Byrjað að smella af með stærstu myndavél í heimi Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2025 14:01 Trifid-stjörnuþokan (efri til hægri) og Lónsþokan í stjörnumerkinu bogmanninum í um níu þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni á mynd Veru C.Rubin-athuganastöðvarinnar. NSF-DOE Vera C. Rubin Observatory Fyrstu myndirnir af næturhimninum frá Veru C. Rubin-athuganastöðinni sem hýsir stærstu stafrænu myndavél heims voru birtar í dag. Athuganastöðin ver næstu tíu árum í að taka myndskeið af alheiminum sem eiga að hjálpa vísindamönnum að skilja betur eðli alheimsins og finna smástirni sem gætu ógnað jörðinni. Vera B. Rubin-athugastöðin á fjallstindi í Síle er sögð stórt stökk fram á við í sjónaukum á jörðu niðri. Hún hýsir Simonyi-spegilsjónaukann sem er 8,4 metrar að þvermáli og búinn stærstu stafrænu myndavél jarðar. Sjónaukinn á að taka víðmyndir af næturhiminum yfir suðurhveli jarðar næsta áratuginn. Úr þessum víðmyndum verða búin til myndskeið í ofurháskerpu sem gera stjarnfræðingum kleift að fylgjast með breytingum á næturhimninum í smáatriðum. Með þeim ætti að vera hægt að koma fljótt auga á smástirni í sólkerfinu sem gætu ógnað jörðinni og kortleggja Vetrarbrautina. LSST-myndavélin í Veru C. Rubin-athuganastöðinni í Síle er stærsta starfræna myndavél á jörðinni.RubinObs/NSF/DOE/NOIRLab/SLAC/AURA/Hernan Stockebrand Vísindaathuganir athuganastöðvarinnar eru ekki formlega hafnar ennþá en aðstandendur hennar birtu í dag myndir sem voru teknar við tíu klukkustunda langar tilraunaathuganir. Þær gefa nasaþefin af getu sjónaukans og sýna meðal annars tvær stjörnuþokur sem unga út nýjum stjörnum í um níu þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Kennd við brautryðjanda í rannsóknum á hulduefni Upplausn sjónaukans er 3.200 megapixlar sem er 67 sinnum meira en bestu snjallsímamyndavélarnar sem völ er á. Hún nægir til þess að greina golfkúlu á tunglinu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Athuganastöðin hefur fjögur meginverkefni: að fylgjast með fyrirbærum og breytingum á næturhimninum, rannsaka myndun Vetrarbrautarinnar, kortleggja sólkerfið okkar og varpa frekara ljósi á hulduefni og hvernig alheimurinn varð til. Til þess að rannsaka eðli hulduefnis á athuganastöðin að kortleggja fleiri en tíu milljarða vetrarbrauta yfir suðurhveli jarðar. Athuganastöðin er kennd við Veru C. Rubin, bandarískan stjarneðlisfræðing sem lést árið 2016. Rubin var brautryðjandi sem lagði fram gögn sem studdu tilvist hulduefnis. Ekki er hægt að skýra þróun alheimsins án þess að hulduefni og orka, sem ekki hefur verið hægt að mæla með beinum hætti, hafi áhrif á hann. Síle Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Vera B. Rubin-athugastöðin á fjallstindi í Síle er sögð stórt stökk fram á við í sjónaukum á jörðu niðri. Hún hýsir Simonyi-spegilsjónaukann sem er 8,4 metrar að þvermáli og búinn stærstu stafrænu myndavél jarðar. Sjónaukinn á að taka víðmyndir af næturhiminum yfir suðurhveli jarðar næsta áratuginn. Úr þessum víðmyndum verða búin til myndskeið í ofurháskerpu sem gera stjarnfræðingum kleift að fylgjast með breytingum á næturhimninum í smáatriðum. Með þeim ætti að vera hægt að koma fljótt auga á smástirni í sólkerfinu sem gætu ógnað jörðinni og kortleggja Vetrarbrautina. LSST-myndavélin í Veru C. Rubin-athuganastöðinni í Síle er stærsta starfræna myndavél á jörðinni.RubinObs/NSF/DOE/NOIRLab/SLAC/AURA/Hernan Stockebrand Vísindaathuganir athuganastöðvarinnar eru ekki formlega hafnar ennþá en aðstandendur hennar birtu í dag myndir sem voru teknar við tíu klukkustunda langar tilraunaathuganir. Þær gefa nasaþefin af getu sjónaukans og sýna meðal annars tvær stjörnuþokur sem unga út nýjum stjörnum í um níu þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Kennd við brautryðjanda í rannsóknum á hulduefni Upplausn sjónaukans er 3.200 megapixlar sem er 67 sinnum meira en bestu snjallsímamyndavélarnar sem völ er á. Hún nægir til þess að greina golfkúlu á tunglinu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Athuganastöðin hefur fjögur meginverkefni: að fylgjast með fyrirbærum og breytingum á næturhimninum, rannsaka myndun Vetrarbrautarinnar, kortleggja sólkerfið okkar og varpa frekara ljósi á hulduefni og hvernig alheimurinn varð til. Til þess að rannsaka eðli hulduefnis á athuganastöðin að kortleggja fleiri en tíu milljarða vetrarbrauta yfir suðurhveli jarðar. Athuganastöðin er kennd við Veru C. Rubin, bandarískan stjarneðlisfræðing sem lést árið 2016. Rubin var brautryðjandi sem lagði fram gögn sem studdu tilvist hulduefnis. Ekki er hægt að skýra þróun alheimsins án þess að hulduefni og orka, sem ekki hefur verið hægt að mæla með beinum hætti, hafi áhrif á hann.
Síle Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira