Áhugamannaliðið gerði jafntefli og græddi milljón dollara Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júní 2025 07:49 Leikmenn Auckland fögnuðu vel í leikslok eftir að hafa náð óvæntu jafntefli. Patrick Smith - FIFA/FIFA via Getty Images Áhugamannaliðið Auckland City frá Nýja-Sjálandi tókst að halda út og gera 1-1 jafntefli gegn Boca Juniors á heimsmeistaramóti félagsliða. Nýsjálenska liðið fer því heim af mótinu milljón dollurum ríkara en það hefði ella. Fáir bjuggust við miklu frá Auckland í leik gærkvöldsins eftir að liðið tapaði með samanlagt sextán mörkum gegn Benfica og Bayern í fyrstu tveimur leikjunum. Christian Gray, sem er kennari í hlutastarfi, skoraði hins vegar eina mark liðsins í upphafi seinni hálfleiks, eftir að liðið hafði varist vel í fyrri hálfleik. Auckland hélt markinu hreinu í tæpan hálftíma til viðbótar en fékk svo á sig óheppilegt jöfnunarmark þegar skalli frá sóknarmanni small í stönginni, fór í markmanninn og inn. Fljótlega eftir jöfnunarmarkið var leiknum frestað um fjörutíu mínútur vegna veðurs. Eftir að hann hófst að nýju var Boca mun betri aðilinn en tókst ekki að setja sigurmarkið. AUCKLAND CITY FC GET A POINT AGAINST BOCA JUNIORS! 🔥Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #AKLBOC pic.twitter.com/tPGUqY0CCc— DAZN Football (@DAZNFootball) June 24, 2025 Auckland endar mótið því með eitt stig í neðsta sæti C-riðilsins, en stigið færir félaginu eina milljón dollara í verðlaunafé. Alls fær Auckland því rúma fjóra og hálfa milljón dollara fyrir sína þátttöku í mótinu, sem er töluvert meira fé en félagið hefur nokkurn tímann fengið áður úr einu móti. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Sjá meira
Fáir bjuggust við miklu frá Auckland í leik gærkvöldsins eftir að liðið tapaði með samanlagt sextán mörkum gegn Benfica og Bayern í fyrstu tveimur leikjunum. Christian Gray, sem er kennari í hlutastarfi, skoraði hins vegar eina mark liðsins í upphafi seinni hálfleiks, eftir að liðið hafði varist vel í fyrri hálfleik. Auckland hélt markinu hreinu í tæpan hálftíma til viðbótar en fékk svo á sig óheppilegt jöfnunarmark þegar skalli frá sóknarmanni small í stönginni, fór í markmanninn og inn. Fljótlega eftir jöfnunarmarkið var leiknum frestað um fjörutíu mínútur vegna veðurs. Eftir að hann hófst að nýju var Boca mun betri aðilinn en tókst ekki að setja sigurmarkið. AUCKLAND CITY FC GET A POINT AGAINST BOCA JUNIORS! 🔥Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #AKLBOC pic.twitter.com/tPGUqY0CCc— DAZN Football (@DAZNFootball) June 24, 2025 Auckland endar mótið því með eitt stig í neðsta sæti C-riðilsins, en stigið færir félaginu eina milljón dollara í verðlaunafé. Alls fær Auckland því rúma fjóra og hálfa milljón dollara fyrir sína þátttöku í mótinu, sem er töluvert meira fé en félagið hefur nokkurn tímann fengið áður úr einu móti.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Sjá meira