Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. júní 2025 17:02 Verkið Life In This House is Over verður frumsýnt í Tjarnarbíói á fimmtudaginn næsta. Saga Sig Það er mikil dansveisla í vændum í Reykjavík en 19. og 20. júní næstkomandi mun listahópurinn Source Material frumsýna verkið Life in this House is Over í Tjarnarbíói. Leikstjóri er Samantha Shay og á verkið rætur sínar að rekja í samvinnu hennar við sögulega dansflokkinn Pina Bausch. Hér má sjá stiklu úr þessu einstaka dansverki: Klippa: Life In This House is Over - stikla Í fréttatilkynningu segir: „Life in this House is Over er framúrstefnulegt dansleikhúsverk sem fjallar um félagslegan vandræðaleika sorgar og er undir innblæstri af skrifum Anton Chekhov. Verkið veltir upp spurningum á borð við: „Hvernig förum við áfram þegar óljós framtíð þrýstir á deyjandi fortíð þar sem tákn fortíðar eru samofin flækjum mannlegs þjáningarferlis?“ Og: „Er tenging möguleg í heimi sem er teygður til hins ýtrasta af krafti yfirvofandi breytinga?“ Verkið snertir á vendipunkti milli fortíðar og framtíðar og bregst við lifandi heimi minninga í undirmeðvitundinni. Eitt listform rís upp úr öðru og einni túlkun er algjörlega hafnað, svo áhorfendur geti sjálfir skynjað fjölbreytt þemu verksins. Verkið vekur upp kynslóðaspennuna sem finnst í textum Chekhovs, sem skrifuð er á tímamótum mikilla breytinga. Í gegnum efni, form og samhengi horfumst við í augu persónulegrar og sameiginlegrar fortíðar okkar og spyrjum hverju, ef einhverju, sé hægt að bjarga og hvað verði að skilja eftir.“ Verkið á rætur sínar að rekja í samvinnu leikstjórans Samathu Shay við hinn virta dansflokk Tanztheater Wuppertal Pina Bausch og þaulreyndir núverandi og fyrrverandi dansarar flokksins koma fram ásamt meðlimum úr pólska leikhópnum Teatr ZAR. Verkið er magnþrungið.Saga Sig Samantha Shay er fjölhæf listakona, flytjandi, leikstjóri í leikhúsi og kvikmyndum og hreyfilistamaður. Hún þykir skapandi frumkvöðull og leggur upp úr verkum sem ögra hefðbundnum mörkum. Samantha lauk nýlega við sérstakt rannsóknarnám í leikstjórn í David Geffen School of Drama við Yale-háskóla og er jafnframt listrænn stjórnandi Source Material – þverfaglegs framleiðslufyrirtækis og listahóps sem hún stofnaði árið 2014. Sömuleiðis hefur hún komið víða við í íslensku listsenunni en þetta er þriðja verkið sem hún sýnir í Tjarnarbíói. Þá hefur hún tvisvar komið að LungA hátíðinni, leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir íslensku tónlistarkonurnar Sóleyju og JFDR og unnið með listakonunum Freyju Eilífu og Júlíönnu Ósk Hafberg að þverfaglegum kvikmyndaverkefnum sem byggð eru á myndlist þeirra. Hér má nálgast nánari upplýsingar um sýninguna. Dans Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hér má sjá stiklu úr þessu einstaka dansverki: Klippa: Life In This House is Over - stikla Í fréttatilkynningu segir: „Life in this House is Over er framúrstefnulegt dansleikhúsverk sem fjallar um félagslegan vandræðaleika sorgar og er undir innblæstri af skrifum Anton Chekhov. Verkið veltir upp spurningum á borð við: „Hvernig förum við áfram þegar óljós framtíð þrýstir á deyjandi fortíð þar sem tákn fortíðar eru samofin flækjum mannlegs þjáningarferlis?“ Og: „Er tenging möguleg í heimi sem er teygður til hins ýtrasta af krafti yfirvofandi breytinga?“ Verkið snertir á vendipunkti milli fortíðar og framtíðar og bregst við lifandi heimi minninga í undirmeðvitundinni. Eitt listform rís upp úr öðru og einni túlkun er algjörlega hafnað, svo áhorfendur geti sjálfir skynjað fjölbreytt þemu verksins. Verkið vekur upp kynslóðaspennuna sem finnst í textum Chekhovs, sem skrifuð er á tímamótum mikilla breytinga. Í gegnum efni, form og samhengi horfumst við í augu persónulegrar og sameiginlegrar fortíðar okkar og spyrjum hverju, ef einhverju, sé hægt að bjarga og hvað verði að skilja eftir.“ Verkið á rætur sínar að rekja í samvinnu leikstjórans Samathu Shay við hinn virta dansflokk Tanztheater Wuppertal Pina Bausch og þaulreyndir núverandi og fyrrverandi dansarar flokksins koma fram ásamt meðlimum úr pólska leikhópnum Teatr ZAR. Verkið er magnþrungið.Saga Sig Samantha Shay er fjölhæf listakona, flytjandi, leikstjóri í leikhúsi og kvikmyndum og hreyfilistamaður. Hún þykir skapandi frumkvöðull og leggur upp úr verkum sem ögra hefðbundnum mörkum. Samantha lauk nýlega við sérstakt rannsóknarnám í leikstjórn í David Geffen School of Drama við Yale-háskóla og er jafnframt listrænn stjórnandi Source Material – þverfaglegs framleiðslufyrirtækis og listahóps sem hún stofnaði árið 2014. Sömuleiðis hefur hún komið víða við í íslensku listsenunni en þetta er þriðja verkið sem hún sýnir í Tjarnarbíói. Þá hefur hún tvisvar komið að LungA hátíðinni, leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir íslensku tónlistarkonurnar Sóleyju og JFDR og unnið með listakonunum Freyju Eilífu og Júlíönnu Ósk Hafberg að þverfaglegum kvikmyndaverkefnum sem byggð eru á myndlist þeirra. Hér má nálgast nánari upplýsingar um sýninguna.
Dans Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira