Ísraelar gera árásir á Íran Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2025 00:44 Árásir voru meðal annars gerðar í Tehran, höfuðborg Íran. AP/Vahid Salemi Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran. Ísraelar hafa lengi sakað Írana um að vilja koma upp kjarnorkuvopnum og segja að slíkt myndi ógna tilvist Ísraelsríkis. Viðræður milli klerkastjórnarinnar og ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ekki skilað árangri og virðast hafa strandað á dögunum. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) ályktaði svo í morgun að ráðamenn í Íran stæðu ekki við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Í kjölfarið sökuðu Ísraelar Írana um að safna mjög auðguðu úrani, með því markmiði að smíða kjarnorkusprengjur. The Israeli Air Force is striking in the Iranian capital Tehran. pic.twitter.com/403GbvIPBE— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) June 13, 2025 Eftir að ályktun IAEA var gefin út var því lýst yfir í Tehran að nýjar rannsóknarstöðvar fyrir auðgun úrans yrðu opnaðar í Íran og að framleiðsla yrði aukin. Sjá einnig: Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Ísraelar segjast búast við því að árásirnar muni standa yfir í einhverja daga og hafa að minnsta kosti tvær bylgjur árása verið gerðar. Þá segjast Ísraelar eiga þeir von á umfangsmiklum árásum frá Íran á móti. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi og hafa Ísraelar verið hvattir til að halda sig nærri sprengjuskýlum. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir í yfirlýsingu að enginn annar kostur hafi verið í boði fyrir Ísraela. Árásirnar hafi beinst að hjarta kjarnorkuvopnaáætlunar Írana og þær hafi meðal annars verið gerðar á stærstu kjarnorkurannsóknarstöð landsins í Natanz. BREAKING: Fire visible at the nuclear facilities area in Natanz, Iran following Israeli airstrikes. pic.twitter.com/EWVr5VbJSJ— Clash Report (@clashreport) June 13, 2025 Margar af kjarnorkurannsóknarstöðvum Íran eru grafnar djúpt í jörðu og í styrktum byrgjum og þyrfti mjög öflugar sprengjur til að granda þeim, sem erfitt væri fyrir Ísraela að gera án aðstoðar Bandaríkjamanna. Netanjahú segir einnig að árásirnar hafi beinst að kjarnorkuvísindamönnum sem komið hafa að kjarnorkuvopnaáætluninni og að eldflaugaframleiðslu í landinu. Netanjahú segir að árásirnar muni halda áfram „eins lengi og þurfi“. Fregnir hafa borist frá Íran að Mohammead Bagheri, formaður herforingjaráðs Íran, hafi verið felldur í einni af árásunum. Það hefur þó ekki verið staðfest enn. Fjölmiðlar í Ísrael segja að árásir hafi einnig beinst að yfirmanni byltingarvarðar Íran og forseta þjóðaröryggisráðs landsins. Þá segja heimildarmenn fjölmiðla í Ísrael að samhliða loftárásum hafi útsendarar Mossad, leyniþjónustu landsins, gert árásir í Íran. Þeim hafi verið ætlað að draga úr árásum Íran á Ísrael og skaða loftvarnarkerfi landsins. Segir Bandaríkjamenn ekki hafa tekið þátt Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur gefið út yfirlýsingu um að Bandaríkin hafi ekki með nokkrum hætti komið að þessum árásum. Hann segir ráðamenn í Ísrael hafa tilkynnt árásirnar til Bandaríkjamanna og sagt að þær væru nauðsynlegar til að tryggja öryggi Ísrael. Þá segir Rubio að Íranar ættu alls ekki að gera árásir á Bandaríkjamenn í Mið-Austurlöndum vegna árása Ísraela. pic.twitter.com/aqh7QXYtiy— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) June 13, 2025 Trump sagði fyrr í kvöld að hann vonaðist til þess að Ísraelar myndu ekki gera árásir á Íran en sagði það mögulegt. Þegar árásirnar hófust var hann í lautarferð ásamt bandarískum þingmönnum á lóð Hvíta hússins. Í færslu á samfélagsmiðli sínum í kvöld sagði Trump að hann vonaðist eftir samningi við Íran en fyrst þyrftu Íranar að sætta sig við að eignast ekki kjarnorkuvopn. Fréttin hefur verið uppfærð Ísrael Íran Hernaður Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Ísraelar hafa lengi sakað Írana um að vilja koma upp kjarnorkuvopnum og segja að slíkt myndi ógna tilvist Ísraelsríkis. Viðræður milli klerkastjórnarinnar og ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ekki skilað árangri og virðast hafa strandað á dögunum. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) ályktaði svo í morgun að ráðamenn í Íran stæðu ekki við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Í kjölfarið sökuðu Ísraelar Írana um að safna mjög auðguðu úrani, með því markmiði að smíða kjarnorkusprengjur. The Israeli Air Force is striking in the Iranian capital Tehran. pic.twitter.com/403GbvIPBE— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) June 13, 2025 Eftir að ályktun IAEA var gefin út var því lýst yfir í Tehran að nýjar rannsóknarstöðvar fyrir auðgun úrans yrðu opnaðar í Íran og að framleiðsla yrði aukin. Sjá einnig: Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Ísraelar segjast búast við því að árásirnar muni standa yfir í einhverja daga og hafa að minnsta kosti tvær bylgjur árása verið gerðar. Þá segjast Ísraelar eiga þeir von á umfangsmiklum árásum frá Íran á móti. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi og hafa Ísraelar verið hvattir til að halda sig nærri sprengjuskýlum. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir í yfirlýsingu að enginn annar kostur hafi verið í boði fyrir Ísraela. Árásirnar hafi beinst að hjarta kjarnorkuvopnaáætlunar Írana og þær hafi meðal annars verið gerðar á stærstu kjarnorkurannsóknarstöð landsins í Natanz. BREAKING: Fire visible at the nuclear facilities area in Natanz, Iran following Israeli airstrikes. pic.twitter.com/EWVr5VbJSJ— Clash Report (@clashreport) June 13, 2025 Margar af kjarnorkurannsóknarstöðvum Íran eru grafnar djúpt í jörðu og í styrktum byrgjum og þyrfti mjög öflugar sprengjur til að granda þeim, sem erfitt væri fyrir Ísraela að gera án aðstoðar Bandaríkjamanna. Netanjahú segir einnig að árásirnar hafi beinst að kjarnorkuvísindamönnum sem komið hafa að kjarnorkuvopnaáætluninni og að eldflaugaframleiðslu í landinu. Netanjahú segir að árásirnar muni halda áfram „eins lengi og þurfi“. Fregnir hafa borist frá Íran að Mohammead Bagheri, formaður herforingjaráðs Íran, hafi verið felldur í einni af árásunum. Það hefur þó ekki verið staðfest enn. Fjölmiðlar í Ísrael segja að árásir hafi einnig beinst að yfirmanni byltingarvarðar Íran og forseta þjóðaröryggisráðs landsins. Þá segja heimildarmenn fjölmiðla í Ísrael að samhliða loftárásum hafi útsendarar Mossad, leyniþjónustu landsins, gert árásir í Íran. Þeim hafi verið ætlað að draga úr árásum Íran á Ísrael og skaða loftvarnarkerfi landsins. Segir Bandaríkjamenn ekki hafa tekið þátt Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur gefið út yfirlýsingu um að Bandaríkin hafi ekki með nokkrum hætti komið að þessum árásum. Hann segir ráðamenn í Ísrael hafa tilkynnt árásirnar til Bandaríkjamanna og sagt að þær væru nauðsynlegar til að tryggja öryggi Ísrael. Þá segir Rubio að Íranar ættu alls ekki að gera árásir á Bandaríkjamenn í Mið-Austurlöndum vegna árása Ísraela. pic.twitter.com/aqh7QXYtiy— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) June 13, 2025 Trump sagði fyrr í kvöld að hann vonaðist til þess að Ísraelar myndu ekki gera árásir á Íran en sagði það mögulegt. Þegar árásirnar hófust var hann í lautarferð ásamt bandarískum þingmönnum á lóð Hvíta hússins. Í færslu á samfélagsmiðli sínum í kvöld sagði Trump að hann vonaðist eftir samningi við Íran en fyrst þyrftu Íranar að sætta sig við að eignast ekki kjarnorkuvopn. Fréttin hefur verið uppfærð
Ísrael Íran Hernaður Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira