Ísraelar gera árásir á Íran Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2025 00:44 Árásir voru meðal annars gerðar í Tehran, höfuðborg Íran. AP/Vahid Salemi Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran. Ísraelar hafa lengi sakað Írana um að vilja koma upp kjarnorkuvopnum og segja að slíkt myndi ógna tilvist Ísraelsríkis. Viðræður milli klerkastjórnarinnar og ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ekki skilað árangri og virðast hafa strandað á dögunum. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) ályktaði svo í morgun að ráðamenn í Íran stæðu ekki við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Í kjölfarið sökuðu Ísraelar Írana um að safna mjög auðguðu úrani, með því markmiði að smíða kjarnorkusprengjur. The Israeli Air Force is striking in the Iranian capital Tehran. pic.twitter.com/403GbvIPBE— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) June 13, 2025 Eftir að ályktun IAEA var gefin út var því lýst yfir í Tehran að nýjar rannsóknarstöðvar fyrir auðgun úrans yrðu opnaðar í Íran og að framleiðsla yrði aukin. Sjá einnig: Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Ísraelar segjast búast við því að árásirnar muni standa yfir í einhverja daga og hafa að minnsta kosti tvær bylgjur árása verið gerðar. Þá segjast Ísraelar eiga þeir von á umfangsmiklum árásum frá Íran á móti. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi og hafa Ísraelar verið hvattir til að halda sig nærri sprengjuskýlum. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir í yfirlýsingu að enginn annar kostur hafi verið í boði fyrir Ísraela. Árásirnar hafi beinst að hjarta kjarnorkuvopnaáætlunar Írana og þær hafi meðal annars verið gerðar á stærstu kjarnorkurannsóknarstöð landsins í Natanz. BREAKING: Fire visible at the nuclear facilities area in Natanz, Iran following Israeli airstrikes. pic.twitter.com/EWVr5VbJSJ— Clash Report (@clashreport) June 13, 2025 Margar af kjarnorkurannsóknarstöðvum Íran eru grafnar djúpt í jörðu og í styrktum byrgjum og þyrfti mjög öflugar sprengjur til að granda þeim, sem erfitt væri fyrir Ísraela að gera án aðstoðar Bandaríkjamanna. Netanjahú segir einnig að árásirnar hafi beinst að kjarnorkuvísindamönnum sem komið hafa að kjarnorkuvopnaáætluninni og að eldflaugaframleiðslu í landinu. Netanjahú segir að árásirnar muni halda áfram „eins lengi og þurfi“. Fregnir hafa borist frá Íran að Mohammead Bagheri, formaður herforingjaráðs Íran, hafi verið felldur í einni af árásunum. Það hefur þó ekki verið staðfest enn. Fjölmiðlar í Ísrael segja að árásir hafi einnig beinst að yfirmanni byltingarvarðar Íran og forseta þjóðaröryggisráðs landsins. Þá segja heimildarmenn fjölmiðla í Ísrael að samhliða loftárásum hafi útsendarar Mossad, leyniþjónustu landsins, gert árásir í Íran. Þeim hafi verið ætlað að draga úr árásum Íran á Ísrael og skaða loftvarnarkerfi landsins. Segir Bandaríkjamenn ekki hafa tekið þátt Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur gefið út yfirlýsingu um að Bandaríkin hafi ekki með nokkrum hætti komið að þessum árásum. Hann segir ráðamenn í Ísrael hafa tilkynnt árásirnar til Bandaríkjamanna og sagt að þær væru nauðsynlegar til að tryggja öryggi Ísrael. Þá segir Rubio að Íranar ættu alls ekki að gera árásir á Bandaríkjamenn í Mið-Austurlöndum vegna árása Ísraela. pic.twitter.com/aqh7QXYtiy— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) June 13, 2025 Trump sagði fyrr í kvöld að hann vonaðist til þess að Ísraelar myndu ekki gera árásir á Íran en sagði það mögulegt. Þegar árásirnar hófust var hann í lautarferð ásamt bandarískum þingmönnum á lóð Hvíta hússins. Í færslu á samfélagsmiðli sínum í kvöld sagði Trump að hann vonaðist eftir samningi við Íran en fyrst þyrftu Íranar að sætta sig við að eignast ekki kjarnorkuvopn. Fréttin hefur verið uppfærð Ísrael Íran Hernaður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Ísraelar hafa lengi sakað Írana um að vilja koma upp kjarnorkuvopnum og segja að slíkt myndi ógna tilvist Ísraelsríkis. Viðræður milli klerkastjórnarinnar og ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ekki skilað árangri og virðast hafa strandað á dögunum. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) ályktaði svo í morgun að ráðamenn í Íran stæðu ekki við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Í kjölfarið sökuðu Ísraelar Írana um að safna mjög auðguðu úrani, með því markmiði að smíða kjarnorkusprengjur. The Israeli Air Force is striking in the Iranian capital Tehran. pic.twitter.com/403GbvIPBE— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) June 13, 2025 Eftir að ályktun IAEA var gefin út var því lýst yfir í Tehran að nýjar rannsóknarstöðvar fyrir auðgun úrans yrðu opnaðar í Íran og að framleiðsla yrði aukin. Sjá einnig: Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Ísraelar segjast búast við því að árásirnar muni standa yfir í einhverja daga og hafa að minnsta kosti tvær bylgjur árása verið gerðar. Þá segjast Ísraelar eiga þeir von á umfangsmiklum árásum frá Íran á móti. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi og hafa Ísraelar verið hvattir til að halda sig nærri sprengjuskýlum. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir í yfirlýsingu að enginn annar kostur hafi verið í boði fyrir Ísraela. Árásirnar hafi beinst að hjarta kjarnorkuvopnaáætlunar Írana og þær hafi meðal annars verið gerðar á stærstu kjarnorkurannsóknarstöð landsins í Natanz. BREAKING: Fire visible at the nuclear facilities area in Natanz, Iran following Israeli airstrikes. pic.twitter.com/EWVr5VbJSJ— Clash Report (@clashreport) June 13, 2025 Margar af kjarnorkurannsóknarstöðvum Íran eru grafnar djúpt í jörðu og í styrktum byrgjum og þyrfti mjög öflugar sprengjur til að granda þeim, sem erfitt væri fyrir Ísraela að gera án aðstoðar Bandaríkjamanna. Netanjahú segir einnig að árásirnar hafi beinst að kjarnorkuvísindamönnum sem komið hafa að kjarnorkuvopnaáætluninni og að eldflaugaframleiðslu í landinu. Netanjahú segir að árásirnar muni halda áfram „eins lengi og þurfi“. Fregnir hafa borist frá Íran að Mohammead Bagheri, formaður herforingjaráðs Íran, hafi verið felldur í einni af árásunum. Það hefur þó ekki verið staðfest enn. Fjölmiðlar í Ísrael segja að árásir hafi einnig beinst að yfirmanni byltingarvarðar Íran og forseta þjóðaröryggisráðs landsins. Þá segja heimildarmenn fjölmiðla í Ísrael að samhliða loftárásum hafi útsendarar Mossad, leyniþjónustu landsins, gert árásir í Íran. Þeim hafi verið ætlað að draga úr árásum Íran á Ísrael og skaða loftvarnarkerfi landsins. Segir Bandaríkjamenn ekki hafa tekið þátt Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur gefið út yfirlýsingu um að Bandaríkin hafi ekki með nokkrum hætti komið að þessum árásum. Hann segir ráðamenn í Ísrael hafa tilkynnt árásirnar til Bandaríkjamanna og sagt að þær væru nauðsynlegar til að tryggja öryggi Ísrael. Þá segir Rubio að Íranar ættu alls ekki að gera árásir á Bandaríkjamenn í Mið-Austurlöndum vegna árása Ísraela. pic.twitter.com/aqh7QXYtiy— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) June 13, 2025 Trump sagði fyrr í kvöld að hann vonaðist til þess að Ísraelar myndu ekki gera árásir á Íran en sagði það mögulegt. Þegar árásirnar hófust var hann í lautarferð ásamt bandarískum þingmönnum á lóð Hvíta hússins. Í færslu á samfélagsmiðli sínum í kvöld sagði Trump að hann vonaðist eftir samningi við Íran en fyrst þyrftu Íranar að sætta sig við að eignast ekki kjarnorkuvopn. Fréttin hefur verið uppfærð
Ísrael Íran Hernaður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent