Erlent

Rauðar við­varanir víða í Evrópu vegna hitans

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hitinn er farinn að leika Evrópubúa grátt.
Hitinn er farinn að leika Evrópubúa grátt. AP Photo/Nicolas Mollo

Ekkert lát er á hitabylgjunni í Evrópu og í dag er rauð veðurviðvörun vegna hita í gildi á sextán svæðum í Frakklandi, þar á meða í höfuðborginni París.

 Önnur 68 svæði eru síðan á appelsínugulri viðvörun, eða á næstefsta stigi. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem hitabylgja nær yfir svo stórt svæði landsins.

Svipaðar viðvaranir eru einnig í gildi á Spáni, Portúgal, Þýskalandi, Bretlandi og á Balkanskaganum.

Hitamet fyrir júnímánuð féllu bæði í Portúgal og á Spáni um síðustu helgi, í Andalúsíu fór hitinn í 46 gráður og í bænum Mora í miðhluta Portúgals fór staðfestur hiti í 46,6 gráður á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Skæð hita­bylgja velgir Evrópu­búum undir uggum

Útlit er fyrir að hitabylgjan sem hefur steikt stóran hluta Evrópu síðustu daga nái til fleiri landa þegar líður á vikuna. Rauðar veðurviðvaranir hafa verið gefnar út sums staðar vegna ofsahitans og gróðureldar loga í Tyrklandi.

Hitamet slegið á Spáni um helgina

Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×