Svikin loforð í leikskólamálum Reykjanesbæjar Gígja Sigríður Guðjónsdóttir skrifar 12. júní 2025 08:30 Undanfarna daga hafa leikskólamálin í Reykjanesbæ komist í kastljósið og það er ekki að ástæðulausu. Umræðan hefur blossað upp af krafti og óhætt er að segja að margar barnafjölskyldur hafi beðið lengi eftir að þessi mikilvægi málaflokkur fengi verðskuldaða athygli. Fyrir fjórum árum stóð ég einmitt í þeirri stöðu að bíða eftir leikskólaplássi og þótti staðan einfaldlega ólíðandi að þurfa bíða 6-12 mánuðum lengur eftir plássi heldur en vinkonur mínar í öðrum sveitarfélögum. Það var einmitt að þeirri ástæðu að ég bauð mig fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum þar sem upp kom ákveðið loforðakapphlaup um bætingar í leikskólamálum. Samfylkingin stóð þar uppi sem sigurvegarinn, með loforði um dagvistun barna við 18 mánaða aldur. Að ákveðnu leiti er ánægjulegt að sjá umræðuna um leikskólamál blossa upp aftur, því öflugir leikskólar gera grunninn að góðum og barnvænum samfélögum. Á sama tíma er sorglegt að sjá hvað lítið hefur gerst í þessum efnum hjá okkur í Reykjanesbæ. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu í Reykjanesbæ er nú allt að ári hærri en í sambærilegum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Í Garðabæ, Hafnarfirði, Akureyri, Kópavogi og Mosfellsbæ hefja börn leikskóladvöl að jafnaði á aldrinum 15 til 19 mánaða. Í Reykjanesbæ er þetta bil hins vegar 24 til 29 mánaða og í verstu tilfellum er börnum ekki boðin leikskóladvöl fyrr en þau eru eldri en 30 mánaða. Í Reykjanesbæ starfar þó öflugur hópur dagforeldra, sem eru ekki á vegum bæjarins. Því er ekkert tryggt framboð af þeim og stöðug umræða um innritun barna í leikskóla við 12 mánaða aldur heldur aftur af nýliðun og fjölgun í þeirri starfsstétt. Mv. Skráða dagforeldra í Reykjanesbæ geta þeir tekið á móti 135 börnum, en í Reykjanesbæ eru yfir 700 börn á aldrinum 0 – 2 ára. Þegar þetta er staðan þurfa margir foreldrar að skiptast á að taka launalaust leyfi, fresta því að fara aftur inn á vinnumarkað og leyta úrlausna sem hafa áhrif á fjárhaf fjölskyldunnar og getur valdið miklu álagi. Leikskólamálin snúast ekki einungis um dagvistun – þau snúast um örvun, félagsskap og framtíð barnanna, möguleika foreldranna og það hvort sveitarfélagið hafi raunverulegan metnað til þess að skara fram úr í þjónustu við barnafjölskyldur. Þegar þessi grunnþjónusta sveitarfélagsins er ekki að batna er verið að grafa undan samkeppnisstöðu bæjarins. Barnafjölskyldur leita einfaldlega annað, þangað sem þjónustan er í lagi og þar sem stjórnendur taka ábyrgð. Með þessum skrifum er ég að vekja athygli á að skammtímaráðstafanir meirihlutans hafa ekki virkað, það þarf að spíta í lófana og gera Reykjanesbæ að eina besta sveitafélagi landsins fyrir barnafjölskyldur. Höfundur er uppeldis- og menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Mest lesið Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa leikskólamálin í Reykjanesbæ komist í kastljósið og það er ekki að ástæðulausu. Umræðan hefur blossað upp af krafti og óhætt er að segja að margar barnafjölskyldur hafi beðið lengi eftir að þessi mikilvægi málaflokkur fengi verðskuldaða athygli. Fyrir fjórum árum stóð ég einmitt í þeirri stöðu að bíða eftir leikskólaplássi og þótti staðan einfaldlega ólíðandi að þurfa bíða 6-12 mánuðum lengur eftir plássi heldur en vinkonur mínar í öðrum sveitarfélögum. Það var einmitt að þeirri ástæðu að ég bauð mig fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum þar sem upp kom ákveðið loforðakapphlaup um bætingar í leikskólamálum. Samfylkingin stóð þar uppi sem sigurvegarinn, með loforði um dagvistun barna við 18 mánaða aldur. Að ákveðnu leiti er ánægjulegt að sjá umræðuna um leikskólamál blossa upp aftur, því öflugir leikskólar gera grunninn að góðum og barnvænum samfélögum. Á sama tíma er sorglegt að sjá hvað lítið hefur gerst í þessum efnum hjá okkur í Reykjanesbæ. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu í Reykjanesbæ er nú allt að ári hærri en í sambærilegum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Í Garðabæ, Hafnarfirði, Akureyri, Kópavogi og Mosfellsbæ hefja börn leikskóladvöl að jafnaði á aldrinum 15 til 19 mánaða. Í Reykjanesbæ er þetta bil hins vegar 24 til 29 mánaða og í verstu tilfellum er börnum ekki boðin leikskóladvöl fyrr en þau eru eldri en 30 mánaða. Í Reykjanesbæ starfar þó öflugur hópur dagforeldra, sem eru ekki á vegum bæjarins. Því er ekkert tryggt framboð af þeim og stöðug umræða um innritun barna í leikskóla við 12 mánaða aldur heldur aftur af nýliðun og fjölgun í þeirri starfsstétt. Mv. Skráða dagforeldra í Reykjanesbæ geta þeir tekið á móti 135 börnum, en í Reykjanesbæ eru yfir 700 börn á aldrinum 0 – 2 ára. Þegar þetta er staðan þurfa margir foreldrar að skiptast á að taka launalaust leyfi, fresta því að fara aftur inn á vinnumarkað og leyta úrlausna sem hafa áhrif á fjárhaf fjölskyldunnar og getur valdið miklu álagi. Leikskólamálin snúast ekki einungis um dagvistun – þau snúast um örvun, félagsskap og framtíð barnanna, möguleika foreldranna og það hvort sveitarfélagið hafi raunverulegan metnað til þess að skara fram úr í þjónustu við barnafjölskyldur. Þegar þessi grunnþjónusta sveitarfélagsins er ekki að batna er verið að grafa undan samkeppnisstöðu bæjarins. Barnafjölskyldur leita einfaldlega annað, þangað sem þjónustan er í lagi og þar sem stjórnendur taka ábyrgð. Með þessum skrifum er ég að vekja athygli á að skammtímaráðstafanir meirihlutans hafa ekki virkað, það þarf að spíta í lófana og gera Reykjanesbæ að eina besta sveitafélagi landsins fyrir barnafjölskyldur. Höfundur er uppeldis- og menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar