„Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júlí 2025 09:30 Lautaro Martínez trúir því ekki að Calhanoglu sé meiddur. getty Lautaro Martínez lét liðsfélaga sinn hjá Inter, Hakan Calhanoglu, heyra það eftir að liðið datt úr leik á heimsmeistaramóti félagsliða í gær. Calhanoglu tók ekki þátt í leiknum, sem hann segir vera vegna meiðsla. Inter datt úr leik með 2-0 tapi gegn brasilíska liðinu Fluminense. Argentínski framherjinn Martínez var svekktur með að hafa dottið úr leik, sérlega eftir að hafa einnig misst af ítalska meistaratitlinum og tapað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor. Þjálfarinn Simone Inzaghi hætti störfum skömmu eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Inter mætti því verr undirbúið til Bandaríkjanna á HM. Skömmu eftir að mótið hófst dró Hakan Calhanoglu sig svo úr leikmannahópnum, sem hann sagði vera vegna meiðsla í kálfa en síðan þá hefur tyrkneski miðjumaðurinn sést í Istanbul og er talinn vera að semja við Galatasaray. Forseti Inter, Giuseppe Marotta, staðfesti að fyrirliðinn Lautaro Martínez hafi verið að tala um Calhanoglu þegar hann sagði eftir leik: Capitan Lautaro senza 𝒑𝒆𝒍𝒊 𝒔𝒖𝒍𝒍𝒂 𝒍𝒊𝒏𝒈𝒖𝒂 🤬“Chi non vuole restare, se ne vada” 🎙️🎤 @alessiodegiu#LautaroMartinez #Inter #FIFACWC #DAZN pic.twitter.com/OkQeIan8lv— DAZN Italia (@DAZN_IT) June 30, 2025 „Þú verður að vilja vera hjá Inter. Við erum að berjast fyrir mikilvægum mörkum og þeir sem vilja vera hérna þurfa að sýna það. Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara. Við erum hérna að leggja okkur alla fram fyrir Inter og ég hef séð fullt af hlutum sem, ég sem fyrirliði, er mjög ósáttur með…“ sagði Martínez. Forsetinn Marotta sagði framtíð Calhanoglu óráðna en félagið væri opið fyrir tilboðum. Nýráðinn þjálfari liðsins, Christian Chivu, tjáði sig lítið um málið en virtist vera sammála Martínez. „Ummælin sýna ástríðu og keppnisskap, vilja til að snúa aftur og breyta genginu eftir erfitt tímabil“ sagði Chivu. Ítalski boltinn Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Inter datt úr leik með 2-0 tapi gegn brasilíska liðinu Fluminense. Argentínski framherjinn Martínez var svekktur með að hafa dottið úr leik, sérlega eftir að hafa einnig misst af ítalska meistaratitlinum og tapað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor. Þjálfarinn Simone Inzaghi hætti störfum skömmu eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Inter mætti því verr undirbúið til Bandaríkjanna á HM. Skömmu eftir að mótið hófst dró Hakan Calhanoglu sig svo úr leikmannahópnum, sem hann sagði vera vegna meiðsla í kálfa en síðan þá hefur tyrkneski miðjumaðurinn sést í Istanbul og er talinn vera að semja við Galatasaray. Forseti Inter, Giuseppe Marotta, staðfesti að fyrirliðinn Lautaro Martínez hafi verið að tala um Calhanoglu þegar hann sagði eftir leik: Capitan Lautaro senza 𝒑𝒆𝒍𝒊 𝒔𝒖𝒍𝒍𝒂 𝒍𝒊𝒏𝒈𝒖𝒂 🤬“Chi non vuole restare, se ne vada” 🎙️🎤 @alessiodegiu#LautaroMartinez #Inter #FIFACWC #DAZN pic.twitter.com/OkQeIan8lv— DAZN Italia (@DAZN_IT) June 30, 2025 „Þú verður að vilja vera hjá Inter. Við erum að berjast fyrir mikilvægum mörkum og þeir sem vilja vera hérna þurfa að sýna það. Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara. Við erum hérna að leggja okkur alla fram fyrir Inter og ég hef séð fullt af hlutum sem, ég sem fyrirliði, er mjög ósáttur með…“ sagði Martínez. Forsetinn Marotta sagði framtíð Calhanoglu óráðna en félagið væri opið fyrir tilboðum. Nýráðinn þjálfari liðsins, Christian Chivu, tjáði sig lítið um málið en virtist vera sammála Martínez. „Ummælin sýna ástríðu og keppnisskap, vilja til að snúa aftur og breyta genginu eftir erfitt tímabil“ sagði Chivu.
Ítalski boltinn Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti