Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Lovísa Arnardóttir skrifar 29. júní 2025 18:32 Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, segir Skógræktina í samtali við framleiðendur og rétthafa. Samsett Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. Í færslu á Facebook-síðu Skógræktarinnar segir að þar til búið er að leysa málið verði Snorkstelpan einnig sett í slipp. Snorkstelpan sem hefur staðið í skóginum er samkvæmt færslunni sprottin úr listasmiðju barna og er afsprengi lestrarátaks Skógræktarfélagsins og fleiri aðila. Í vikunni var greint frá því að verið væri að reisa Múmínlund í Kjarnaskógi á Akureyri með öllu tilheyrandi. Mikill hugur væri í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú ætti að töfra fram ævintýraheiminn sem rammi inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um Múmínálfana. Eigendur vörumerkisins Múmínálfanna sögðu í kjölfarið að lundurinn væri brot á höfundarrétti. Forstjóri Moomin Characters að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Það væri ekki of seint að gera það núna. „Ævintýraskógurinn er frábær viðbót við ungbarnaleiksvæðið á Kjarnavelli sem er eitt af þremur leiksvæðum Kjarnaskógar sem byggð eru upp í farsælu samstarfi Skógræktarfélags Eyjafirðinga og Akureyrarbæjar,“ segir í færslunni og að kastalinn og önnur leiktæki sem eigi að setja upp séu úr vörulínu leiktækjaframleiðandans Lappset í Finnlandi (Moomin play). Leiktækin séu framleidd í samstarfi og með samþykki rétthafa og að uppsetning þeirra sé ekki frábrugðin uppsetningu annarra leiktækja á Íslandi. Snorkstelpan, ásamt öðrum nafngiftum innan skógarins, sé höfundarréttarvarin og stelpan því sett í slipp á meðan „málin eru rædd“. „Umboðsaðili Lappset á Íslandi Jóhann Helgi & Co ehf er búinn að koma á sambandi milli SE, framleiðenda og rétthafa, fyrstu kynni afar góð og vilji til að leysa mál vel og farsællega,“ segir að lokum í færslunni. Skógrækt og landgræðsla Bókmenntir Finnland Akureyri Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Í færslu á Facebook-síðu Skógræktarinnar segir að þar til búið er að leysa málið verði Snorkstelpan einnig sett í slipp. Snorkstelpan sem hefur staðið í skóginum er samkvæmt færslunni sprottin úr listasmiðju barna og er afsprengi lestrarátaks Skógræktarfélagsins og fleiri aðila. Í vikunni var greint frá því að verið væri að reisa Múmínlund í Kjarnaskógi á Akureyri með öllu tilheyrandi. Mikill hugur væri í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú ætti að töfra fram ævintýraheiminn sem rammi inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um Múmínálfana. Eigendur vörumerkisins Múmínálfanna sögðu í kjölfarið að lundurinn væri brot á höfundarrétti. Forstjóri Moomin Characters að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Það væri ekki of seint að gera það núna. „Ævintýraskógurinn er frábær viðbót við ungbarnaleiksvæðið á Kjarnavelli sem er eitt af þremur leiksvæðum Kjarnaskógar sem byggð eru upp í farsælu samstarfi Skógræktarfélags Eyjafirðinga og Akureyrarbæjar,“ segir í færslunni og að kastalinn og önnur leiktæki sem eigi að setja upp séu úr vörulínu leiktækjaframleiðandans Lappset í Finnlandi (Moomin play). Leiktækin séu framleidd í samstarfi og með samþykki rétthafa og að uppsetning þeirra sé ekki frábrugðin uppsetningu annarra leiktækja á Íslandi. Snorkstelpan, ásamt öðrum nafngiftum innan skógarins, sé höfundarréttarvarin og stelpan því sett í slipp á meðan „málin eru rædd“. „Umboðsaðili Lappset á Íslandi Jóhann Helgi & Co ehf er búinn að koma á sambandi milli SE, framleiðenda og rétthafa, fyrstu kynni afar góð og vilji til að leysa mál vel og farsællega,“ segir að lokum í færslunni.
Skógrækt og landgræðsla Bókmenntir Finnland Akureyri Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
„Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27