Teikn á lofti þegar kemur að áfengisneyslu unglinga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. júní 2025 12:52 Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir teikn á lofti um að áfengisneysla unglinga sé að aukast. Vísir/Vilhelm Teikn á lofti eru um að áfengisneysla meðal unglinga sé að aukast. Þetta segir formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum en hann furðar sig á að fimm árum eftir að netsala áfengis var kærð til lögreglu sé enn engin niðurstaða komin í málið. Eftir hádegi standa samtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum fyrir málþingi um áfengi og lýðheilsu. Dagurinn í dag var valinn þar sem hálfur áratugur er nú síðan að ÁTVR kærði netsöluaðila áfengis en enn hefur engin niðurstaða fengist í málið. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er einn þeirra sem heldur erindi á málþinginu. „Við erum að glíma við það að það eru engin viðbrögð við ólöglegri áfengissölu á Íslandi og það náttúrulega setur allt á endann í öllu sem kallast íslenskt forvarnarstarf og ógn við til dæmis það sem við köllum íslenska módelið í forvörnum. Þannig við erum að brýna bæði fyrir almenningi og yfirvöldum að við þurfum að láta okkur þessi mál varða. Auðvitað þurfa opinberir aðilar eins og lögreglan að taka á málum og ekki láta fólk bíða í hálfan áratug eftir niðurstöðu í einföldu máli um ólöglega áfengissölu.“ Árni segir áhyggjuefni að vísbendingar séu um að áfengisneysla unglinga sé að aukast á ný. „Ég er sjálfur tengdur æskulýðsbransanum og félagsmiðstöðvunum og því yndislega umhverfi öllu saman og þar heyrir maður raddir meðal fólks að til dæmis áfengisneysla unglinga að það eru svona teikn á lofti um það að hún sé að aukast mikið og jafnvel verulega.“ Hann segir skýringar á aukningunni geta verið ýmsar. „Það er þannig að ungt fólk, börn og ungmenni, fá engan frið fyrir áfengisiðnaðinum. Nú er byrjað að selja áfengi á íþróttakappleikjum og það eru lausatök á ýmsu og það þarf auðvitað að brýna okkur öll bæði foreldrasamfélagið og yfirvöld og aðrar til þess að halda utan um þennan málaflokk af einhverri reisn þannig að þetta fari ekki tóma vitleysu.“ Aðgangur að málþinginu er ókeypis en það fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins milli eitt og þrjú í dag. Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Tökum höndum saman áður en það er of seint Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. 12. júní 2025 12:16 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira
Eftir hádegi standa samtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum fyrir málþingi um áfengi og lýðheilsu. Dagurinn í dag var valinn þar sem hálfur áratugur er nú síðan að ÁTVR kærði netsöluaðila áfengis en enn hefur engin niðurstaða fengist í málið. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er einn þeirra sem heldur erindi á málþinginu. „Við erum að glíma við það að það eru engin viðbrögð við ólöglegri áfengissölu á Íslandi og það náttúrulega setur allt á endann í öllu sem kallast íslenskt forvarnarstarf og ógn við til dæmis það sem við köllum íslenska módelið í forvörnum. Þannig við erum að brýna bæði fyrir almenningi og yfirvöldum að við þurfum að láta okkur þessi mál varða. Auðvitað þurfa opinberir aðilar eins og lögreglan að taka á málum og ekki láta fólk bíða í hálfan áratug eftir niðurstöðu í einföldu máli um ólöglega áfengissölu.“ Árni segir áhyggjuefni að vísbendingar séu um að áfengisneysla unglinga sé að aukast á ný. „Ég er sjálfur tengdur æskulýðsbransanum og félagsmiðstöðvunum og því yndislega umhverfi öllu saman og þar heyrir maður raddir meðal fólks að til dæmis áfengisneysla unglinga að það eru svona teikn á lofti um það að hún sé að aukast mikið og jafnvel verulega.“ Hann segir skýringar á aukningunni geta verið ýmsar. „Það er þannig að ungt fólk, börn og ungmenni, fá engan frið fyrir áfengisiðnaðinum. Nú er byrjað að selja áfengi á íþróttakappleikjum og það eru lausatök á ýmsu og það þarf auðvitað að brýna okkur öll bæði foreldrasamfélagið og yfirvöld og aðrar til þess að halda utan um þennan málaflokk af einhverri reisn þannig að þetta fari ekki tóma vitleysu.“ Aðgangur að málþinginu er ókeypis en það fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins milli eitt og þrjú í dag.
Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Tökum höndum saman áður en það er of seint Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. 12. júní 2025 12:16 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira
Tökum höndum saman áður en það er of seint Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. 12. júní 2025 12:16