Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar 28. júní 2025 08:31 Í nýlegri bókun meirihluta Reykjanesbæjar kemur þetta fram svart á hvítu: „Reykjanesbær sem sveitarfélag sem gætir að fjármunum skattgreiðenda sinna greiðir ekki dráttarvexti.“ Það má velta því fyrir sér á hvaða lagagrundvelli þessi yfirlýsing byggir. Ekki er vísað í neina lagaheimild eða undanþáguheimild. Þetta virðist einfaldlega lýsing á verklagi: við gerum þetta ekki – punktur. En má það? Samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu ber að greiða dráttarvexti þegar skuld er ekki greidd á gjalddaga og krafa hefur verið sett fram. Þessi skylda nær einnig til viðskipta milli fyrirtækja og opinberra aðila. Sveitarfélög eru ekki undanþegin. Það sem gerir þetta alvarlegra er að lítil fyrirtæki og sjálfstæðir verktakar sem vinna fyrir sveitarfélagið hafa ekki kost á sambærilegu “úrræði”. Þau geta ekki ákveðið einhliða að sleppa dráttavöxtum, seinka greiðslum eða víkja frá skyldum sínum gagnvart hinu opinbera. Ef fyrirtæki eða einyrki greiðir útsvar of seint, þá reiknast dagsektir og dráttarvextir sjálfkrafa – án miskunnar. Ef fyrirtæki skilar ekki virðisaukaskatti á réttum tíma, fylgja lagalegar afleiðingar. En þegar sveitarfélag greiðir of seint – þá „borgar það ekki vexti“. Það er erfitt að kalla slíkt annað en misræmi í leikreglum. Enn alvarlegra er þó að þeir sem verða fyrir þessu – t.d smærri verktakar, þjónustuaðilar og birgjar – treysta sér oft ekki til að mótmæla. Þeir lifa í þeirri óskráðu óvissu að það að krefjast vaxta, eða jafnvel einungis minna á eindaga, geti valdið því að þeir verði ekki teknir inn í næsta verkefni eða næstu verðkönnun. Þeir þegja – ekki vegna samkomulags, heldur af ótta við að missa tekjustoð sem þeir treysta á. Þetta bendir jafnframt til annars dýpri vanda: að lausafjárstýring sveitarfélagsins sé veik. Þegar reikningar dragast, þegar engar verklagsreglur tryggja jafnræði og þegar afsökunin er einfaldlega „þannig gerum við þetta“, þá er ekki um að ræða ábyrga fjármálastjórnun heldur kerfisbundinn ójöfnuð. Það á vissulega að vera metnaður sveitarfélagsins að greiða ekki dráttarvexti en sá metnaður á að birtast í skilvirku innkaupaferli, markvissri lausafjárstýringu og ábyrgri fjármálastjórn. Það er ekki metnaður að neita að greiða lögbundna vexti – heldur að forðast þá með því að greiða reikninga á réttum tíma. Ef opinberir aðilar hafa áður haft einhverja hefð um að sleppa vöxtum þá ætti sá tími að ljúka núna. Það sem á að gilda fyrir litla aðila, á líka að gilda fyrir stóra – og það á sérstaklega að gilda fyrir þá sem stjórna! Við stöndum því frammi fyrir eðlilegri spurningu sem sveitarfélagið verður að svara: Er sveitarfélag sem lýsir því yfir að það greiði ekki dráttarvexti að brjóta lög? Og ef það er ekki að brjóta lög – hvað getur sá sem á kröfu á sveitarfélagið treyst á í reynd? Höfundur er framkvæmdastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Rekstur hins opinbera Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í nýlegri bókun meirihluta Reykjanesbæjar kemur þetta fram svart á hvítu: „Reykjanesbær sem sveitarfélag sem gætir að fjármunum skattgreiðenda sinna greiðir ekki dráttarvexti.“ Það má velta því fyrir sér á hvaða lagagrundvelli þessi yfirlýsing byggir. Ekki er vísað í neina lagaheimild eða undanþáguheimild. Þetta virðist einfaldlega lýsing á verklagi: við gerum þetta ekki – punktur. En má það? Samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu ber að greiða dráttarvexti þegar skuld er ekki greidd á gjalddaga og krafa hefur verið sett fram. Þessi skylda nær einnig til viðskipta milli fyrirtækja og opinberra aðila. Sveitarfélög eru ekki undanþegin. Það sem gerir þetta alvarlegra er að lítil fyrirtæki og sjálfstæðir verktakar sem vinna fyrir sveitarfélagið hafa ekki kost á sambærilegu “úrræði”. Þau geta ekki ákveðið einhliða að sleppa dráttavöxtum, seinka greiðslum eða víkja frá skyldum sínum gagnvart hinu opinbera. Ef fyrirtæki eða einyrki greiðir útsvar of seint, þá reiknast dagsektir og dráttarvextir sjálfkrafa – án miskunnar. Ef fyrirtæki skilar ekki virðisaukaskatti á réttum tíma, fylgja lagalegar afleiðingar. En þegar sveitarfélag greiðir of seint – þá „borgar það ekki vexti“. Það er erfitt að kalla slíkt annað en misræmi í leikreglum. Enn alvarlegra er þó að þeir sem verða fyrir þessu – t.d smærri verktakar, þjónustuaðilar og birgjar – treysta sér oft ekki til að mótmæla. Þeir lifa í þeirri óskráðu óvissu að það að krefjast vaxta, eða jafnvel einungis minna á eindaga, geti valdið því að þeir verði ekki teknir inn í næsta verkefni eða næstu verðkönnun. Þeir þegja – ekki vegna samkomulags, heldur af ótta við að missa tekjustoð sem þeir treysta á. Þetta bendir jafnframt til annars dýpri vanda: að lausafjárstýring sveitarfélagsins sé veik. Þegar reikningar dragast, þegar engar verklagsreglur tryggja jafnræði og þegar afsökunin er einfaldlega „þannig gerum við þetta“, þá er ekki um að ræða ábyrga fjármálastjórnun heldur kerfisbundinn ójöfnuð. Það á vissulega að vera metnaður sveitarfélagsins að greiða ekki dráttarvexti en sá metnaður á að birtast í skilvirku innkaupaferli, markvissri lausafjárstýringu og ábyrgri fjármálastjórn. Það er ekki metnaður að neita að greiða lögbundna vexti – heldur að forðast þá með því að greiða reikninga á réttum tíma. Ef opinberir aðilar hafa áður haft einhverja hefð um að sleppa vöxtum þá ætti sá tími að ljúka núna. Það sem á að gilda fyrir litla aðila, á líka að gilda fyrir stóra – og það á sérstaklega að gilda fyrir þá sem stjórna! Við stöndum því frammi fyrir eðlilegri spurningu sem sveitarfélagið verður að svara: Er sveitarfélag sem lýsir því yfir að það greiði ekki dráttarvexti að brjóta lög? Og ef það er ekki að brjóta lög – hvað getur sá sem á kröfu á sveitarfélagið treyst á í reynd? Höfundur er framkvæmdastjóri
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun