Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júní 2025 23:00 Örlygur Hnefill, markaðsstjóri hafnanna í Norðurþingi, segir að það hafi verið pólitísk ákvörðun að reyna að lokka til hafna sveitarfélagsins þau skipafélög sem eru innan vébanda AECO. Vísir/Stefán Norðurþing hefur með sérstöku markaðsátaki náð að fjölga umtalsvert komum minni skemmtiferðaskipa sem hafa samfélagsábyrgð og umhverfisvernd að leiðarljósi. Markaðsstjóri hafnanna í Norðurþingi segir komur leiðangursskipanna skipta sköpum fyrir samfélögin vítt og breitt um landið. Norðurþing fór í sérstakt átak til að lokka til sinna hafna á Húsavík, Raufarhöfn og Kópaskeri skipafélög sem starfa innan vébanda AECO sem eru samtök minni leiðangursskipa á Norðurslóðum en til að vera meðlimur í samtökunum þarf að uppfylla ákveðin skilyrði sem lúta að umhverfisvernd og samfélagslegri ábyrgð. Félögin gera út á öðruvísi ferðamennsku og vilja taka þátt í þeim samfélögum sem heimsótt eru. Örlygur Hnefill Örlygsson er markaðsstjóri hafna Norðurþings. „Farþegar þessara skipa eru líka að sækjast eftir annars konar upplifun, þetta er ekki þessi risastóru 3-4 þúsund manna skip. Þetta eru minni hópar, þau eru að sækjast eftir því að koma á minni staði fyrir vikið og þetta hefur bara gengið rosalega vel, við höfum verið að bæta við okkur og erum ein af fáum höfnum sem erum að bæta við okkur á milli ára.“ Sem sé mikið afrek í ljósi breytinga á greininni. „Það er búið að koma mikið af nýjum gjöldum og nýjum reglum með stuttum fyrirvara sem hefur gert það að verkum að margar hafnir eru að tapa töluvert núna. Við erum að bæta við okkur fimm skipum hér á Húsavík á milli ára og erum að bæta við okkur fimm skipum á Raufarhöfn þar sem var ekkert skip áður sem gleður okkur mikið og samfélagið hérna er ánægt með þetta. Fólk er ánægt með að fá litlu skipin. Þetta er annars konar ferðamennska, ekki þessi massi og þetta er það sem við erum að sækjast eftir.“ Þessi minni skip hafi gríðarlega þýðingu fyrir sveitarfélagið og lífgi upp á efnahaginn. „Við finnum það bara hjá söfnum, verslunum og upp að vissu marki veitingahúsunum líka að þetta er ferðamennska sem skiptir máli. Það sem þetta gerir líka svo gott er að fólk sem kemur í svona stutt stopp, einn dag eða yfir nótt, það langar að koma aftur. Við sjáum á mælingum hér að fólk kemur aftur til Húsavíkur sem hefur haft snertingu við bæinn í gegnum skip áður.“ Örlygur varar við því að stjórnvöld geri miklar og skyndilegar breytingar á umgjörð ferðaþjónustu. „Þessi skip, sérstaklega sem eru á hringsiglingunni skipta bara landsbyggðirnar bara mjög miklu máli. Þetta er stór hluti af okkar ferðaþjónustu og sérstaklega á stöðum eins og Húsavík sem er ekki á hringveginum. Það eflir okkur enn frekar að fá þessi litlu skip til okkar.“ Ferðaþjónusta Norðurþing Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. 20. júní 2025 11:20 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Norðurþing fór í sérstakt átak til að lokka til sinna hafna á Húsavík, Raufarhöfn og Kópaskeri skipafélög sem starfa innan vébanda AECO sem eru samtök minni leiðangursskipa á Norðurslóðum en til að vera meðlimur í samtökunum þarf að uppfylla ákveðin skilyrði sem lúta að umhverfisvernd og samfélagslegri ábyrgð. Félögin gera út á öðruvísi ferðamennsku og vilja taka þátt í þeim samfélögum sem heimsótt eru. Örlygur Hnefill Örlygsson er markaðsstjóri hafna Norðurþings. „Farþegar þessara skipa eru líka að sækjast eftir annars konar upplifun, þetta er ekki þessi risastóru 3-4 þúsund manna skip. Þetta eru minni hópar, þau eru að sækjast eftir því að koma á minni staði fyrir vikið og þetta hefur bara gengið rosalega vel, við höfum verið að bæta við okkur og erum ein af fáum höfnum sem erum að bæta við okkur á milli ára.“ Sem sé mikið afrek í ljósi breytinga á greininni. „Það er búið að koma mikið af nýjum gjöldum og nýjum reglum með stuttum fyrirvara sem hefur gert það að verkum að margar hafnir eru að tapa töluvert núna. Við erum að bæta við okkur fimm skipum hér á Húsavík á milli ára og erum að bæta við okkur fimm skipum á Raufarhöfn þar sem var ekkert skip áður sem gleður okkur mikið og samfélagið hérna er ánægt með þetta. Fólk er ánægt með að fá litlu skipin. Þetta er annars konar ferðamennska, ekki þessi massi og þetta er það sem við erum að sækjast eftir.“ Þessi minni skip hafi gríðarlega þýðingu fyrir sveitarfélagið og lífgi upp á efnahaginn. „Við finnum það bara hjá söfnum, verslunum og upp að vissu marki veitingahúsunum líka að þetta er ferðamennska sem skiptir máli. Það sem þetta gerir líka svo gott er að fólk sem kemur í svona stutt stopp, einn dag eða yfir nótt, það langar að koma aftur. Við sjáum á mælingum hér að fólk kemur aftur til Húsavíkur sem hefur haft snertingu við bæinn í gegnum skip áður.“ Örlygur varar við því að stjórnvöld geri miklar og skyndilegar breytingar á umgjörð ferðaþjónustu. „Þessi skip, sérstaklega sem eru á hringsiglingunni skipta bara landsbyggðirnar bara mjög miklu máli. Þetta er stór hluti af okkar ferðaþjónustu og sérstaklega á stöðum eins og Húsavík sem er ekki á hringveginum. Það eflir okkur enn frekar að fá þessi litlu skip til okkar.“
Ferðaþjónusta Norðurþing Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. 20. júní 2025 11:20 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. 20. júní 2025 11:20