NPA miðstöðin 15 ára Hallgrímur Eymundsson og Þorbera Fjölnisdóttir skrifa 16. júní 2025 10:48 Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. NPA styrkir rétt okkar til fullrar þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum og stuðlar að því að fatlað fólk hafi sama aðgang að vinnumarkaði, námi, félagslífi og tómstundum, án aðgreiningar eða hömlunar. Þannig stuðlar NPA að jafnri stöðu fatlaðs fólks gagnvart ófötluðu fólki í samfélaginu. Haustið 2008 heimsótti baráttuhópur fatlaðs fólks félög um sjálfstætt líf í Noregi og Svíþjóð. Þann 1. desember sama ár héldu ÖBÍ, Þroskahjálp, Sjálfsbjörg, Ás styrktarfélag og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra undirbúningsfund að stofnun félags um “notendastýrða þjónustu”. Kynningarfundur var haldinn vorið 2010 eftir mikla undirbúningsvinnu og NPA miðstöðin var síðan stofnuð þann 16. júní 2010. Fyrstu árin fóru í mikla hagsmunabaráttu en haustið 2012 byrjaði fyrsti samningurinn í umsýslu NPA miðstöðvarinnar. Það var nýr beingreiðslusamningur við ungan fatlaðan mann sem nú gegnir embætti formanns NPA miðstöðvarinnar. Innleiðing NPA á Íslandi hefur verið mikilvægt skref í þá átt að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks. Þróun NPA hér á landi hefur byggt á alþjóðlegri baráttu fatlaðs fólks fyrir sjálfstæðu lífi og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist, þarf áfram að vinna að því að aðgengi að NPA sé tryggt öllum sem á þurfa að halda. Vitað er um einstaklinga sem hafa beðið eftir því að fá NPA samning frá árinu 2018 en það ár var réttur fatlaðs fólks til NPA lögfestur. NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks og sér um umsýslu og aðstoð við NPA samninga. Hún býður upp á jafningjaráðgjöf og fræðslu fyrir félagsfólk og aðra. NPA miðstöðin sinnir jafnframt mikilvægri hagsmunagæslu og pólitískri baráttu sem nýtist öllu fötluðu fólki, og það er sífellt viðfangsefni. Afmælisgleðin verður haldin í aðgengilegu húsnæði NPA miðstöðvarinnar að Urðarhvarfi 8A, 2. hæð, 203 Kópavogi. Þar gefst frábært tækifæri til að kynna sér starfsemi miðstöðvarinnar, skoða húsnæðið, hitta starfsfólk og núverandi sem og fyrrverandi stjórnarfólk. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, mun flytja erindi um kl 15:30. Boðið verður upp á veitingar og ljúfa tóna. Öll eru hjartanlega velkomin og við hlökkum til að fagna tímamótunum með þér. Höfundar eru í stjórn NPA miðstöðvarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Sjá meira
Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. NPA styrkir rétt okkar til fullrar þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum og stuðlar að því að fatlað fólk hafi sama aðgang að vinnumarkaði, námi, félagslífi og tómstundum, án aðgreiningar eða hömlunar. Þannig stuðlar NPA að jafnri stöðu fatlaðs fólks gagnvart ófötluðu fólki í samfélaginu. Haustið 2008 heimsótti baráttuhópur fatlaðs fólks félög um sjálfstætt líf í Noregi og Svíþjóð. Þann 1. desember sama ár héldu ÖBÍ, Þroskahjálp, Sjálfsbjörg, Ás styrktarfélag og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra undirbúningsfund að stofnun félags um “notendastýrða þjónustu”. Kynningarfundur var haldinn vorið 2010 eftir mikla undirbúningsvinnu og NPA miðstöðin var síðan stofnuð þann 16. júní 2010. Fyrstu árin fóru í mikla hagsmunabaráttu en haustið 2012 byrjaði fyrsti samningurinn í umsýslu NPA miðstöðvarinnar. Það var nýr beingreiðslusamningur við ungan fatlaðan mann sem nú gegnir embætti formanns NPA miðstöðvarinnar. Innleiðing NPA á Íslandi hefur verið mikilvægt skref í þá átt að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks. Þróun NPA hér á landi hefur byggt á alþjóðlegri baráttu fatlaðs fólks fyrir sjálfstæðu lífi og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist, þarf áfram að vinna að því að aðgengi að NPA sé tryggt öllum sem á þurfa að halda. Vitað er um einstaklinga sem hafa beðið eftir því að fá NPA samning frá árinu 2018 en það ár var réttur fatlaðs fólks til NPA lögfestur. NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks og sér um umsýslu og aðstoð við NPA samninga. Hún býður upp á jafningjaráðgjöf og fræðslu fyrir félagsfólk og aðra. NPA miðstöðin sinnir jafnframt mikilvægri hagsmunagæslu og pólitískri baráttu sem nýtist öllu fötluðu fólki, og það er sífellt viðfangsefni. Afmælisgleðin verður haldin í aðgengilegu húsnæði NPA miðstöðvarinnar að Urðarhvarfi 8A, 2. hæð, 203 Kópavogi. Þar gefst frábært tækifæri til að kynna sér starfsemi miðstöðvarinnar, skoða húsnæðið, hitta starfsfólk og núverandi sem og fyrrverandi stjórnarfólk. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, mun flytja erindi um kl 15:30. Boðið verður upp á veitingar og ljúfa tóna. Öll eru hjartanlega velkomin og við hlökkum til að fagna tímamótunum með þér. Höfundar eru í stjórn NPA miðstöðvarinnar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun