Hefja söfnun fyrir geðheilbrigðisúrræði í minningu Bryndísar Klöru Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 07:49 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Alma Möller heilbrigðisráðherra voru með tölu á viðburðinum. Stöð 2 Vitundarvakningu og söfnun fyrir Bryndísarhlíð, nýja þjónustumiðstöð og geðheilbrigðisúrræði fyrir börn og ungmenni sem hafa orðið fyrir ofbeldi, var ýtt úr vör í Iðnó í gær. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands flutti ávarp við tilefnið en hún er jafnframt verndari Minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Alma Möller heilbrigðisráðherra kynnti áform og stefnu heilbrigðisráðuneytisins í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi. Tónlistarkonan GDRN flutti einnig lagið Riddarar kærleikans við tilefnið en höfundar lagsins sem voru grunnskólanemendur frá Hofsósi voru einnig viðstaddir. Riddarar kærleikans voru settir á laggirnar í kjölfarið á sviplegu fráfalli Bryndísar Klöru eftir hnífaárás á menningarnótt í Reykjavík á síðasta ári en um er ræða hreyfingu fólks sem hefur það að markmiði að virkja kærleikann í samfélaginu, minnka ofbeldi og bæta líðan með samtali og aðgerðum, þvert á kynslóðir og hópa. Kærleiksherferðinni var eins og fyrr segir ýtt úr vör í gær. Fyrirhugað er að þjónusta Bryndísarhlíðar verði þverfagleg og sinnt af heilbrigðisstarfsfólki sem hefur sérfræðiþekkingu á málefnum barna. „Við foreldrar Bryndísar Klöru vonum að Bryndísarhlíð verði öruggur staður fyrir börn og ungmenni sem þurfa stuðning vegna ofbeldis. Minning Bryndísar Klöru lifir í þeirri von að ekkert barn og engin fjölskylda þurfi að upplifa slíkan harmleik,“ segja Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir foreldrar Bryndísar Klöru heitinnar. Til stuðnings átakinu munu tvö ungmenni, kærleiksriddarar og fyrrum skólafélagar Bryndísar Klöru úr Verslunarskólanum, Kári Einarsson og Embla Bachman halda í hringferð um landið með boðskap um kærleika, samkennd, tengsl og mikilvægi þess að tala saman. Markmiðið er að skapa stóran kærleikshring hringinn í kringum Ísland. Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Alma Möller heilbrigðisráðherra kynnti áform og stefnu heilbrigðisráðuneytisins í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi. Tónlistarkonan GDRN flutti einnig lagið Riddarar kærleikans við tilefnið en höfundar lagsins sem voru grunnskólanemendur frá Hofsósi voru einnig viðstaddir. Riddarar kærleikans voru settir á laggirnar í kjölfarið á sviplegu fráfalli Bryndísar Klöru eftir hnífaárás á menningarnótt í Reykjavík á síðasta ári en um er ræða hreyfingu fólks sem hefur það að markmiði að virkja kærleikann í samfélaginu, minnka ofbeldi og bæta líðan með samtali og aðgerðum, þvert á kynslóðir og hópa. Kærleiksherferðinni var eins og fyrr segir ýtt úr vör í gær. Fyrirhugað er að þjónusta Bryndísarhlíðar verði þverfagleg og sinnt af heilbrigðisstarfsfólki sem hefur sérfræðiþekkingu á málefnum barna. „Við foreldrar Bryndísar Klöru vonum að Bryndísarhlíð verði öruggur staður fyrir börn og ungmenni sem þurfa stuðning vegna ofbeldis. Minning Bryndísar Klöru lifir í þeirri von að ekkert barn og engin fjölskylda þurfi að upplifa slíkan harmleik,“ segja Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir foreldrar Bryndísar Klöru heitinnar. Til stuðnings átakinu munu tvö ungmenni, kærleiksriddarar og fyrrum skólafélagar Bryndísar Klöru úr Verslunarskólanum, Kári Einarsson og Embla Bachman halda í hringferð um landið með boðskap um kærleika, samkennd, tengsl og mikilvægi þess að tala saman. Markmiðið er að skapa stóran kærleikshring hringinn í kringum Ísland.
Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira