Hélt fætinum, stöðvaði gjaldþrot félagsins og kom því fertugur í La Liga Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2025 12:26 Ef gærdagurinn var ekki tilefni fyrir koss þá er aldrei tilefni. Santi Cazorla og frú fögnuðu því vel að Real Oviedo fengi sæti í efstu deild Spánar eftir langa bið. Getty/Juan Manuel Serrano Hinn fertugi Santi Cazorla, fyrrverandi miðjumaður Arsenal, átti sinn þátt í því að koma uppeldisfélagi sínu Real Oviedo upp í efstu deild Spánar í gær, eftir 24 ára bið. Óttast var að ferli Cazorla, sem varð tvisvar Evrópumeistari með Spáni, væri lokið og að hann væri hreinlega heppinn að geta gengið eftir afar langvinn meiðsli fyrir átta árum. Hann meiddist í hásin og endaði á að fara í ellefu aðgerðir vegna meiðslanna, og einni aðgerðinni fylgdi sýking sem gerði að verkum að hætta var á að Cazorla myndi missa annan fótinn. Hann náði hins vegar með mikilli þrautseigju að halda ferlinum áfram, lék tvær leiktíðir með Villarreal á Spáni og svo þrjár með Al Sadd í Sádi-Arabíu áður en hann ákvað að ljúka ferlinum með Real Oviedo, félaginu sem hann kvaddi árið 2003 eftir að hafa alist þar upp. Santi Cazorla could have retired comfortably but instead chose to return to his boyhood club Real Oviedo at 38 on a minimum wage contract. Now 40, he's just helped guide them back to La Liga for the first time in 24 years, scoring in both the playoff semi-final and final 💙 pic.twitter.com/g0VVMMsgSG— Football on TNT Sports (@footballontnt) June 22, 2025 Oviedo endaði í 4. sæti næstefstu deildar Spánar í vetur en komst þar með í fjögurra liða umspil. Eftir að hafa slegið út Racing Santander mætti liðið Mirandés í úrslitaeinvígi og vann Mirandés fyrri leikinn 1-0. Í seinni leiknum í gær skoraði Cazorla úr vítaspyrnu og jafnaði metin í 1-1 í þeim leik. Oviedo komst svo í 2-1 snemma í seinni hálfleik og einvígið þar með jafnt. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og þar skoraði Oviedo undir lok fyrri hálfleiks það sem reyndist sigurmark einvígisins. Cazorla hefur ekki aðeins hjálpað Oviedo innan vallar því hann var í hópi stuðningsmanna sem keyptu hlut í félaginu fyrir rúmum áratug, til að bjarga því úr fjárhagsvandræðum. Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Óttast var að ferli Cazorla, sem varð tvisvar Evrópumeistari með Spáni, væri lokið og að hann væri hreinlega heppinn að geta gengið eftir afar langvinn meiðsli fyrir átta árum. Hann meiddist í hásin og endaði á að fara í ellefu aðgerðir vegna meiðslanna, og einni aðgerðinni fylgdi sýking sem gerði að verkum að hætta var á að Cazorla myndi missa annan fótinn. Hann náði hins vegar með mikilli þrautseigju að halda ferlinum áfram, lék tvær leiktíðir með Villarreal á Spáni og svo þrjár með Al Sadd í Sádi-Arabíu áður en hann ákvað að ljúka ferlinum með Real Oviedo, félaginu sem hann kvaddi árið 2003 eftir að hafa alist þar upp. Santi Cazorla could have retired comfortably but instead chose to return to his boyhood club Real Oviedo at 38 on a minimum wage contract. Now 40, he's just helped guide them back to La Liga for the first time in 24 years, scoring in both the playoff semi-final and final 💙 pic.twitter.com/g0VVMMsgSG— Football on TNT Sports (@footballontnt) June 22, 2025 Oviedo endaði í 4. sæti næstefstu deildar Spánar í vetur en komst þar með í fjögurra liða umspil. Eftir að hafa slegið út Racing Santander mætti liðið Mirandés í úrslitaeinvígi og vann Mirandés fyrri leikinn 1-0. Í seinni leiknum í gær skoraði Cazorla úr vítaspyrnu og jafnaði metin í 1-1 í þeim leik. Oviedo komst svo í 2-1 snemma í seinni hálfleik og einvígið þar með jafnt. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og þar skoraði Oviedo undir lok fyrri hálfleiks það sem reyndist sigurmark einvígisins. Cazorla hefur ekki aðeins hjálpað Oviedo innan vallar því hann var í hópi stuðningsmanna sem keyptu hlut í félaginu fyrir rúmum áratug, til að bjarga því úr fjárhagsvandræðum.
Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira