Fótbolti

Arnór lagði upp og dramatískur sigur læri­sveina Freys

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Freyr Alexandersson hefur verið að gera frábæra hluti með Brann.
Freyr Alexandersson hefur verið að gera frábæra hluti með Brann. Getty/Isosport

Það voru Íslendingar í eldlínunni í þremur leikjum sem fram fóru í norska og sænska boltanum í kvöld. Tveimur leikjanna lauk með jafntefli, en Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Brann unnu dramatískan sigur.

Arnór Ingvi Traustason lagði upp mark Norrköping er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Djurgarden, en liðin sitja hlið við hlið í sænsku deildinni í áttunda og níunda sæti.

Á sama tíma sat Daníel Tristan Guðjohnsen allan tíman á varamannabekk Malmö er liðið gerði 1-1 jefntefli gegn toppliði Mjallby.

Að lokum unnu Freyr Alexanderson og lærisveinar hans í Brann dramatískan 1-0 sigur í Íslendingaslag gegn Sandefjord í norska boltanum.

Stefán Ingi Sigurðarson var í byrjunarliði gestanna í Sandefjord, en Eggert Aron Guðmundsson kom inn á sem varamaður í liði Brann.

Allt stefndi í markalaust jafntefli, en mark frá Joachim Soltvedt á síðustu mínútu venjulegs leiktíma tryggði Brann stigin þrjú.

Með sigrinum skaust Brann aftur upp í annað sæti deildarinnar, en liðið er nú með 26 stig eftir 13 leiki, sjö stigum minna en topplið Bodo/Glimt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×