Kristófer Hannesson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir að búið sé að virkja aðgerðarstjórn og björgunarsveitir til að aðstoða vöðuna. Unnið er að því að leysa þá af fjörubotninum.

Áður en hvalirnir strönduðu syntu þeir um í Ólafsfjarðarhöfn. Þeir syntu hins vegar upp í fjöruna og liggja þar nú fastir. Kristófer segir háflóð áætlað klukkan tólf mínútur yfir sjö þá er vonast til þess að hægara verði að snúa hvölunum við og koma þeim aftur út í fjörðinn.
Eftirfarandi myndefni barst fréttastofu frá Örnu Björk Valgeirsdóttur, hársnyrtimeistara á Ólafsfirði.