Byrjað að smella af með stærstu myndavél í heimi Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2025 14:01 Trifid-stjörnuþokan (efri til hægri) og Lónsþokan í stjörnumerkinu bogmanninum í um níu þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni á mynd Veru C.Rubin-athuganastöðvarinnar. NSF-DOE Vera C. Rubin Observatory Fyrstu myndirnir af næturhimninum frá Veru C. Rubin-athuganastöðinni sem hýsir stærstu stafrænu myndavél heims voru birtar í dag. Athuganastöðin ver næstu tíu árum í að taka myndskeið af alheiminum sem eiga að hjálpa vísindamönnum að skilja betur eðli alheimsins og finna smástirni sem gætu ógnað jörðinni. Vera B. Rubin-athugastöðin á fjallstindi í Síle er sögð stórt stökk fram á við í sjónaukum á jörðu niðri. Hún hýsir Simonyi-spegilsjónaukann sem er 8,4 metrar að þvermáli og búinn stærstu stafrænu myndavél jarðar. Sjónaukinn á að taka víðmyndir af næturhiminum yfir suðurhveli jarðar næsta áratuginn. Úr þessum víðmyndum verða búin til myndskeið í ofurháskerpu sem gera stjarnfræðingum kleift að fylgjast með breytingum á næturhimninum í smáatriðum. Með þeim ætti að vera hægt að koma fljótt auga á smástirni í sólkerfinu sem gætu ógnað jörðinni og kortleggja Vetrarbrautina. LSST-myndavélin í Veru C. Rubin-athuganastöðinni í Síle er stærsta starfræna myndavél á jörðinni.RubinObs/NSF/DOE/NOIRLab/SLAC/AURA/Hernan Stockebrand Vísindaathuganir athuganastöðvarinnar eru ekki formlega hafnar ennþá en aðstandendur hennar birtu í dag myndir sem voru teknar við tíu klukkustunda langar tilraunaathuganir. Þær gefa nasaþefin af getu sjónaukans og sýna meðal annars tvær stjörnuþokur sem unga út nýjum stjörnum í um níu þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Kennd við brautryðjanda í rannsóknum á hulduefni Upplausn sjónaukans er 3.200 megapixlar sem er 67 sinnum meira en bestu snjallsímamyndavélarnar sem völ er á. Hún nægir til þess að greina golfkúlu á tunglinu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Athuganastöðin hefur fjögur meginverkefni: að fylgjast með fyrirbærum og breytingum á næturhimninum, rannsaka myndun Vetrarbrautarinnar, kortleggja sólkerfið okkar og varpa frekara ljósi á hulduefni og hvernig alheimurinn varð til. Til þess að rannsaka eðli hulduefnis á athuganastöðin að kortleggja fleiri en tíu milljarða vetrarbrauta yfir suðurhveli jarðar. Athuganastöðin er kennd við Veru C. Rubin, bandarískan stjarneðlisfræðing sem lést árið 2016. Rubin var brautryðjandi sem lagði fram gögn sem studdu tilvist hulduefnis. Ekki er hægt að skýra þróun alheimsins án þess að hulduefni og orka, sem ekki hefur verið hægt að mæla með beinum hætti, hafi áhrif á hann. Síle Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Vera B. Rubin-athugastöðin á fjallstindi í Síle er sögð stórt stökk fram á við í sjónaukum á jörðu niðri. Hún hýsir Simonyi-spegilsjónaukann sem er 8,4 metrar að þvermáli og búinn stærstu stafrænu myndavél jarðar. Sjónaukinn á að taka víðmyndir af næturhiminum yfir suðurhveli jarðar næsta áratuginn. Úr þessum víðmyndum verða búin til myndskeið í ofurháskerpu sem gera stjarnfræðingum kleift að fylgjast með breytingum á næturhimninum í smáatriðum. Með þeim ætti að vera hægt að koma fljótt auga á smástirni í sólkerfinu sem gætu ógnað jörðinni og kortleggja Vetrarbrautina. LSST-myndavélin í Veru C. Rubin-athuganastöðinni í Síle er stærsta starfræna myndavél á jörðinni.RubinObs/NSF/DOE/NOIRLab/SLAC/AURA/Hernan Stockebrand Vísindaathuganir athuganastöðvarinnar eru ekki formlega hafnar ennþá en aðstandendur hennar birtu í dag myndir sem voru teknar við tíu klukkustunda langar tilraunaathuganir. Þær gefa nasaþefin af getu sjónaukans og sýna meðal annars tvær stjörnuþokur sem unga út nýjum stjörnum í um níu þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Kennd við brautryðjanda í rannsóknum á hulduefni Upplausn sjónaukans er 3.200 megapixlar sem er 67 sinnum meira en bestu snjallsímamyndavélarnar sem völ er á. Hún nægir til þess að greina golfkúlu á tunglinu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Athuganastöðin hefur fjögur meginverkefni: að fylgjast með fyrirbærum og breytingum á næturhimninum, rannsaka myndun Vetrarbrautarinnar, kortleggja sólkerfið okkar og varpa frekara ljósi á hulduefni og hvernig alheimurinn varð til. Til þess að rannsaka eðli hulduefnis á athuganastöðin að kortleggja fleiri en tíu milljarða vetrarbrauta yfir suðurhveli jarðar. Athuganastöðin er kennd við Veru C. Rubin, bandarískan stjarneðlisfræðing sem lést árið 2016. Rubin var brautryðjandi sem lagði fram gögn sem studdu tilvist hulduefnis. Ekki er hægt að skýra þróun alheimsins án þess að hulduefni og orka, sem ekki hefur verið hægt að mæla með beinum hætti, hafi áhrif á hann.
Síle Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“