Sjáðu þegar Ægir fékk faðmlag frá Messi sem skoraði svo Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 11:32 Ægir Þór var eðlilega í skýjunum eftir að hafa faðmað Lionel Messi í gær. Skjáskot/@hopewithhulda Gianni Infantino, forseti FIFA, er á meðal þeirra sem deilt hafa hjartnæmu myndskeiði af því þegar hinn 13 ára gamli Ægir Þór Sævarsson og fótboltagoðið Lionel Messi hittust og föðmuðust í gær. Myndbandið má sjá hér að neðan en Messi kom til Ægis rétt áður en hann gekk inn á Mercedes Benz leikvanginn í Atlanta, fyrir leik Inter Miami við Porto á HM félagsliða. Faðmlagið frá unga Hornfirðingnum virtist hafa góð áhrif á Messi sem skoraði sigurmark Inter Miami úr aukaspyrnu. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino) Ægir greindist ungur með sjaldgæfan og ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdóm sem nefnist Duchenne. Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis, lýsir því á samfélagsmiðlum hvernig draumur hans frá unga aldri hafi í gær ræst með því að hitta Messi. Þessi mögulega besti fótboltamaður sögunnar gaf Ægi eiginhandaráritun á argentínsku landsliðstreyjuna sem hann klæddist og svo föðmuðust þeir. „Þetta er dagur sem við munum geyma í hjörtum okkar að eilífu,“ skrifaði Hulda Björk með myndbandinu. „Við upplifðum nokkuð ógleymanlegt – sannkallaða töfrastund. Þökk sé ótrúlega góðum og örlátum sálum þá fékk Ægir að hitta hetjuna sína, Lionel Messi – eitthvað sem hann hefur dreymt um síðan hann var fimm ára. Ægir dreymdi um það sem ungur strákur að verða fótboltamaður. En lífið var með aðrar áætlanir. Þegar maður er foreldri barns með sjaldgæfan sjúkdóm þá hafa svona augnablik enn meiri þýðingu. Þau verða að heilagri stund,“ skrifaði Hulda Björk sem mun aldrei gleyma gleðisvipnum á Ægi eftir að hafa hitt sjálfan Messi. Infantino var sömuleiðis heillaður af augnablikinu: „Það hlýjar manni svo sannarlega um hjartarætur að sjá svona. Gleðin í andliti hans er alveg einstök,“ skrifaði forseti FIFA og óskaði Ægi og Huldu alls hins besta. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Myndbandið má sjá hér að neðan en Messi kom til Ægis rétt áður en hann gekk inn á Mercedes Benz leikvanginn í Atlanta, fyrir leik Inter Miami við Porto á HM félagsliða. Faðmlagið frá unga Hornfirðingnum virtist hafa góð áhrif á Messi sem skoraði sigurmark Inter Miami úr aukaspyrnu. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino) Ægir greindist ungur með sjaldgæfan og ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdóm sem nefnist Duchenne. Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis, lýsir því á samfélagsmiðlum hvernig draumur hans frá unga aldri hafi í gær ræst með því að hitta Messi. Þessi mögulega besti fótboltamaður sögunnar gaf Ægi eiginhandaráritun á argentínsku landsliðstreyjuna sem hann klæddist og svo föðmuðust þeir. „Þetta er dagur sem við munum geyma í hjörtum okkar að eilífu,“ skrifaði Hulda Björk með myndbandinu. „Við upplifðum nokkuð ógleymanlegt – sannkallaða töfrastund. Þökk sé ótrúlega góðum og örlátum sálum þá fékk Ægir að hitta hetjuna sína, Lionel Messi – eitthvað sem hann hefur dreymt um síðan hann var fimm ára. Ægir dreymdi um það sem ungur strákur að verða fótboltamaður. En lífið var með aðrar áætlanir. Þegar maður er foreldri barns með sjaldgæfan sjúkdóm þá hafa svona augnablik enn meiri þýðingu. Þau verða að heilagri stund,“ skrifaði Hulda Björk sem mun aldrei gleyma gleðisvipnum á Ægi eftir að hafa hitt sjálfan Messi. Infantino var sömuleiðis heillaður af augnablikinu: „Það hlýjar manni svo sannarlega um hjartarætur að sjá svona. Gleðin í andliti hans er alveg einstök,“ skrifaði forseti FIFA og óskaði Ægi og Huldu alls hins besta.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira