Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2025 06:30 Stefán Teitur Þórðarson, hér til hægri, er á myndum á miðlum Preston North End þar sem nýju styrktaraðilarnir eru kynntir til leiks. @pnefcofficial Íslendingaliðið Preston North End bryddar upp á nýjungum á næsta tímabili og auglýsir TikTok stjörnur framan á búningum sínum. Ekki eru allir stuðningsmenn félagsins sáttir en samningurinn er þó við mikla stuðningsmenn liðsins. Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson spilar með Preston liðinu en liðið mætir meðal annars Englandsmeisturum Liverpool á komandi undirbúningstímabili. Preston hefur nú opinberað nýjan samstarfsaðila og hvað fyrirtæki mun auglýsa framan á búningum liðsins á 2025-26 leiktíðinni. Þetta er þó ekki alveg venjulegt fyrirtæki sem er þar á ferðinni heldur verða Tik Tok stjörnur með auglýsingu framan á búningum liðsins. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Preston verður nefnilega með SpudBros auglýsingu á brjóstkassanum í ensku b-deildinni. SpudBros er samstarfsverkefni tveggja bræðra sem hafa slegið í gegn á kínverska samfélagsmiðlinum Tik Tok enda með yfir fjórar milljónir af fylgjendum. Bræðurnir Jacob og Harley Nelson eru frá Preston og mikli stuðningsmenn enska fótboltafélagsins. „Okkur hefur dreymt um þetta alla tíð. Frá því að við hlupum um völlinn sem lukkudýr í það að sjá okkar merki framan á búningum liðsins. Þetta er meira en sérstakt,“ sagði Jacob við Daily Mail. Í stuttum myndböndum sínum á SpudBros þá láta þeir gesti sína smakka á vel krydduðum kartöflum sínum. Vinsældir þeirra eru það miklar að þeir hafa byrjað með matsölustað í London. Það eru ekki allir stuðningsmenn Preston sáttir með nýju auglýsingarnar en þeir get huggað sig við að þarna er draumur kollega þeirra að rætast. View this post on Instagram A post shared by Preston North End FC (@pnefcofficial) Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson spilar með Preston liðinu en liðið mætir meðal annars Englandsmeisturum Liverpool á komandi undirbúningstímabili. Preston hefur nú opinberað nýjan samstarfsaðila og hvað fyrirtæki mun auglýsa framan á búningum liðsins á 2025-26 leiktíðinni. Þetta er þó ekki alveg venjulegt fyrirtæki sem er þar á ferðinni heldur verða Tik Tok stjörnur með auglýsingu framan á búningum liðsins. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Preston verður nefnilega með SpudBros auglýsingu á brjóstkassanum í ensku b-deildinni. SpudBros er samstarfsverkefni tveggja bræðra sem hafa slegið í gegn á kínverska samfélagsmiðlinum Tik Tok enda með yfir fjórar milljónir af fylgjendum. Bræðurnir Jacob og Harley Nelson eru frá Preston og mikli stuðningsmenn enska fótboltafélagsins. „Okkur hefur dreymt um þetta alla tíð. Frá því að við hlupum um völlinn sem lukkudýr í það að sjá okkar merki framan á búningum liðsins. Þetta er meira en sérstakt,“ sagði Jacob við Daily Mail. Í stuttum myndböndum sínum á SpudBros þá láta þeir gesti sína smakka á vel krydduðum kartöflum sínum. Vinsældir þeirra eru það miklar að þeir hafa byrjað með matsölustað í London. Það eru ekki allir stuðningsmenn Preston sáttir með nýju auglýsingarnar en þeir get huggað sig við að þarna er draumur kollega þeirra að rætast. View this post on Instagram A post shared by Preston North End FC (@pnefcofficial)
Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira