Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Agnar Már Másson skrifar 30. júní 2025 10:55 Eiríkur Jónsson skrifaði grein á vef sinn þar sem hann sagði að Halla forseti hefði mætt með lífverði í sund. Vísir/Samsett Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson hefur beðið Höllu Tómasdóttur forseta afsökunar eftir að hann greindi frá því að hún hefði mætt með lífverði með sér í sund. Forsetinn hafði aftur á móti ekki lífvörð með sér í för heldur dóttur sína, að sögn forsetaembættisins, sem kallar fréttaflutninginn „vitleysu“. Eiríkur hefur tekið greinina niður að beiðni embættisins. Eiríkur, sem var áður ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt, greindi frá því á vef sínum Eirikurjonsson.is í gær að Halla Tómasdóttir hefði farið í sund í Álftalneslaug á fimmtudag og haft í för með sér tvo lífverði. „Þetta er nýjung,“ var haft eftir einum sundlaugargesti í fréttinni. Mannlíf og DV greindu einnig frá meintu lífvörðunum og vísuðu í miðil Eiríks. „Vitleysa“ Nú hefur fréttin um meinta lífverði Höllu verið fjarlægð af vef Eiríks og í hennar stað er grein sem ber yfirskriftina „Fyrirgefðu forseti — Leiðrétting“. Þar er haft upp úr skeyti frá Sif Gunnarsdóttur forsetaritara: „Á vefsíðunni eirikurjonsson.is er frétt um að forseti Íslands hafi farið í Álftaneslaug með lífverði með sér. Þetta er vitleysa. Vinsamlegast fjarlægið fréttina af vefnum.“ Og Eiríkur hefur hlýtt og tekið greinina niður. Ekki lífvörður heldur dóttir forsetans Í svörum forsetaembættisins við fyrirspurn fréttastofu er tekið fram að forseti Íslands sé ekki með lífverði, heldur hafi Halla verið í sundi með dóttur sinni. „Á fimmtudaginn var, fór forseti í Álftaneslaugina í fyrsta sinn eftir að hún tók við embætti og með henni var dóttir hennar. Þær fóru á bíl dótturinnar og voru tvær einar, en ræddu að sjálfsögðu við sundlaugagesti í pottunum,“ segir Sif forsetaritari í svari sínu. Vísir leitaði viðbragða frá Eiríki vegna málsins, sem sagðist ekki ætla að tjá sig. Lægi honum nokkuð á hjarta myndi hann notast við sinn eigin fjölmiðil. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að svör bárust frá forsetaembættinu og Eiríki. Halla Tómasdóttir Fjölmiðlar Forseti Íslands Sundlaugar og baðlón Garðabær Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Eiríkur, sem var áður ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt, greindi frá því á vef sínum Eirikurjonsson.is í gær að Halla Tómasdóttir hefði farið í sund í Álftalneslaug á fimmtudag og haft í för með sér tvo lífverði. „Þetta er nýjung,“ var haft eftir einum sundlaugargesti í fréttinni. Mannlíf og DV greindu einnig frá meintu lífvörðunum og vísuðu í miðil Eiríks. „Vitleysa“ Nú hefur fréttin um meinta lífverði Höllu verið fjarlægð af vef Eiríks og í hennar stað er grein sem ber yfirskriftina „Fyrirgefðu forseti — Leiðrétting“. Þar er haft upp úr skeyti frá Sif Gunnarsdóttur forsetaritara: „Á vefsíðunni eirikurjonsson.is er frétt um að forseti Íslands hafi farið í Álftaneslaug með lífverði með sér. Þetta er vitleysa. Vinsamlegast fjarlægið fréttina af vefnum.“ Og Eiríkur hefur hlýtt og tekið greinina niður. Ekki lífvörður heldur dóttir forsetans Í svörum forsetaembættisins við fyrirspurn fréttastofu er tekið fram að forseti Íslands sé ekki með lífverði, heldur hafi Halla verið í sundi með dóttur sinni. „Á fimmtudaginn var, fór forseti í Álftaneslaugina í fyrsta sinn eftir að hún tók við embætti og með henni var dóttir hennar. Þær fóru á bíl dótturinnar og voru tvær einar, en ræddu að sjálfsögðu við sundlaugagesti í pottunum,“ segir Sif forsetaritari í svari sínu. Vísir leitaði viðbragða frá Eiríki vegna málsins, sem sagðist ekki ætla að tjá sig. Lægi honum nokkuð á hjarta myndi hann notast við sinn eigin fjölmiðil. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að svör bárust frá forsetaembættinu og Eiríki.
Halla Tómasdóttir Fjölmiðlar Forseti Íslands Sundlaugar og baðlón Garðabær Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira