Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst í dag Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. júní 2025 14:27 Frá hinsegin hátíðinni í Hrísey árið 2023. Drífa Snædal Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst í dag og stendur til að halda fjölda viðburða um allan landshlutann. Verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ vill auka sýnileika hinsegin samfélagsins á svæðinu. „Þetta flotta framtak í Hrísey hófst fyrir þremur árum og hinsegin dagar í Hrísey verða haldnir í þriðja skipti í ár. Við hjá Akureyrarbæ vorum að ræða saman við ýmsa aðila í bænum og okkur fannst ekki væra nægur sýnileiki,“ segir Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ. Íbúar á Hrísey héldu fyrstu hinsegin hátíðina árið 2023 og mætti tvöfaldur íbúafjöldi til að fagna hinsegin samfélaginu. Sjá einnig: Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátíð í Hrísey Nýtilkomið samstarfsnet menningarfulltrúa hjá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra ákvað að koma sér saman og sótti um styrk til þess að halda sameiginlega hinsegin hátíð. Hátíðin stendur frá 18. til 21. júní. Elísabet Ögn Jóhannsdóttir og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, er hinsegin fánanum var flaggað í dag.Aðsend „Það er alltaf meiri máttur í að gera eitthvað saman upp á sýnileika og samstöðu. Við vorum svo heppin að fá þennan styrk og fórum af stað með þetta verkefni. Við erum að vona að þetta sé bara byrjunin,“ segir Elísabet. Dragdrottningar, tónlistarhald og bíósýningar Boðið verður upp á alls kyns viðburði um allan landshlutann. Til að mynda er fánasmiðja í menningarhúsinu Bergi á Dalvík í dag, fánagerð hjá Fab Lab á Húsavík og bíósýning á Akureyri. Einnig stendur til að halda ýmis konar tónlistarviðburði, til að mynda verður hinsegin tónlist flutt af hinsegin fólki í Hlöðunni á Akureyri á fimmtudag og mun tónlistarkonan Krassoff auk dansara stíga á svið á laugardagskvöld. „Okkur fannst mjög mikilvægt að gera viðburði í samstarfi við alls konar hópa,“ segir Elísabet. Öll sveitarfélög taka vissulega þátt en hægt er að fara sjá kvikmyndina The Rocky Horror Picture Show í búning á Þórshöfn og mála tröppur að sundlauginni á Þelamörk í regnbogalitum. Settar verða upp sýningarnar Út úr skuggunum og Bakslag á Safnahúsinu á Húsavík á föstudag. Í þeirri fyrrnefndu er dregið fram í dagsljósið áður ósagða sögu hinsegin fólks í Þingeyjarsýslu en sú síðarnefnda fjallar um bakslag réttinda hinsegin fólks á heimsvísu. Báðar sýningarnar verða til sýnis í mánuð. Þá verður auðvitað hátíðardagskrá í Hrísey líkt og ár áður en þar verður haldin regnbogamessa og gengin gleðiganga. Þá verður einnig hægt að hitta Margréti Erlu Maack og Gógó Starr, drottningarnar úr Kjallarakabarett í Þjóðleikhúskjallaranum og fara í sundlaugadiskó. „Mikilvægasta í þessu er að fólk tali um þetta og sjái fánann á lofti,“ segir Elísabet. Með hátíðinni vill hún og fulltrúar sveitarfélaganna dreifa boðskapnum um allt Norðurland eystra að þeir sem eru í hinsegin samfélaginu séu velkomnir. Dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu hátíðarinnar, hinseginhatid.is. Hinsegin Akureyri Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Þingeyjarsveit Eyjafjarðarsveit Hörgársveit Langanesbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Tjörneshreppur Hrísey Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
„Þetta flotta framtak í Hrísey hófst fyrir þremur árum og hinsegin dagar í Hrísey verða haldnir í þriðja skipti í ár. Við hjá Akureyrarbæ vorum að ræða saman við ýmsa aðila í bænum og okkur fannst ekki væra nægur sýnileiki,“ segir Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ. Íbúar á Hrísey héldu fyrstu hinsegin hátíðina árið 2023 og mætti tvöfaldur íbúafjöldi til að fagna hinsegin samfélaginu. Sjá einnig: Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátíð í Hrísey Nýtilkomið samstarfsnet menningarfulltrúa hjá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra ákvað að koma sér saman og sótti um styrk til þess að halda sameiginlega hinsegin hátíð. Hátíðin stendur frá 18. til 21. júní. Elísabet Ögn Jóhannsdóttir og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, er hinsegin fánanum var flaggað í dag.Aðsend „Það er alltaf meiri máttur í að gera eitthvað saman upp á sýnileika og samstöðu. Við vorum svo heppin að fá þennan styrk og fórum af stað með þetta verkefni. Við erum að vona að þetta sé bara byrjunin,“ segir Elísabet. Dragdrottningar, tónlistarhald og bíósýningar Boðið verður upp á alls kyns viðburði um allan landshlutann. Til að mynda er fánasmiðja í menningarhúsinu Bergi á Dalvík í dag, fánagerð hjá Fab Lab á Húsavík og bíósýning á Akureyri. Einnig stendur til að halda ýmis konar tónlistarviðburði, til að mynda verður hinsegin tónlist flutt af hinsegin fólki í Hlöðunni á Akureyri á fimmtudag og mun tónlistarkonan Krassoff auk dansara stíga á svið á laugardagskvöld. „Okkur fannst mjög mikilvægt að gera viðburði í samstarfi við alls konar hópa,“ segir Elísabet. Öll sveitarfélög taka vissulega þátt en hægt er að fara sjá kvikmyndina The Rocky Horror Picture Show í búning á Þórshöfn og mála tröppur að sundlauginni á Þelamörk í regnbogalitum. Settar verða upp sýningarnar Út úr skuggunum og Bakslag á Safnahúsinu á Húsavík á föstudag. Í þeirri fyrrnefndu er dregið fram í dagsljósið áður ósagða sögu hinsegin fólks í Þingeyjarsýslu en sú síðarnefnda fjallar um bakslag réttinda hinsegin fólks á heimsvísu. Báðar sýningarnar verða til sýnis í mánuð. Þá verður auðvitað hátíðardagskrá í Hrísey líkt og ár áður en þar verður haldin regnbogamessa og gengin gleðiganga. Þá verður einnig hægt að hitta Margréti Erlu Maack og Gógó Starr, drottningarnar úr Kjallarakabarett í Þjóðleikhúskjallaranum og fara í sundlaugadiskó. „Mikilvægasta í þessu er að fólk tali um þetta og sjái fánann á lofti,“ segir Elísabet. Með hátíðinni vill hún og fulltrúar sveitarfélaganna dreifa boðskapnum um allt Norðurland eystra að þeir sem eru í hinsegin samfélaginu séu velkomnir. Dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu hátíðarinnar, hinseginhatid.is.
Hinsegin Akureyri Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Þingeyjarsveit Eyjafjarðarsveit Hörgársveit Langanesbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Tjörneshreppur Hrísey Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira