýir eigendur eru með metnaðarfulla framtíðarsýn og verður spennandi að sjá Helguvík fá nýtt hlutverk,“ er haft eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka. Þá er haft eftir Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, starfandi bæjarstjóra Reykjanesbæjar, að um spennandi tímamót sé að ræða fyrir íbúa svæðisins, þar sem ákveðinni óvissu um þá starfsemi sem lagt var upp með verði nú vonandi endanlega eytt. „Við hlökkum til samtalsins og samstarfsins við nýja eigendur en hagsmunir bæjarins og hafnarinnar fara saman með þeirri uppbyggingu og tækifærum sem kaupin geta leitt af sér.“
Reykjanesbær Arion banki Fjármálafyrirtæki United Silicon Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent