Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst í dag Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. júní 2025 14:27 Frá hinsegin hátíðinni í Hrísey árið 2023. Drífa Snædal Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst í dag og stendur til að halda fjölda viðburða um allan landshlutann. Verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ vill auka sýnileika hinsegin samfélagsins á svæðinu. „Þetta flotta framtak í Hrísey hófst fyrir þremur árum og hinsegin dagar í Hrísey verða haldnir í þriðja skipti í ár. Við hjá Akureyrarbæ vorum að ræða saman við ýmsa aðila í bænum og okkur fannst ekki væra nægur sýnileiki,“ segir Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ. Íbúar á Hrísey héldu fyrstu hinsegin hátíðina árið 2023 og mætti tvöfaldur íbúafjöldi til að fagna hinsegin samfélaginu. Sjá einnig: Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátíð í Hrísey Nýtilkomið samstarfsnet menningarfulltrúa hjá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra ákvað að koma sér saman og sótti um styrk til þess að halda sameiginlega hinsegin hátíð. Hátíðin stendur frá 18. til 21. júní. Elísabet Ögn Jóhannsdóttir og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, er hinsegin fánanum var flaggað í dag.Aðsend „Það er alltaf meiri máttur í að gera eitthvað saman upp á sýnileika og samstöðu. Við vorum svo heppin að fá þennan styrk og fórum af stað með þetta verkefni. Við erum að vona að þetta sé bara byrjunin,“ segir Elísabet. Dragdrottningar, tónlistarhald og bíósýningar Boðið verður upp á alls kyns viðburði um allan landshlutann. Til að mynda er fánasmiðja í menningarhúsinu Bergi á Dalvík í dag, fánagerð hjá Fab Lab á Húsavík og bíósýning á Akureyri. Einnig stendur til að halda ýmis konar tónlistarviðburði, til að mynda verður hinsegin tónlist flutt af hinsegin fólki í Hlöðunni á Akureyri á fimmtudag og mun tónlistarkonan Krassoff auk dansara stíga á svið á laugardagskvöld. „Okkur fannst mjög mikilvægt að gera viðburði í samstarfi við alls konar hópa,“ segir Elísabet. Öll sveitarfélög taka vissulega þátt en hægt er að fara sjá kvikmyndina The Rocky Horror Picture Show í búning á Þórshöfn og mála tröppur að sundlauginni á Þelamörk í regnbogalitum. Settar verða upp sýningarnar Út úr skuggunum og Bakslag á Safnahúsinu á Húsavík á föstudag. Í þeirri fyrrnefndu er dregið fram í dagsljósið áður ósagða sögu hinsegin fólks í Þingeyjarsýslu en sú síðarnefnda fjallar um bakslag réttinda hinsegin fólks á heimsvísu. Báðar sýningarnar verða til sýnis í mánuð. Þá verður auðvitað hátíðardagskrá í Hrísey líkt og ár áður en þar verður haldin regnbogamessa og gengin gleðiganga. Þá verður einnig hægt að hitta Margréti Erlu Maack og Gógó Starr, drottningarnar úr Kjallarakabarett í Þjóðleikhúskjallaranum og fara í sundlaugadiskó. „Mikilvægasta í þessu er að fólk tali um þetta og sjái fánann á lofti,“ segir Elísabet. Með hátíðinni vill hún og fulltrúar sveitarfélaganna dreifa boðskapnum um allt Norðurland eystra að þeir sem eru í hinsegin samfélaginu séu velkomnir. Dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu hátíðarinnar, hinseginhatid.is. Hinsegin Akureyri Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Þingeyjarsveit Eyjafjarðarsveit Hörgársveit Langanesbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Tjörneshreppur Hrísey Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Þetta flotta framtak í Hrísey hófst fyrir þremur árum og hinsegin dagar í Hrísey verða haldnir í þriðja skipti í ár. Við hjá Akureyrarbæ vorum að ræða saman við ýmsa aðila í bænum og okkur fannst ekki væra nægur sýnileiki,“ segir Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ. Íbúar á Hrísey héldu fyrstu hinsegin hátíðina árið 2023 og mætti tvöfaldur íbúafjöldi til að fagna hinsegin samfélaginu. Sjá einnig: Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátíð í Hrísey Nýtilkomið samstarfsnet menningarfulltrúa hjá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra ákvað að koma sér saman og sótti um styrk til þess að halda sameiginlega hinsegin hátíð. Hátíðin stendur frá 18. til 21. júní. Elísabet Ögn Jóhannsdóttir og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, er hinsegin fánanum var flaggað í dag.Aðsend „Það er alltaf meiri máttur í að gera eitthvað saman upp á sýnileika og samstöðu. Við vorum svo heppin að fá þennan styrk og fórum af stað með þetta verkefni. Við erum að vona að þetta sé bara byrjunin,“ segir Elísabet. Dragdrottningar, tónlistarhald og bíósýningar Boðið verður upp á alls kyns viðburði um allan landshlutann. Til að mynda er fánasmiðja í menningarhúsinu Bergi á Dalvík í dag, fánagerð hjá Fab Lab á Húsavík og bíósýning á Akureyri. Einnig stendur til að halda ýmis konar tónlistarviðburði, til að mynda verður hinsegin tónlist flutt af hinsegin fólki í Hlöðunni á Akureyri á fimmtudag og mun tónlistarkonan Krassoff auk dansara stíga á svið á laugardagskvöld. „Okkur fannst mjög mikilvægt að gera viðburði í samstarfi við alls konar hópa,“ segir Elísabet. Öll sveitarfélög taka vissulega þátt en hægt er að fara sjá kvikmyndina The Rocky Horror Picture Show í búning á Þórshöfn og mála tröppur að sundlauginni á Þelamörk í regnbogalitum. Settar verða upp sýningarnar Út úr skuggunum og Bakslag á Safnahúsinu á Húsavík á föstudag. Í þeirri fyrrnefndu er dregið fram í dagsljósið áður ósagða sögu hinsegin fólks í Þingeyjarsýslu en sú síðarnefnda fjallar um bakslag réttinda hinsegin fólks á heimsvísu. Báðar sýningarnar verða til sýnis í mánuð. Þá verður auðvitað hátíðardagskrá í Hrísey líkt og ár áður en þar verður haldin regnbogamessa og gengin gleðiganga. Þá verður einnig hægt að hitta Margréti Erlu Maack og Gógó Starr, drottningarnar úr Kjallarakabarett í Þjóðleikhúskjallaranum og fara í sundlaugadiskó. „Mikilvægasta í þessu er að fólk tali um þetta og sjái fánann á lofti,“ segir Elísabet. Með hátíðinni vill hún og fulltrúar sveitarfélaganna dreifa boðskapnum um allt Norðurland eystra að þeir sem eru í hinsegin samfélaginu séu velkomnir. Dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu hátíðarinnar, hinseginhatid.is.
Hinsegin Akureyri Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Þingeyjarsveit Eyjafjarðarsveit Hörgársveit Langanesbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Tjörneshreppur Hrísey Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira