Leverkusen að kaupa leikmann Liverpool fyrir metverð Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júní 2025 10:32 Jarrell Quansah virðist vera á leið til Bayer Leverkusen. Mike Hewitt/Getty Images Liverpool er við það að ganga frá kaupum á dýrasta leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, Florian Wirtz frá Bayer Leverkusen, og nú virðist sem þýska félagið ætli að endurgjalda hluta af upphæðinni með því að gera miðvörðinn Jarrell Quansah að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Viðræður eru langt komnar en formlegt tilboð hefur ekki verið lagt fram enn, Quansah verður keyptur á rúmlega fjörutíu milljónir evra og fer ekki fram á há laun, samkvæmt David Ornstein hjá The Athletic. 🚨 Bayer Leverkusen close to agreement with Liverpool to sign Jarell Quansah. No formal bid from #Bayer04 to #LFC yet but talks progressing towards deal being done for just north of €40m. Personal terms for 22yo defender no issue. W/ @SebSB @TheAthleticFC https://t.co/lDM3223JfM— David Ornstein (@David_Ornstein) June 19, 2025 Ef fjörutíu milljóna kaup gengu í gegn yrði Quansah dýrasti leikmaður í sögu Leverkusen, á undan Kerem Demirbay sem var keyptur frá Hoffenheim fyrir 32 milljónir evra árið 2019. Vitað er að Leverkusen er í leit að nýjum miðverði eftir að Jonathan Tah fór frá félaginu til þýsku meistaranna í Munchen. Þá er einnig reiknað með því að Odilon Kossounou snúi ekki aftur til félagsins, eftir að hafa verið að láni hjá Atalanta. Miðvörðurinn er upptekinn á EM eins og er. Image Photo Agency/Getty Images Liverpool hefur þegar keypt bakvörðinn Jeremie Frimpong frá Leverkusen og er nánast búið að ganga frá kaupum á miðjumanninum Florian Wirtz, sem verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar ef allt gengur eftir. Samtals mun Liverpool þá hafa eytt um 160 milljónum evra í leikmenn Leverkusen, en fengi rúmar fjörutíu milljónir til baka ef Leverkusen kaupir Quansah. Kaupin eru þó algjörlega aðskilin og ekki hugsuð sem skiptisamningur. Quansah er einn af uppöldu leikmönnunum sem varð Englandsmeistari með Liverpool í vor. Liverpool FC via Getty Images Quansah er uppalinn hjá Liverpool og steig sín fyrstu skref í fullorðinsfótbolta með félaginu en fór síðan á lán til Bristol Rovers árið 2023. Síðan hann sneri aftur til Liverpool hefur hann verið í hlutverki varamanns og unnið tvo titla, deildarbikarinn 2024 og ensku úrvalsdeildina 2025. Hann er núna staddur á Evrópumóti undir 21 árs landsliða með Englandi. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Viðræður eru langt komnar en formlegt tilboð hefur ekki verið lagt fram enn, Quansah verður keyptur á rúmlega fjörutíu milljónir evra og fer ekki fram á há laun, samkvæmt David Ornstein hjá The Athletic. 🚨 Bayer Leverkusen close to agreement with Liverpool to sign Jarell Quansah. No formal bid from #Bayer04 to #LFC yet but talks progressing towards deal being done for just north of €40m. Personal terms for 22yo defender no issue. W/ @SebSB @TheAthleticFC https://t.co/lDM3223JfM— David Ornstein (@David_Ornstein) June 19, 2025 Ef fjörutíu milljóna kaup gengu í gegn yrði Quansah dýrasti leikmaður í sögu Leverkusen, á undan Kerem Demirbay sem var keyptur frá Hoffenheim fyrir 32 milljónir evra árið 2019. Vitað er að Leverkusen er í leit að nýjum miðverði eftir að Jonathan Tah fór frá félaginu til þýsku meistaranna í Munchen. Þá er einnig reiknað með því að Odilon Kossounou snúi ekki aftur til félagsins, eftir að hafa verið að láni hjá Atalanta. Miðvörðurinn er upptekinn á EM eins og er. Image Photo Agency/Getty Images Liverpool hefur þegar keypt bakvörðinn Jeremie Frimpong frá Leverkusen og er nánast búið að ganga frá kaupum á miðjumanninum Florian Wirtz, sem verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar ef allt gengur eftir. Samtals mun Liverpool þá hafa eytt um 160 milljónum evra í leikmenn Leverkusen, en fengi rúmar fjörutíu milljónir til baka ef Leverkusen kaupir Quansah. Kaupin eru þó algjörlega aðskilin og ekki hugsuð sem skiptisamningur. Quansah er einn af uppöldu leikmönnunum sem varð Englandsmeistari með Liverpool í vor. Liverpool FC via Getty Images Quansah er uppalinn hjá Liverpool og steig sín fyrstu skref í fullorðinsfótbolta með félaginu en fór síðan á lán til Bristol Rovers árið 2023. Síðan hann sneri aftur til Liverpool hefur hann verið í hlutverki varamanns og unnið tvo titla, deildarbikarinn 2024 og ensku úrvalsdeildina 2025. Hann er núna staddur á Evrópumóti undir 21 árs landsliða með Englandi.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira