25 metrar í Fannborg Hákon Gunnarsson skrifar 24. júní 2025 13:02 Takmörkuð gæði Landrými eru takmörkuð gæði. Lykilatriði í stjórnun sveitarfélaga er að ráðstöfun og úthlutun á landi sé stýrt þannig að íbúar njóti þess fjárhagslega – en ekki síst að skapa aðlaðandi og eftirsóknarvert samfélag. Kópavogsbær seldi 3 lykileignir á besta stað í Miðbæ Kópavogs 10 maí 2018, eða fyrir rúmum 7 árum síðan. Allar tillögur minnihlutans um samkeppni um skipulag á nýjum mannvænum miðbæ voru slegnar út af borðinu. Það fylgir sögunni að bæjarfélagið tók nýseldar eignir að leigu og þegar upp var staðið hafði greidd leiga bæjarfélagsins til nýrra eigenda greitt söluverðið til baka að stórum hluta. Hver er staðan eftir 7 ár? Hún er sú að fyrir liggur deiliskipulag sem reynist vera þannig að það stenst engar faglegar kröfur og fellur ekki einu sinni að byggingareglugerð. Á öllum Norðurlöndunum gilda skýrar reglur um bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Þau skulu aldrei vera fjær en 25 metra frá inngangi íbúðar. Þannig var þetta líka á Íslandi. Fyrir einhver ótrúleg mistök þá féll þetta ákvæði út úr íslenskri byggingareglugerð fyrir 9 árum síðan. Nú nýlega breytti Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, byggingarreglugerð og setti inn nýtt ákvæði, eða endurvakti ákvæði sem var, um að bílastæði fyrir hreyfihamlaða skuli vera sem næst aðalinngangi bygginga og aldrei fjær en 25 metrar, líkt og hjá öðrum siðuðum þjóðum. Inga á mikið hrós skilið fyrir að leiðrétta þetta. Það má öllum vera ljóst hvílíkt hagsmunamál það er fyrir hreyfihamlaða að eiga víst bílastæði nálægt innganginum að íbúðinni sinni og eiginlega ótrúlegt að þetta ákvæði hafi ekki verið inni um 9 ára skeið. Þetta ákvæði setur fyrirhugaðar framkvæmdir á Fannborgarreitnum í miðbæ Kópavogs í uppnám. Það verður örugglega flókið, og að öllum líkindum ómögulegt, fyrir byggingaraðilana að fara að þessum reglum. Note bene, þetta eru reglur, ekki tilmæli og reglum ber að fara eftir. Ef allt væri eðlilegt ætti Kópavogsbær og eigendur byggingaréttarins að endurmeta byggingaráformin og aðlaga þau að þeim reglum sem gilda og tryggja að íbúarnir hafi aðgengi að íbúðum sínum. Því miður er ástæða til að óttast að Kópavogsbær ákveði að fara ekki eftir reglum, það hefur gerst áður. Af biturri reynslu leyfi ég mér ekki að vera bjartsýnn á farsæla lausn í þessu máli fyrir íbúana – enda virðist hún ekki vera fyrir hendi miðað við 25 metra regluna. En ég lifi þó í voninni að lóðarrétthafi og meirihlutinn í Kópavogi sjái að sér og taki upp eðlilegt samtal við íbúana og leiti lausna sem standast kröfur um aðgengi og mannbætandi umhverfi. Samfylkingin í Kópavogi og Vinir Kópavogs hafa staðið í fararbroddi í þessari réllætisbaráttu og munu standa með íbúum Fannborgar í þessu máli í framtíðinni sem hingað til. Reyndar er þetta hagsmunamál allra Kópavogsbúa en ekki eingöngu íbúa í Fannborg. Höfundur er innfæddur Kópavogsbúi og er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bænum. Hann á sæti í umhverfis- og skipulagsráði og býr í Fannborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Takmörkuð gæði Landrými eru takmörkuð gæði. Lykilatriði í stjórnun sveitarfélaga er að ráðstöfun og úthlutun á landi sé stýrt þannig að íbúar njóti þess fjárhagslega – en ekki síst að skapa aðlaðandi og eftirsóknarvert samfélag. Kópavogsbær seldi 3 lykileignir á besta stað í Miðbæ Kópavogs 10 maí 2018, eða fyrir rúmum 7 árum síðan. Allar tillögur minnihlutans um samkeppni um skipulag á nýjum mannvænum miðbæ voru slegnar út af borðinu. Það fylgir sögunni að bæjarfélagið tók nýseldar eignir að leigu og þegar upp var staðið hafði greidd leiga bæjarfélagsins til nýrra eigenda greitt söluverðið til baka að stórum hluta. Hver er staðan eftir 7 ár? Hún er sú að fyrir liggur deiliskipulag sem reynist vera þannig að það stenst engar faglegar kröfur og fellur ekki einu sinni að byggingareglugerð. Á öllum Norðurlöndunum gilda skýrar reglur um bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Þau skulu aldrei vera fjær en 25 metra frá inngangi íbúðar. Þannig var þetta líka á Íslandi. Fyrir einhver ótrúleg mistök þá féll þetta ákvæði út úr íslenskri byggingareglugerð fyrir 9 árum síðan. Nú nýlega breytti Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, byggingarreglugerð og setti inn nýtt ákvæði, eða endurvakti ákvæði sem var, um að bílastæði fyrir hreyfihamlaða skuli vera sem næst aðalinngangi bygginga og aldrei fjær en 25 metrar, líkt og hjá öðrum siðuðum þjóðum. Inga á mikið hrós skilið fyrir að leiðrétta þetta. Það má öllum vera ljóst hvílíkt hagsmunamál það er fyrir hreyfihamlaða að eiga víst bílastæði nálægt innganginum að íbúðinni sinni og eiginlega ótrúlegt að þetta ákvæði hafi ekki verið inni um 9 ára skeið. Þetta ákvæði setur fyrirhugaðar framkvæmdir á Fannborgarreitnum í miðbæ Kópavogs í uppnám. Það verður örugglega flókið, og að öllum líkindum ómögulegt, fyrir byggingaraðilana að fara að þessum reglum. Note bene, þetta eru reglur, ekki tilmæli og reglum ber að fara eftir. Ef allt væri eðlilegt ætti Kópavogsbær og eigendur byggingaréttarins að endurmeta byggingaráformin og aðlaga þau að þeim reglum sem gilda og tryggja að íbúarnir hafi aðgengi að íbúðum sínum. Því miður er ástæða til að óttast að Kópavogsbær ákveði að fara ekki eftir reglum, það hefur gerst áður. Af biturri reynslu leyfi ég mér ekki að vera bjartsýnn á farsæla lausn í þessu máli fyrir íbúana – enda virðist hún ekki vera fyrir hendi miðað við 25 metra regluna. En ég lifi þó í voninni að lóðarrétthafi og meirihlutinn í Kópavogi sjái að sér og taki upp eðlilegt samtal við íbúana og leiti lausna sem standast kröfur um aðgengi og mannbætandi umhverfi. Samfylkingin í Kópavogi og Vinir Kópavogs hafa staðið í fararbroddi í þessari réllætisbaráttu og munu standa með íbúum Fannborgar í þessu máli í framtíðinni sem hingað til. Reyndar er þetta hagsmunamál allra Kópavogsbúa en ekki eingöngu íbúa í Fannborg. Höfundur er innfæddur Kópavogsbúi og er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bænum. Hann á sæti í umhverfis- og skipulagsráði og býr í Fannborg.
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar