Fiorentina staðfesti það á miðlum sínum í kvöld að félagið hafi nýtt sér forkaupsrétt á Alberti frá Genoa.
Albert var hjá Fiorentina á síðasta tímabili á láni frá Genoa. Hann er 28 ára og var með samning við Genoa til ársins 2027.
Félögin hafa rætt kaupin síðustu daga og nú er komin formleg niðurstaða í málið.
Albert spilaði 33 leiki með Fiorentina á síðustu leiktíð og var með átta mörk og þrjár stoðsendingar þar af sex mörk og tvær stoðsendingar í Seríu A.
Albert hefur alls skorað 21 mark og gefið sex stoðsendingar í Seríu A.
Hann lék með Genoa frá 2022 til 2024 en var þá á undan hjá AZ Alkmaar í Hollandi.