Lífið í bænum - fyrir suma Sigurður Kári Harðarson skrifar 16. júní 2025 08:31 Systir mín er helsta fyrirmynd mín í lífinu. Hún glímir við fleiri áskoranir en mörg okkar, m.a. þroskahömlun, málhömlun og einhverfu, en heldur samt ótrauð áfram að gera það sem henni finnst skemmtilegt. Hún æfir þrjár íþróttir í þremur bæjarfélögum, utan Kópavogs. Fótboltinn er í Garðabæ, sundið í Hafnarfirði og skautarnir í Reykjavík. Hún er algjör dugnaðarforkur. Hvort sem það er að taka strætó, fara á æfingar eða mót, hún leggur sig alltaf 100% fram og hennar mottó er „æfingin skapar meistarann.” Við fjölskyldan búum í Kópavogi en henni gefst ekki kostur á að iðka sínar íþróttir í hennar heimabæ. Þið getið ímyndað ykkur hvað það fer mikill tími í ferðalög til og frá æfingum. Hvernig stendur á að Kópavogsbær, annað stærsta sveitarfélag landsins býður ekki upp á fjölbreytt tómstunda- og íþróttastarf fyrir fötluð börn og ungmenni. Hvernig stendur á því að íþróttastarf í bænum sé fyrir suma en ekki alla? Mér finnst umhugsunarvert að þessar risa íþróttahallir sem eru í Kópavogi, Fífan og Kórinn, séu ekki nýttar undir íþróttaiðkun fyrir einstaklinga með fötlun. Mannréttindi fyrir suma, ekki alla Fyrir stuttu, á afmæli Kópavogsbæjar var bæjarstjóri spurð hvað henni fyndist best við Kópavog. Hún svaraði að það væri íbúarnir, fólkið í bænum. Ég er alveg sammála þar sem ég hef búið í Kópavogi allt mitt líf og eignast frábæra vini, verið með frábæra kennara og stundað allar mínar íþrótti þar. Þess vegna skýtur skökku við að bæjarstjóri hóti málssókn til að koma í veg fyrir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og noti það sem fyrsta úrræði án þess að reyna koma til móts við fatlað fólk og aðstandendur þeirra í Kópavogi. Ef það eru íbúarnir sem gera bæinn að góðum stað – hvers vegna eru þeir þá ekki hafðir í fyrirrúmi þegar kemur að stórum réttlætismálum. Þegar íbúar þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum, en bæjaryfirvöld bregðast með undanbrögðum í stað þess að bregðast við af alvöru, kemur skýrt í ljós hversu lítill áhugi er fyrir raunverulegum aðgerðum. Þversögnin felst ekki aðeins í orðunum sjálfum, heldur líka í því hver fá þjónustu og hver eru skilin út undan. Skýr skilaboð bæjarstjóra til jaðarsettra hópa. Þegar bæjarstjóri eða sveitarstjórn svarar kalli um aukin mannréttindi – ekki með viðræðum, hlustun eða umbótum – heldur með hótun um málsókn gegn ríkinu vegna tæknilegra atriða- sendir það mjög skýr skilaboð til viðkomandi hóps: þau sem standa höllum fæti, og hafa lengi beðið eftir fullum mannréttindum, eru ekki forgangsatriði. Þau eru í raun vandamál, kostnaður sem þarf að komast hjá. Þetta grefur undan trausti – ekki bara fatlaðs fólks, heldur allra sem trúa að stjórnmálamenn eigi að standa með réttindum, jafnrétti og mannlegri reisn. Hvort sem að þessi fyrirhuguðu málaferli verða að raunveruleika eða ekki, er ljóst að aðgengi fatlaðra að íþróttaiðkun hjá Kópavogsbæ er með minnsta móti og þörf er á róttækum breytingum í þessum málaflokki. Höfundur á einstaka systur og er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Íþróttir barna Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Systir mín er helsta fyrirmynd mín í lífinu. Hún glímir við fleiri áskoranir en mörg okkar, m.a. þroskahömlun, málhömlun og einhverfu, en heldur samt ótrauð áfram að gera það sem henni finnst skemmtilegt. Hún æfir þrjár íþróttir í þremur bæjarfélögum, utan Kópavogs. Fótboltinn er í Garðabæ, sundið í Hafnarfirði og skautarnir í Reykjavík. Hún er algjör dugnaðarforkur. Hvort sem það er að taka strætó, fara á æfingar eða mót, hún leggur sig alltaf 100% fram og hennar mottó er „æfingin skapar meistarann.” Við fjölskyldan búum í Kópavogi en henni gefst ekki kostur á að iðka sínar íþróttir í hennar heimabæ. Þið getið ímyndað ykkur hvað það fer mikill tími í ferðalög til og frá æfingum. Hvernig stendur á að Kópavogsbær, annað stærsta sveitarfélag landsins býður ekki upp á fjölbreytt tómstunda- og íþróttastarf fyrir fötluð börn og ungmenni. Hvernig stendur á því að íþróttastarf í bænum sé fyrir suma en ekki alla? Mér finnst umhugsunarvert að þessar risa íþróttahallir sem eru í Kópavogi, Fífan og Kórinn, séu ekki nýttar undir íþróttaiðkun fyrir einstaklinga með fötlun. Mannréttindi fyrir suma, ekki alla Fyrir stuttu, á afmæli Kópavogsbæjar var bæjarstjóri spurð hvað henni fyndist best við Kópavog. Hún svaraði að það væri íbúarnir, fólkið í bænum. Ég er alveg sammála þar sem ég hef búið í Kópavogi allt mitt líf og eignast frábæra vini, verið með frábæra kennara og stundað allar mínar íþrótti þar. Þess vegna skýtur skökku við að bæjarstjóri hóti málssókn til að koma í veg fyrir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og noti það sem fyrsta úrræði án þess að reyna koma til móts við fatlað fólk og aðstandendur þeirra í Kópavogi. Ef það eru íbúarnir sem gera bæinn að góðum stað – hvers vegna eru þeir þá ekki hafðir í fyrirrúmi þegar kemur að stórum réttlætismálum. Þegar íbúar þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum, en bæjaryfirvöld bregðast með undanbrögðum í stað þess að bregðast við af alvöru, kemur skýrt í ljós hversu lítill áhugi er fyrir raunverulegum aðgerðum. Þversögnin felst ekki aðeins í orðunum sjálfum, heldur líka í því hver fá þjónustu og hver eru skilin út undan. Skýr skilaboð bæjarstjóra til jaðarsettra hópa. Þegar bæjarstjóri eða sveitarstjórn svarar kalli um aukin mannréttindi – ekki með viðræðum, hlustun eða umbótum – heldur með hótun um málsókn gegn ríkinu vegna tæknilegra atriða- sendir það mjög skýr skilaboð til viðkomandi hóps: þau sem standa höllum fæti, og hafa lengi beðið eftir fullum mannréttindum, eru ekki forgangsatriði. Þau eru í raun vandamál, kostnaður sem þarf að komast hjá. Þetta grefur undan trausti – ekki bara fatlaðs fólks, heldur allra sem trúa að stjórnmálamenn eigi að standa með réttindum, jafnrétti og mannlegri reisn. Hvort sem að þessi fyrirhuguðu málaferli verða að raunveruleika eða ekki, er ljóst að aðgengi fatlaðra að íþróttaiðkun hjá Kópavogsbæ er með minnsta móti og þörf er á róttækum breytingum í þessum málaflokki. Höfundur á einstaka systur og er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar