Botafogo vann og hélt hreinu gegn PSG Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júní 2025 08:30 PSG kom jöfnunarmarki í netið en það fékk ekki að standa og Botafogo slapp með sigur. Harry How/Getty Images Nýkrýndir Evrópumeistarar Paris Saint-Germain töpuðu nokkuð óvænt í nótt, 1-0 gegn Suður-Ameríkumeisturum Botafogo, í leik liðanna á heimsmeistaramóti félagsliða. Botafogo varð þar með eitt af aðeins sex liðum til að halda hreinu gegn stórskotaliði PSG á tímabilinu. PSG var frá upphafi til enda mun meira með boltann en fékk á sig mark eftir að hafa tapað honum á slæmum stað undir lok fyrri hálfleiks. Igor Jesus fékk boltann skyndilega í fætur, skaut að marki og smá snerting varnarmanns hjálpaði til við að stýra boltanum framhjá markmanninum. This Celebration was absolute GOLD by Jesus Igor Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #PSGBOT pic.twitter.com/XtZVeg5O9t— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Í seinni hálfleik herjaði PSG af enn meiri krafti að marki Botafogo, sem varðist með kjafti og klóm. PSG tókst svo að setja boltann í netið í tuttugasta sinn í síðustu fimm leikjum, en markið fékk ekki að telja vegna rangstöðu í aðdragandanum. Botafogo-menn prísuðu sig sæla og héldu út eftir það, þar til lokaflautið gall og 1-0 sigur varð niðurstaðan. Absolute scenes at full-time! 😱🔥Botafogo celebrate a stunning upset over PSG in the FIFA Club World Cup 🙌🏾Catch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every game. Free. | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/yEMFO8i7Xx— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem liðin tvö mætast og Botafogo varð eitt af fáum liðum til að halda marki sínu hreinu gegn PSG á tímabilinu. Síðasti leikur sem PSG tókst ekki að skora í var gegn Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 5. mars. Í heildina hafði aðeins fimm liðum tekist að halda hreinu í leik gegn PSG á tímabilinu. PSG: 70%+ possessionBotafogo: The win.Sometimes it’s not about how much you have — it’s what you do with it 🔥Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #PSGBOT pic.twitter.com/seBhcExs0h— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Botafogo er því í efsta sæti B-riðilsins með fullt hús stiga en PSG í öðru sæti með þrjú stig og betri markatölu en Atlético Madrid sem er í þriðja sæti, einnig með þrjú stig. Seattle Sounders sitja neðstir, stigalausir. Í lokaumferðinni dugir PSG að vinna Seattle til að tryggja sig áfram. Til að forðast heimför þarf Atlético hins vegar að vinna Botafogo með þremur mörkum eða meira, eða treysta á að PSG tapi stigum gegn Seattle. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
PSG var frá upphafi til enda mun meira með boltann en fékk á sig mark eftir að hafa tapað honum á slæmum stað undir lok fyrri hálfleiks. Igor Jesus fékk boltann skyndilega í fætur, skaut að marki og smá snerting varnarmanns hjálpaði til við að stýra boltanum framhjá markmanninum. This Celebration was absolute GOLD by Jesus Igor Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #PSGBOT pic.twitter.com/XtZVeg5O9t— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Í seinni hálfleik herjaði PSG af enn meiri krafti að marki Botafogo, sem varðist með kjafti og klóm. PSG tókst svo að setja boltann í netið í tuttugasta sinn í síðustu fimm leikjum, en markið fékk ekki að telja vegna rangstöðu í aðdragandanum. Botafogo-menn prísuðu sig sæla og héldu út eftir það, þar til lokaflautið gall og 1-0 sigur varð niðurstaðan. Absolute scenes at full-time! 😱🔥Botafogo celebrate a stunning upset over PSG in the FIFA Club World Cup 🙌🏾Catch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every game. Free. | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/yEMFO8i7Xx— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem liðin tvö mætast og Botafogo varð eitt af fáum liðum til að halda marki sínu hreinu gegn PSG á tímabilinu. Síðasti leikur sem PSG tókst ekki að skora í var gegn Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 5. mars. Í heildina hafði aðeins fimm liðum tekist að halda hreinu í leik gegn PSG á tímabilinu. PSG: 70%+ possessionBotafogo: The win.Sometimes it’s not about how much you have — it’s what you do with it 🔥Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #PSGBOT pic.twitter.com/seBhcExs0h— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Botafogo er því í efsta sæti B-riðilsins með fullt hús stiga en PSG í öðru sæti með þrjú stig og betri markatölu en Atlético Madrid sem er í þriðja sæti, einnig með þrjú stig. Seattle Sounders sitja neðstir, stigalausir. Í lokaumferðinni dugir PSG að vinna Seattle til að tryggja sig áfram. Til að forðast heimför þarf Atlético hins vegar að vinna Botafogo með þremur mörkum eða meira, eða treysta á að PSG tapi stigum gegn Seattle.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira