Svikin loforð í leikskólamálum Reykjanesbæjar Gígja Sigríður Guðjónsdóttir skrifar 12. júní 2025 08:30 Undanfarna daga hafa leikskólamálin í Reykjanesbæ komist í kastljósið og það er ekki að ástæðulausu. Umræðan hefur blossað upp af krafti og óhætt er að segja að margar barnafjölskyldur hafi beðið lengi eftir að þessi mikilvægi málaflokkur fengi verðskuldaða athygli. Fyrir fjórum árum stóð ég einmitt í þeirri stöðu að bíða eftir leikskólaplássi og þótti staðan einfaldlega ólíðandi að þurfa bíða 6-12 mánuðum lengur eftir plássi heldur en vinkonur mínar í öðrum sveitarfélögum. Það var einmitt að þeirri ástæðu að ég bauð mig fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum þar sem upp kom ákveðið loforðakapphlaup um bætingar í leikskólamálum. Samfylkingin stóð þar uppi sem sigurvegarinn, með loforði um dagvistun barna við 18 mánaða aldur. Að ákveðnu leiti er ánægjulegt að sjá umræðuna um leikskólamál blossa upp aftur, því öflugir leikskólar gera grunninn að góðum og barnvænum samfélögum. Á sama tíma er sorglegt að sjá hvað lítið hefur gerst í þessum efnum hjá okkur í Reykjanesbæ. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu í Reykjanesbæ er nú allt að ári hærri en í sambærilegum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Í Garðabæ, Hafnarfirði, Akureyri, Kópavogi og Mosfellsbæ hefja börn leikskóladvöl að jafnaði á aldrinum 15 til 19 mánaða. Í Reykjanesbæ er þetta bil hins vegar 24 til 29 mánaða og í verstu tilfellum er börnum ekki boðin leikskóladvöl fyrr en þau eru eldri en 30 mánaða. Í Reykjanesbæ starfar þó öflugur hópur dagforeldra, sem eru ekki á vegum bæjarins. Því er ekkert tryggt framboð af þeim og stöðug umræða um innritun barna í leikskóla við 12 mánaða aldur heldur aftur af nýliðun og fjölgun í þeirri starfsstétt. Mv. Skráða dagforeldra í Reykjanesbæ geta þeir tekið á móti 135 börnum, en í Reykjanesbæ eru yfir 700 börn á aldrinum 0 – 2 ára. Þegar þetta er staðan þurfa margir foreldrar að skiptast á að taka launalaust leyfi, fresta því að fara aftur inn á vinnumarkað og leyta úrlausna sem hafa áhrif á fjárhaf fjölskyldunnar og getur valdið miklu álagi. Leikskólamálin snúast ekki einungis um dagvistun – þau snúast um örvun, félagsskap og framtíð barnanna, möguleika foreldranna og það hvort sveitarfélagið hafi raunverulegan metnað til þess að skara fram úr í þjónustu við barnafjölskyldur. Þegar þessi grunnþjónusta sveitarfélagsins er ekki að batna er verið að grafa undan samkeppnisstöðu bæjarins. Barnafjölskyldur leita einfaldlega annað, þangað sem þjónustan er í lagi og þar sem stjórnendur taka ábyrgð. Með þessum skrifum er ég að vekja athygli á að skammtímaráðstafanir meirihlutans hafa ekki virkað, það þarf að spíta í lófana og gera Reykjanesbæ að eina besta sveitafélagi landsins fyrir barnafjölskyldur. Höfundur er uppeldis- og menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Mest lesið Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa leikskólamálin í Reykjanesbæ komist í kastljósið og það er ekki að ástæðulausu. Umræðan hefur blossað upp af krafti og óhætt er að segja að margar barnafjölskyldur hafi beðið lengi eftir að þessi mikilvægi málaflokkur fengi verðskuldaða athygli. Fyrir fjórum árum stóð ég einmitt í þeirri stöðu að bíða eftir leikskólaplássi og þótti staðan einfaldlega ólíðandi að þurfa bíða 6-12 mánuðum lengur eftir plássi heldur en vinkonur mínar í öðrum sveitarfélögum. Það var einmitt að þeirri ástæðu að ég bauð mig fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum þar sem upp kom ákveðið loforðakapphlaup um bætingar í leikskólamálum. Samfylkingin stóð þar uppi sem sigurvegarinn, með loforði um dagvistun barna við 18 mánaða aldur. Að ákveðnu leiti er ánægjulegt að sjá umræðuna um leikskólamál blossa upp aftur, því öflugir leikskólar gera grunninn að góðum og barnvænum samfélögum. Á sama tíma er sorglegt að sjá hvað lítið hefur gerst í þessum efnum hjá okkur í Reykjanesbæ. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu í Reykjanesbæ er nú allt að ári hærri en í sambærilegum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Í Garðabæ, Hafnarfirði, Akureyri, Kópavogi og Mosfellsbæ hefja börn leikskóladvöl að jafnaði á aldrinum 15 til 19 mánaða. Í Reykjanesbæ er þetta bil hins vegar 24 til 29 mánaða og í verstu tilfellum er börnum ekki boðin leikskóladvöl fyrr en þau eru eldri en 30 mánaða. Í Reykjanesbæ starfar þó öflugur hópur dagforeldra, sem eru ekki á vegum bæjarins. Því er ekkert tryggt framboð af þeim og stöðug umræða um innritun barna í leikskóla við 12 mánaða aldur heldur aftur af nýliðun og fjölgun í þeirri starfsstétt. Mv. Skráða dagforeldra í Reykjanesbæ geta þeir tekið á móti 135 börnum, en í Reykjanesbæ eru yfir 700 börn á aldrinum 0 – 2 ára. Þegar þetta er staðan þurfa margir foreldrar að skiptast á að taka launalaust leyfi, fresta því að fara aftur inn á vinnumarkað og leyta úrlausna sem hafa áhrif á fjárhaf fjölskyldunnar og getur valdið miklu álagi. Leikskólamálin snúast ekki einungis um dagvistun – þau snúast um örvun, félagsskap og framtíð barnanna, möguleika foreldranna og það hvort sveitarfélagið hafi raunverulegan metnað til þess að skara fram úr í þjónustu við barnafjölskyldur. Þegar þessi grunnþjónusta sveitarfélagsins er ekki að batna er verið að grafa undan samkeppnisstöðu bæjarins. Barnafjölskyldur leita einfaldlega annað, þangað sem þjónustan er í lagi og þar sem stjórnendur taka ábyrgð. Með þessum skrifum er ég að vekja athygli á að skammtímaráðstafanir meirihlutans hafa ekki virkað, það þarf að spíta í lófana og gera Reykjanesbæ að eina besta sveitafélagi landsins fyrir barnafjölskyldur. Höfundur er uppeldis- og menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun