Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. júní 2025 07:26 Matt Freese sótti námskeið í Harvard um vítaspyrnur og virðist hafa lært vel af því. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Bandaríkin komust áfram eftir einvígi við Kosta Ríka í átta liða úrslitum Gullbikarsins. Markmaðurinn Matt Freese, nýútskrifaður af Harvard námskeiði í vítaspyrnuvörslum, varð hetja heimamanna. Kanada er hins vegar úr leik eftir tap gegn Gvatemala. Kanadamenn komust yfir eftir hálftíma leik gegn Gvatemala, með marki Jonathan David úr vítaspyrnu. Framherjinn Jacob Shaffelburg fékk svo á sig tvö gul spjöld áður en fyrri hálfleikur kláraðist og var rekinn af velli. Hið seinna fyrir olnbogaskot. Gvatemala fór því manni fleiri út í seinni hálfleikinn og nýtti tækifærið til að jafna, Oscar Santis var nýbúinn að klúðra dauðafæri en lagði upp mark fyrir Rubio Rubin. ¡Rubio Rubin lo empata para Guatemala! pic.twitter.com/fLrMDQLVnY— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Fjörugur leikur alveg til enda og línubjörgun hjá Gvatemala, en fleiri mörk voru ekki skoruð. Aaron Herrera. La muralla Guatemalteca. 🧱 pic.twitter.com/BkAy9p8a8e— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Samkvæmt reglum Gullbikarsins var farið beint í vítaspyrnukeppni. Luc de Fougerolles reyndist örlagavaldurinn þar þegar hann skaut í þverslánna úr sjöttu vítaspyrnu Kanada. José Morales vann leikinn svo fyrir Gvatemala með því að skjóta á mitt markið úr næsta spyrnu. ¡Grítenlo pueblo Chapín! pic.twitter.com/hQ3W1nF0cc— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Bandaríkin - Kosta Ríka 2-2 (4-3) Bandaríkin og Kosta Ríka mættust síðar um kvöldið í leik sem var engu síður skemmtilegur. Bandaríkjamenn gáfu klaufalegt víti frá sér snemma og lentu undir, klúðruðu síðan víti sjálfir, skutu í stöngina. En tókst að jafna rétt fyrir hálfleik og taka forystuna í upphafi seinni hálfleiks. Kosta Ríka menn börðust hins vegar til baka og jöfnuðu leikinn 2-2 undir lokin. Max Arfsten with a perfect finish! pic.twitter.com/dRXfJuZBhY— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 ¡Alonso Martínez la manda al fondo de la red! 🇨🇷 pic.twitter.com/3CuYy9AfgA— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Beint í vítaspyrnukeppni þar sem Matt Freese varð hetja heimamanna, nýútskrifaður af vítaspyrnunámskeiði í Harvard, samkvæmt AP fréttaveitunni. Námskeiðið hefur greinilega reynst honum vel. Freese varði þrjár af sex spyrnum Kosta Ríka og Bandaríkjamenn skoruðu úr fjórum af sex spyrnum. „Að geta reitt sig á þessa þekkingu og tölfræði, að geta lesið mjaðmahreyfingar og svoleiðis hluti, er mjög dýrmætt“ sagði hinn nýútskrifaði Freese. Matty “Ice” Freese 🥶 pic.twitter.com/Ri6RwsD55f— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Bandaríkin mæta Gvatemala í undanúrslitunum. Hinum megin mætast Mexíkó og Hondúras. The Gold Cup semifinals are set 🏆📰 https://t.co/JwtRn4M3hD pic.twitter.com/znXRCKFA2h— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira
Kanadamenn komust yfir eftir hálftíma leik gegn Gvatemala, með marki Jonathan David úr vítaspyrnu. Framherjinn Jacob Shaffelburg fékk svo á sig tvö gul spjöld áður en fyrri hálfleikur kláraðist og var rekinn af velli. Hið seinna fyrir olnbogaskot. Gvatemala fór því manni fleiri út í seinni hálfleikinn og nýtti tækifærið til að jafna, Oscar Santis var nýbúinn að klúðra dauðafæri en lagði upp mark fyrir Rubio Rubin. ¡Rubio Rubin lo empata para Guatemala! pic.twitter.com/fLrMDQLVnY— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Fjörugur leikur alveg til enda og línubjörgun hjá Gvatemala, en fleiri mörk voru ekki skoruð. Aaron Herrera. La muralla Guatemalteca. 🧱 pic.twitter.com/BkAy9p8a8e— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Samkvæmt reglum Gullbikarsins var farið beint í vítaspyrnukeppni. Luc de Fougerolles reyndist örlagavaldurinn þar þegar hann skaut í þverslánna úr sjöttu vítaspyrnu Kanada. José Morales vann leikinn svo fyrir Gvatemala með því að skjóta á mitt markið úr næsta spyrnu. ¡Grítenlo pueblo Chapín! pic.twitter.com/hQ3W1nF0cc— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Bandaríkin - Kosta Ríka 2-2 (4-3) Bandaríkin og Kosta Ríka mættust síðar um kvöldið í leik sem var engu síður skemmtilegur. Bandaríkjamenn gáfu klaufalegt víti frá sér snemma og lentu undir, klúðruðu síðan víti sjálfir, skutu í stöngina. En tókst að jafna rétt fyrir hálfleik og taka forystuna í upphafi seinni hálfleiks. Kosta Ríka menn börðust hins vegar til baka og jöfnuðu leikinn 2-2 undir lokin. Max Arfsten with a perfect finish! pic.twitter.com/dRXfJuZBhY— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 ¡Alonso Martínez la manda al fondo de la red! 🇨🇷 pic.twitter.com/3CuYy9AfgA— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Beint í vítaspyrnukeppni þar sem Matt Freese varð hetja heimamanna, nýútskrifaður af vítaspyrnunámskeiði í Harvard, samkvæmt AP fréttaveitunni. Námskeiðið hefur greinilega reynst honum vel. Freese varði þrjár af sex spyrnum Kosta Ríka og Bandaríkjamenn skoruðu úr fjórum af sex spyrnum. „Að geta reitt sig á þessa þekkingu og tölfræði, að geta lesið mjaðmahreyfingar og svoleiðis hluti, er mjög dýrmætt“ sagði hinn nýútskrifaði Freese. Matty “Ice” Freese 🥶 pic.twitter.com/Ri6RwsD55f— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Bandaríkin mæta Gvatemala í undanúrslitunum. Hinum megin mætast Mexíkó og Hondúras. The Gold Cup semifinals are set 🏆📰 https://t.co/JwtRn4M3hD pic.twitter.com/znXRCKFA2h— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira