Páll hafði betur gegn Aðalsteini í Landsrétti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2025 15:33 Landsréttur sneri við ómerkingardómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm/Egill Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari hefur verið sýknaður í ærumeiðingamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn honum. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis í dag, og sneri þar með við dómi héraðsdóms þar sem ummæli Páls um Aðalstein voru dæmd ómerk. Aðalsteinn stefndi Páli vegna ummæla sem Páll hafði uppi um hann á bloggsíðu sinni á vefsvæði Mbl.is á rúmlega árslöngu tímabili og krafðist miskabóta vegna þeirra. Ummælin snerust annars vegar um ásakanir á hendur Aðalsteini og fleiri blaðamönnum um að hafa byrlað Páli Steingrímssyni skipstjóra ólyfjan og stolið af honum gögnum sem síðan urðu umfjöllunarefni í Samherjamálinu svokallaða, sem rekja má til maímánaðar 2021. Hins vegar sneru þau að saksóknari gæfi út ákæru á hendur blaðamönnunum. Ummælin voru dæmd ómerk í héraði og gerði Páli að fjarlægja þau af bloggsíðu sinni og birta dóminn á síðuna að viðlögðum dagsektum. Í dómi Landsréttar eru ummælin sem koma til álita ögn færri en þau eru eftirfarandi. 1. 2. apríl 2022:: „…og Aðalsteinn Kjartansson á stundinni eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skiptstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans“. 2. 25. ágúst 2022: „Leikritið um að Aðalsteinn ynni á Stundinni, en ekki RÚV, var hluti af samráði um að byrla og stela til að ná í fréttir“. 3. 28. október 2022: „Aðalsteinn er þrautþjálfaður í blekkingum.“ „Aðalsteinn var sendur á Stundina til að taka við þýfinu og koma í umferð“. „Engin rannsóknarvinna fór fram, aðeins byrlun og stuldur“. 4. 15. febrúar 2023: „Fimm blaðamenn RÚV og Heimildarinnar, áður Stundin og Kjarninn, fá birta ákæru næstu tvær vikurnar vegna aðildar að byrlun, gagnastuldi, stafrænu kynferðisofbeldi og broti á friðhelgi tveggja starfsmanna Samherja, Páls Steingrímssonar og Örnu McClure. Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari lögreglunnar á Norðurlandi eystra staðfesti í viðtali við danska blaðamanninn Lasse Skytt að ákærur yrðu birtar fyrir lok mánaðar“. „Sjötti sakborningurinn er veika konan sem blaðamennirnir fengu til að byrla Páli, stela síma hans á meðan skipstjórinn var í öndunarvél og færa blaðamönnum sem biðu ránsfengsins á Efstaleiti…“. 5. 27. febrúar 2023: „Nýr vitnisburður, og gögn sem styðja þá frásögn, sýna fram á að blaðamennirnir hafi tekið þátt í að skipuleggja byrlunina, verið með í ráðum þegar í upphafi“. „Tölvupóstar sem staðfesta aðild blaðamanna að undirbúningi tilræðisins eru ekki lengur til. Þeim var eytt. „En það bráðlá á að Aðalsteinn færi yfir á Stundina til að vinna úr stolnu gögnum er kæmu á RÚV. Þá átti bara eftir að byrla skipstjóranum og stela síma hans þegar Aðalsteinn flutti blaðamennsku sína af RÚV yfir á Stundina“. 6. 21. mars 2023: „Það er einnig þekkt staðreynd að varaformaður BÍ, Aðalsteinn Kjartansson, var fluttur af RÚV á Stundina…“ „Rök standa til að blaðamenn hafi skipulagt byrlun gagngert til að komast yfir síma skipstjórans“. „Tímann notuðu þeir til að hylja slóðina, eyða gögnum“. 7. 22. mars 2023: „Blaðamennirnir voru vel meðvitaðir um að hafa framið alvarlegt lögbrot og kappkostuðu að eyða sönnunargögnum“. „Blaðamenn RSK-miðla nýttu sér yfirburða stöðu sína og virðast hafa haft öll ráð veiku konunnar í hendi sér“. 8. 14. apríl 2023: „RSK-miðlar nýttu sér skotleyfið áður en það var gefið út. Þeir misnotuðu andlega veika konu til að byrla og stela.“ Páll áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í apríl 2024, og krafðist sýknu á ómerkingu ummælanna hér að ofan. Aðalsteinn krafðist frávísunar málsins. Óhætt er að segja að hasar hafi verið í dómsal þegar málið var flutt í héraði í fyrra. „Þetta eru ærumeiðingar, Gunnar Ingi!“ hrópaði Páll Steingrímsson að Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni Aðalsteins í dómsal. Þá þurfti dómari að sussa á Pál svo málflutningur gæti haldið áfram. Blaðamaður var í héraðsdómi og gerði málsmeðferðinni skil. Sem fyrr segir rekur málið sig til fréttaflutnings Aðalsteins og fleiri blaðamanna um hina svokölluðu skæruliðadeild Samherja í maí 2021. Þar segir meðal annars að þrír nafngreindir einstaklingar gegni lykilhlutverki í þeirri áróðursvél sem stjórnendur Samherja hafi ræst eftir uppljóstranir um mútugreiðslur til namibískra stjórnmálamanna. Þann 1. apríl 2022 hlaut Aðalsteinn blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir fréttaflutninginn en daginn eftir birti Páll fyrstu ummælin sem ómerkingarkrafan snýr að. Í málsatvikum segir að ráða megi að verðlaunin hafi verið tilefni ummælanna, sem sett voru fram í alls átta bloggfærslum. Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar, og Arnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi blaðamaður sama miðils, stefndu Páli einnig fyrir meiðyrði, meðal annars fyrir umrædda færslu þann 2. apríl, og kröfðust ómerkingar á alls tvennum ummælum á síðunni. Páll var sýknaður af öllum kröfum þeirra í Landsrétti í fyrra. Í dómi Landsréttar kemur fram að ummæli Páls séu talin beinskeytt og óvægin, en þrátt fyrir það þyrfti að líta til þeirrar staðreyndar að Aðalsteinn hefði haft stöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á blaðamönnum vegna hinnar meintu byrlunar og hins meinta gagnastuldar. Lögreglurannsóknin var látin niður falla í fyrra. Dómurinn leit einnig til þess að Páll hefði verið þátttakandi í almennri umræðu um mikilvæg samfélagsleg málefni sem ættu erindi við almenning og hefði af þeim sökum notið rúms tjáningarfrelsis. Í leið þyrfti Aðalsteinn sem blaðamaður og opinber persóna að gera ráð fyrir að þurfa að þola hvassa og óvægna gagnrýni vegna skrifa sinna. Því hefði Páll mátt vera í góðri trú um að nægjanlegt tilefni hafi verið til ummæla hans. Þau hefðu ekki gengið svo langt að nauðsyn bæri til þess að ómerkja þau, í lýðræðislegu samfélagi þar sem tjáningarfrelsi sé í hávegum haft. Ummælin hefðu því rúmast innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu og var Páll því sýknaður af kröfum Aðalsteins. Málskostnaður var látinn niður falla. Dómsmál Byrlunar- og símastuldarmálið Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglan Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Páll skipstjóri krefur Ríkisútvarpið um milljónir króna Páll Steingrímsson skipstjóri hefur stefnt Ríkisútvarpinu ohf. til heimtu miskabóta vegna meintra brota starfsmanna Rúv á friðhelgi einkalífs hans. Hann krefst fjögurra milljóna króna. Rannsókn lögreglu vegna málsins var felld niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. 24. júní 2025 12:09 Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15 „Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Aðalsteinn stefndi Páli vegna ummæla sem Páll hafði uppi um hann á bloggsíðu sinni á vefsvæði Mbl.is á rúmlega árslöngu tímabili og krafðist miskabóta vegna þeirra. Ummælin snerust annars vegar um ásakanir á hendur Aðalsteini og fleiri blaðamönnum um að hafa byrlað Páli Steingrímssyni skipstjóra ólyfjan og stolið af honum gögnum sem síðan urðu umfjöllunarefni í Samherjamálinu svokallaða, sem rekja má til maímánaðar 2021. Hins vegar sneru þau að saksóknari gæfi út ákæru á hendur blaðamönnunum. Ummælin voru dæmd ómerk í héraði og gerði Páli að fjarlægja þau af bloggsíðu sinni og birta dóminn á síðuna að viðlögðum dagsektum. Í dómi Landsréttar eru ummælin sem koma til álita ögn færri en þau eru eftirfarandi. 1. 2. apríl 2022:: „…og Aðalsteinn Kjartansson á stundinni eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skiptstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans“. 2. 25. ágúst 2022: „Leikritið um að Aðalsteinn ynni á Stundinni, en ekki RÚV, var hluti af samráði um að byrla og stela til að ná í fréttir“. 3. 28. október 2022: „Aðalsteinn er þrautþjálfaður í blekkingum.“ „Aðalsteinn var sendur á Stundina til að taka við þýfinu og koma í umferð“. „Engin rannsóknarvinna fór fram, aðeins byrlun og stuldur“. 4. 15. febrúar 2023: „Fimm blaðamenn RÚV og Heimildarinnar, áður Stundin og Kjarninn, fá birta ákæru næstu tvær vikurnar vegna aðildar að byrlun, gagnastuldi, stafrænu kynferðisofbeldi og broti á friðhelgi tveggja starfsmanna Samherja, Páls Steingrímssonar og Örnu McClure. Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari lögreglunnar á Norðurlandi eystra staðfesti í viðtali við danska blaðamanninn Lasse Skytt að ákærur yrðu birtar fyrir lok mánaðar“. „Sjötti sakborningurinn er veika konan sem blaðamennirnir fengu til að byrla Páli, stela síma hans á meðan skipstjórinn var í öndunarvél og færa blaðamönnum sem biðu ránsfengsins á Efstaleiti…“. 5. 27. febrúar 2023: „Nýr vitnisburður, og gögn sem styðja þá frásögn, sýna fram á að blaðamennirnir hafi tekið þátt í að skipuleggja byrlunina, verið með í ráðum þegar í upphafi“. „Tölvupóstar sem staðfesta aðild blaðamanna að undirbúningi tilræðisins eru ekki lengur til. Þeim var eytt. „En það bráðlá á að Aðalsteinn færi yfir á Stundina til að vinna úr stolnu gögnum er kæmu á RÚV. Þá átti bara eftir að byrla skipstjóranum og stela síma hans þegar Aðalsteinn flutti blaðamennsku sína af RÚV yfir á Stundina“. 6. 21. mars 2023: „Það er einnig þekkt staðreynd að varaformaður BÍ, Aðalsteinn Kjartansson, var fluttur af RÚV á Stundina…“ „Rök standa til að blaðamenn hafi skipulagt byrlun gagngert til að komast yfir síma skipstjórans“. „Tímann notuðu þeir til að hylja slóðina, eyða gögnum“. 7. 22. mars 2023: „Blaðamennirnir voru vel meðvitaðir um að hafa framið alvarlegt lögbrot og kappkostuðu að eyða sönnunargögnum“. „Blaðamenn RSK-miðla nýttu sér yfirburða stöðu sína og virðast hafa haft öll ráð veiku konunnar í hendi sér“. 8. 14. apríl 2023: „RSK-miðlar nýttu sér skotleyfið áður en það var gefið út. Þeir misnotuðu andlega veika konu til að byrla og stela.“ Páll áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í apríl 2024, og krafðist sýknu á ómerkingu ummælanna hér að ofan. Aðalsteinn krafðist frávísunar málsins. Óhætt er að segja að hasar hafi verið í dómsal þegar málið var flutt í héraði í fyrra. „Þetta eru ærumeiðingar, Gunnar Ingi!“ hrópaði Páll Steingrímsson að Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni Aðalsteins í dómsal. Þá þurfti dómari að sussa á Pál svo málflutningur gæti haldið áfram. Blaðamaður var í héraðsdómi og gerði málsmeðferðinni skil. Sem fyrr segir rekur málið sig til fréttaflutnings Aðalsteins og fleiri blaðamanna um hina svokölluðu skæruliðadeild Samherja í maí 2021. Þar segir meðal annars að þrír nafngreindir einstaklingar gegni lykilhlutverki í þeirri áróðursvél sem stjórnendur Samherja hafi ræst eftir uppljóstranir um mútugreiðslur til namibískra stjórnmálamanna. Þann 1. apríl 2022 hlaut Aðalsteinn blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir fréttaflutninginn en daginn eftir birti Páll fyrstu ummælin sem ómerkingarkrafan snýr að. Í málsatvikum segir að ráða megi að verðlaunin hafi verið tilefni ummælanna, sem sett voru fram í alls átta bloggfærslum. Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar, og Arnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi blaðamaður sama miðils, stefndu Páli einnig fyrir meiðyrði, meðal annars fyrir umrædda færslu þann 2. apríl, og kröfðust ómerkingar á alls tvennum ummælum á síðunni. Páll var sýknaður af öllum kröfum þeirra í Landsrétti í fyrra. Í dómi Landsréttar kemur fram að ummæli Páls séu talin beinskeytt og óvægin, en þrátt fyrir það þyrfti að líta til þeirrar staðreyndar að Aðalsteinn hefði haft stöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á blaðamönnum vegna hinnar meintu byrlunar og hins meinta gagnastuldar. Lögreglurannsóknin var látin niður falla í fyrra. Dómurinn leit einnig til þess að Páll hefði verið þátttakandi í almennri umræðu um mikilvæg samfélagsleg málefni sem ættu erindi við almenning og hefði af þeim sökum notið rúms tjáningarfrelsis. Í leið þyrfti Aðalsteinn sem blaðamaður og opinber persóna að gera ráð fyrir að þurfa að þola hvassa og óvægna gagnrýni vegna skrifa sinna. Því hefði Páll mátt vera í góðri trú um að nægjanlegt tilefni hafi verið til ummæla hans. Þau hefðu ekki gengið svo langt að nauðsyn bæri til þess að ómerkja þau, í lýðræðislegu samfélagi þar sem tjáningarfrelsi sé í hávegum haft. Ummælin hefðu því rúmast innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu og var Páll því sýknaður af kröfum Aðalsteins. Málskostnaður var látinn niður falla.
1. 2. apríl 2022:: „…og Aðalsteinn Kjartansson á stundinni eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skiptstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans“. 2. 25. ágúst 2022: „Leikritið um að Aðalsteinn ynni á Stundinni, en ekki RÚV, var hluti af samráði um að byrla og stela til að ná í fréttir“. 3. 28. október 2022: „Aðalsteinn er þrautþjálfaður í blekkingum.“ „Aðalsteinn var sendur á Stundina til að taka við þýfinu og koma í umferð“. „Engin rannsóknarvinna fór fram, aðeins byrlun og stuldur“. 4. 15. febrúar 2023: „Fimm blaðamenn RÚV og Heimildarinnar, áður Stundin og Kjarninn, fá birta ákæru næstu tvær vikurnar vegna aðildar að byrlun, gagnastuldi, stafrænu kynferðisofbeldi og broti á friðhelgi tveggja starfsmanna Samherja, Páls Steingrímssonar og Örnu McClure. Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari lögreglunnar á Norðurlandi eystra staðfesti í viðtali við danska blaðamanninn Lasse Skytt að ákærur yrðu birtar fyrir lok mánaðar“. „Sjötti sakborningurinn er veika konan sem blaðamennirnir fengu til að byrla Páli, stela síma hans á meðan skipstjórinn var í öndunarvél og færa blaðamönnum sem biðu ránsfengsins á Efstaleiti…“. 5. 27. febrúar 2023: „Nýr vitnisburður, og gögn sem styðja þá frásögn, sýna fram á að blaðamennirnir hafi tekið þátt í að skipuleggja byrlunina, verið með í ráðum þegar í upphafi“. „Tölvupóstar sem staðfesta aðild blaðamanna að undirbúningi tilræðisins eru ekki lengur til. Þeim var eytt. „En það bráðlá á að Aðalsteinn færi yfir á Stundina til að vinna úr stolnu gögnum er kæmu á RÚV. Þá átti bara eftir að byrla skipstjóranum og stela síma hans þegar Aðalsteinn flutti blaðamennsku sína af RÚV yfir á Stundina“. 6. 21. mars 2023: „Það er einnig þekkt staðreynd að varaformaður BÍ, Aðalsteinn Kjartansson, var fluttur af RÚV á Stundina…“ „Rök standa til að blaðamenn hafi skipulagt byrlun gagngert til að komast yfir síma skipstjórans“. „Tímann notuðu þeir til að hylja slóðina, eyða gögnum“. 7. 22. mars 2023: „Blaðamennirnir voru vel meðvitaðir um að hafa framið alvarlegt lögbrot og kappkostuðu að eyða sönnunargögnum“. „Blaðamenn RSK-miðla nýttu sér yfirburða stöðu sína og virðast hafa haft öll ráð veiku konunnar í hendi sér“. 8. 14. apríl 2023: „RSK-miðlar nýttu sér skotleyfið áður en það var gefið út. Þeir misnotuðu andlega veika konu til að byrla og stela.“
Dómsmál Byrlunar- og símastuldarmálið Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglan Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Páll skipstjóri krefur Ríkisútvarpið um milljónir króna Páll Steingrímsson skipstjóri hefur stefnt Ríkisútvarpinu ohf. til heimtu miskabóta vegna meintra brota starfsmanna Rúv á friðhelgi einkalífs hans. Hann krefst fjögurra milljóna króna. Rannsókn lögreglu vegna málsins var felld niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. 24. júní 2025 12:09 Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15 „Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Páll skipstjóri krefur Ríkisútvarpið um milljónir króna Páll Steingrímsson skipstjóri hefur stefnt Ríkisútvarpinu ohf. til heimtu miskabóta vegna meintra brota starfsmanna Rúv á friðhelgi einkalífs hans. Hann krefst fjögurra milljóna króna. Rannsókn lögreglu vegna málsins var felld niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. 24. júní 2025 12:09
Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15
„Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02