Ísland smíðar – köllum á hetjurnar okkar Einar Mikael Sverrisson skrifar 13. júní 2025 11:31 Í dag stöndum við frammi fyrir stórri ákvörðun, kannski einni þeirri stærstu sem samfélag getur tekið. Viljum við halda áfram að reiða okkur á einnota lausnir, ósjálfbært neyslumynstur og úrelta hugmynd um að hægt sé að“kaupa sig út úr öllu? Viljum við halda áfram að flytja inn framtíðina, tilbúna, samsetta og ópersónulega? Eða ætlum við að staldra við, horfast í augu við tímann sem við lifum á og smíða okkur nýja leið? Leið sem byggir ekki á neyslu heldur kunnáttu ekki á skammtímahag heldur varanleika.Ekki á óöryggi heldur sjálfstrausti. Svarið er skýrt við verðum að velja smíðar. Heimurinn hefur fengið að molna en við getum smíðað hann upp á ný Við búum í heimi þar sem hlutir endast varla út vikuna. Við hendum því sem bilaði í gær og kaupum nýtt með einum smelli. Þetta hefur orðið eðlilegt, en við vitum að það gengur ekki lengur.Ekki fyrir jörðina, ekki fyrir menningu okkar og ekki fyrir börnin okkar. Við höfum fjarlægst upprunann, handverkið og sköpunina.Við höfum gleymt því að í hlutum býr gildi ekki bara verð.Nú þurfum við að muna. Það vantar ekki fleiri vörur það sem vantar er kunnátta,virðing og tenging.Færni til að skapa og viðhalda til að byggja eitthvað sem stendur.Það sem vantar eru smíðar og þá sem kunna að smíða. Smíðakennsla er ekki bara grein í skóla hún er mótandi afl.Hún kennir sjálfbærni í verki, sjálfstæði í framkvæmd og þrautseigju í raunheimum.Smíðar búa til fólk sem getur bjargað sér og öðrum.Ekki bara með höndunum, heldur með hugsun, sköpun og styrk. Við þurfum hetjur - smíðakennarar eru Batman okkar tíma En hér er málið og það er brýnt:Smíðakennarar eru að hverfa. Þeir eru orðnir eins og ofurhetjur þeir sjást ekki víða, en þegar þeir mæta breytist allt!Þeir vinna þögul undur í smíðastofum um allt land.Þeir kveikja von hjá nemanda sem hélt að hann kynni ekki neitt.Þeir vekja áhuga þar sem áður var kvíði.Þeir byggja upp sjálfsvirðingu þeirra sem finna sig hvergi annars staðar. Þeir kenna ekki bara hvernig á að saga og skeyta saman þeir kenna hvernig á að takast á við heiminn.Nú þurfum við að kalla á þá. Ísland kallar lýsum upp himininn Í öllum góðum ofurhetjusögum kemur sú stund þegar borgin er í neyð.Það kviknar ljós á þaki byggingar og merki birtist á himninum.Kall um hjálp en líka traust og von. Þessi stund er núna við verðum að kveikja okkar ljós.Ekki Batman-merkið.Heldur smíðamerkið.Kall til kennara sem hafa trú, sem hafa færni og sem hafa hjartalagið.Til þeirra sem vilja miðla, breyta og kveikja ljós í öðrum. Við þurfum að kalla á nýja kynslóð smíðakennara.Við þurfum að hlúa að þeim sem fyrir eru, halda þeim, styðja þá og lyfta þeim upp.Við þurfum að skapa umhverfi þar sem smíðakennarar eru ekki undantekning heldur undirstaða. Því Ísland getur ekki smíðað ef enginn kennir.Við getum ekki kennt ef við styðjum ekki kennarana. Smíðar eru framtíð og kennararnir eru lykillinn Þegar við fjárfestum í smíðakennslu, erum við ekki bara að setja nagla í vegginn.Við erum að leggja grunn að sjálfstæðum einstaklingum.Við erum að búa til tækifæri fyrir ungt fólk til að finna sína rödd í gegnum verk, virkni og það að skapa eitthvað raunverulegt og mikilvægt með eigin höndum. Í hverjum smíðatíma verður eitthvað til sem hægt er að halda á en líka eitthvað sem ekki sést sjálfstraust, þrautseigja og færni sem úreldist ekki.Þar lærir einstaklingurinn að það er hægt að bjarga sér.Að það er hægt að byggja líf sem er ekki háð öðrum heldur sprottið innan frá. Það er einmitt þar sem kennarinn stígur inn.Ekki bara með kennsluáætlun, heldur með trú.Trú á nemandann, trú á sköpun og trú á að það sé hægt að breyta samfélagi með því að kenna fólki að smíða. Þessir kennarar eru ekki bara starfsmenn kerfisins þeir eru bændur framtíðarinnar.Þeir sá í jörð sem við hin gleymdum.Við þurfum fleiri smíðakennara. Ísland smíðar – saman Við getum ekki byggt ef við fjárfestum ekki í þeim sem bera þessa kunnáttu, þetta hjartalag.Við getum ekki treyst á sjálfstæða framtíð nema við treystum þeim sem kenna sjálfstæði. Við þurfum að skapa umhverfi þar sem smíðakennarar blómstra.Þar sem þeir eru ekki að hverfa heldur að fjölga.Þar sem börn geta hreyft hugmynd í höndum sínum og fundið að þau geti skilið, lagað, breytt og bætt. Ísland hefur alltaf verið land handverks og hugvits.Við höfum alltaf byggt þrátt fyrir skort en nú byggjum við ekki bara hús heldur stórglæsta framtíð.Við byggjum nýja menningu ,við byggjum með hjartanu og við byggjum hana saman. Við þurfum á kennurunum að halda því þeir kveikja ljós.Þeir smíða fólk þeir gefa okkur þjóð sem treystir á sjálfa sig. Kæra Ísland, nú er kominn tími til að byggja aftur.Með verkfærin í annarri hendi, og vonina í hinni. Ísland smíðar.Framtíðin byrjar hér. Höfundur er húsasmiður og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í dag stöndum við frammi fyrir stórri ákvörðun, kannski einni þeirri stærstu sem samfélag getur tekið. Viljum við halda áfram að reiða okkur á einnota lausnir, ósjálfbært neyslumynstur og úrelta hugmynd um að hægt sé að“kaupa sig út úr öllu? Viljum við halda áfram að flytja inn framtíðina, tilbúna, samsetta og ópersónulega? Eða ætlum við að staldra við, horfast í augu við tímann sem við lifum á og smíða okkur nýja leið? Leið sem byggir ekki á neyslu heldur kunnáttu ekki á skammtímahag heldur varanleika.Ekki á óöryggi heldur sjálfstrausti. Svarið er skýrt við verðum að velja smíðar. Heimurinn hefur fengið að molna en við getum smíðað hann upp á ný Við búum í heimi þar sem hlutir endast varla út vikuna. Við hendum því sem bilaði í gær og kaupum nýtt með einum smelli. Þetta hefur orðið eðlilegt, en við vitum að það gengur ekki lengur.Ekki fyrir jörðina, ekki fyrir menningu okkar og ekki fyrir börnin okkar. Við höfum fjarlægst upprunann, handverkið og sköpunina.Við höfum gleymt því að í hlutum býr gildi ekki bara verð.Nú þurfum við að muna. Það vantar ekki fleiri vörur það sem vantar er kunnátta,virðing og tenging.Færni til að skapa og viðhalda til að byggja eitthvað sem stendur.Það sem vantar eru smíðar og þá sem kunna að smíða. Smíðakennsla er ekki bara grein í skóla hún er mótandi afl.Hún kennir sjálfbærni í verki, sjálfstæði í framkvæmd og þrautseigju í raunheimum.Smíðar búa til fólk sem getur bjargað sér og öðrum.Ekki bara með höndunum, heldur með hugsun, sköpun og styrk. Við þurfum hetjur - smíðakennarar eru Batman okkar tíma En hér er málið og það er brýnt:Smíðakennarar eru að hverfa. Þeir eru orðnir eins og ofurhetjur þeir sjást ekki víða, en þegar þeir mæta breytist allt!Þeir vinna þögul undur í smíðastofum um allt land.Þeir kveikja von hjá nemanda sem hélt að hann kynni ekki neitt.Þeir vekja áhuga þar sem áður var kvíði.Þeir byggja upp sjálfsvirðingu þeirra sem finna sig hvergi annars staðar. Þeir kenna ekki bara hvernig á að saga og skeyta saman þeir kenna hvernig á að takast á við heiminn.Nú þurfum við að kalla á þá. Ísland kallar lýsum upp himininn Í öllum góðum ofurhetjusögum kemur sú stund þegar borgin er í neyð.Það kviknar ljós á þaki byggingar og merki birtist á himninum.Kall um hjálp en líka traust og von. Þessi stund er núna við verðum að kveikja okkar ljós.Ekki Batman-merkið.Heldur smíðamerkið.Kall til kennara sem hafa trú, sem hafa færni og sem hafa hjartalagið.Til þeirra sem vilja miðla, breyta og kveikja ljós í öðrum. Við þurfum að kalla á nýja kynslóð smíðakennara.Við þurfum að hlúa að þeim sem fyrir eru, halda þeim, styðja þá og lyfta þeim upp.Við þurfum að skapa umhverfi þar sem smíðakennarar eru ekki undantekning heldur undirstaða. Því Ísland getur ekki smíðað ef enginn kennir.Við getum ekki kennt ef við styðjum ekki kennarana. Smíðar eru framtíð og kennararnir eru lykillinn Þegar við fjárfestum í smíðakennslu, erum við ekki bara að setja nagla í vegginn.Við erum að leggja grunn að sjálfstæðum einstaklingum.Við erum að búa til tækifæri fyrir ungt fólk til að finna sína rödd í gegnum verk, virkni og það að skapa eitthvað raunverulegt og mikilvægt með eigin höndum. Í hverjum smíðatíma verður eitthvað til sem hægt er að halda á en líka eitthvað sem ekki sést sjálfstraust, þrautseigja og færni sem úreldist ekki.Þar lærir einstaklingurinn að það er hægt að bjarga sér.Að það er hægt að byggja líf sem er ekki háð öðrum heldur sprottið innan frá. Það er einmitt þar sem kennarinn stígur inn.Ekki bara með kennsluáætlun, heldur með trú.Trú á nemandann, trú á sköpun og trú á að það sé hægt að breyta samfélagi með því að kenna fólki að smíða. Þessir kennarar eru ekki bara starfsmenn kerfisins þeir eru bændur framtíðarinnar.Þeir sá í jörð sem við hin gleymdum.Við þurfum fleiri smíðakennara. Ísland smíðar – saman Við getum ekki byggt ef við fjárfestum ekki í þeim sem bera þessa kunnáttu, þetta hjartalag.Við getum ekki treyst á sjálfstæða framtíð nema við treystum þeim sem kenna sjálfstæði. Við þurfum að skapa umhverfi þar sem smíðakennarar blómstra.Þar sem þeir eru ekki að hverfa heldur að fjölga.Þar sem börn geta hreyft hugmynd í höndum sínum og fundið að þau geti skilið, lagað, breytt og bætt. Ísland hefur alltaf verið land handverks og hugvits.Við höfum alltaf byggt þrátt fyrir skort en nú byggjum við ekki bara hús heldur stórglæsta framtíð.Við byggjum nýja menningu ,við byggjum með hjartanu og við byggjum hana saman. Við þurfum á kennurunum að halda því þeir kveikja ljós.Þeir smíða fólk þeir gefa okkur þjóð sem treystir á sjálfa sig. Kæra Ísland, nú er kominn tími til að byggja aftur.Með verkfærin í annarri hendi, og vonina í hinni. Ísland smíðar.Framtíðin byrjar hér. Höfundur er húsasmiður og kennari.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun