Skaut fast á umboðsmann Gyökeres: „Hótanir og kúgun virka ekki á mig“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 13:02 Viktor Gyökeres hefur fagnað miklum fjölda marka í búningi Sporting Lissabon en vill núna færa sig til. Getty/Maciej Rogowski Myndast hefur stór gjá á milli annars vegar framherjans eftirsótta Viktors Gyökeres og umboðsmanns hans, og hins vegar forráðamanna portúgalska félagsins Sporting Lissabon. Svíinn virðist ætla að reyna allt til að knýja fram sölu í sumar. Stóru miðlarnir í Portúgal, Record og A Bola, hafa fjallað um mál Gyökeres sem telur sig hafa verið svikinn af forráðamönnum Sporting. Þessi 27 ára Svíi hefur raðað inn mörkum fyrir Sporting og varð markakóngur í Portúgal annað árið í röð í vetur, með heil 39 mörk, og varð Sporting tvöfaldur meistari. Gyökeres er sagður hafa talið heiðursmannasamkomulag í gildi um að hann gæti farið frá Sporting í sumar fyrir 60 milljónir evra auk 10 milljóna evra í aukagreiðslu. Nú hefur Frederico Varandas, forseti Sporting, tjáð sig opinberlega og sagt það hreina og klára lygi sem komin sé frá umboðsmanni Gyökeres. Sá umboðsmaður, Hasan Cetinkaya, sé ekki að hjálpa neinum með hátterni sínu. Samþykkti að krefjast ekki hundrað milljóna evra „Ferlið hófst í lok síðasta tímabils. Við urðum meistarar og áttum frábært tímabil. Í félagaskiptaglugganum kom í ljós að Viktor yrði áfram í Sporting því við fengum ekki eitt einasta tilboð í hann,“ sagði Varandas og hélt áfram: „Þegar tímabilið hófst [síðasta haust] hafði umboðsmaður hans, af ýmsum ástæðum, samband við Hugo Viana [fyrrverandi yfirmann íþróttamála hjá Sporting] nokkrum sinnum og spurði hvort við gætum bætt við bónus í samninginn ef hann skoraði ákveðinn fjölda marka. Ég gaf leyfi fyrir því innan skynsamlegra marka. Ein af stærstu áhyggjum umboðsmannsins var að vita hvort við myndum svo krefjast allra 100 milljóna evranna í uppsagnarákvæðinu á næsta ári. Viana átti í viðræðum við umboðsmanninn á nokkrum fundum þar sem umboðsmaðurinn sjálfur bað um að forsetinn yrði viðstaddur til að taka lokaákvörðun. Bónusinn fyrir ákveðinn fjölda marka virtist sanngjarna. Á þessum fundi, þar sem ég sem forseti var viðstaddur ásamt umboðsmanninum og Viana, án Viktors, reyndi umboðsmaðurinn að fá í gegn ákveðna tryggingu. Við ákváðum að Sporting myndi ekki krefjast uppsagnarákvæðisins í lok þessa tímabils, sérstaklega þar sem hann yrði þá 27 ára og enginn 27 ára leikmaður yfirgefur Portúgal fyrir 100 milljónir evra. Við vissum líka að Viktor vildi fara til félags þar sem hann gæti keppt í Meistaradeildinni og erum með heilbrigða skynsemi. Þannig að við lofuðum að krefjast ekki 100 milljóna evra,“ sagði Varandas. Ekki séns að hann fari fyrir 60 + 10 Að sögn forsetans var hins vegar aldrei samið um neina ákveðna upphæð í þessu sambandi. Umboðsmaðurinn vildi festa 60 eða 70 milljónir evra en Varandas sagði engan tilgang í því. Margt gæti breyst á einu tímabili og alveg óvíst hvaða upphæð myndi passa að því loknu. Málið hafi ekki verið frekar rætt en að ljóst sé að Gyökeres muni ekki fara frá Sporting nema fyrir upphæð sem sé við hæfi. „Hótanir, fjárkúgun og móðganir virka ekki á mig. Ég get fullvissað ykkur um að Viktor Gyökeres fer ekki fyrir 60+10 milljónir evra, því ég hef aldrei lofað því. Leikurinn sem umboðsmaðurinn er að spila gerir bara illt verra. Sporting hefur ekki fengið nein tilboð í Gyökeres hingað til. Hann er frábær leikmaður en það hafa engin tilboð borist í dag. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við Sporting,“ sagði Varandas. Enski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Sjá meira
Stóru miðlarnir í Portúgal, Record og A Bola, hafa fjallað um mál Gyökeres sem telur sig hafa verið svikinn af forráðamönnum Sporting. Þessi 27 ára Svíi hefur raðað inn mörkum fyrir Sporting og varð markakóngur í Portúgal annað árið í röð í vetur, með heil 39 mörk, og varð Sporting tvöfaldur meistari. Gyökeres er sagður hafa talið heiðursmannasamkomulag í gildi um að hann gæti farið frá Sporting í sumar fyrir 60 milljónir evra auk 10 milljóna evra í aukagreiðslu. Nú hefur Frederico Varandas, forseti Sporting, tjáð sig opinberlega og sagt það hreina og klára lygi sem komin sé frá umboðsmanni Gyökeres. Sá umboðsmaður, Hasan Cetinkaya, sé ekki að hjálpa neinum með hátterni sínu. Samþykkti að krefjast ekki hundrað milljóna evra „Ferlið hófst í lok síðasta tímabils. Við urðum meistarar og áttum frábært tímabil. Í félagaskiptaglugganum kom í ljós að Viktor yrði áfram í Sporting því við fengum ekki eitt einasta tilboð í hann,“ sagði Varandas og hélt áfram: „Þegar tímabilið hófst [síðasta haust] hafði umboðsmaður hans, af ýmsum ástæðum, samband við Hugo Viana [fyrrverandi yfirmann íþróttamála hjá Sporting] nokkrum sinnum og spurði hvort við gætum bætt við bónus í samninginn ef hann skoraði ákveðinn fjölda marka. Ég gaf leyfi fyrir því innan skynsamlegra marka. Ein af stærstu áhyggjum umboðsmannsins var að vita hvort við myndum svo krefjast allra 100 milljóna evranna í uppsagnarákvæðinu á næsta ári. Viana átti í viðræðum við umboðsmanninn á nokkrum fundum þar sem umboðsmaðurinn sjálfur bað um að forsetinn yrði viðstaddur til að taka lokaákvörðun. Bónusinn fyrir ákveðinn fjölda marka virtist sanngjarna. Á þessum fundi, þar sem ég sem forseti var viðstaddur ásamt umboðsmanninum og Viana, án Viktors, reyndi umboðsmaðurinn að fá í gegn ákveðna tryggingu. Við ákváðum að Sporting myndi ekki krefjast uppsagnarákvæðisins í lok þessa tímabils, sérstaklega þar sem hann yrði þá 27 ára og enginn 27 ára leikmaður yfirgefur Portúgal fyrir 100 milljónir evra. Við vissum líka að Viktor vildi fara til félags þar sem hann gæti keppt í Meistaradeildinni og erum með heilbrigða skynsemi. Þannig að við lofuðum að krefjast ekki 100 milljóna evra,“ sagði Varandas. Ekki séns að hann fari fyrir 60 + 10 Að sögn forsetans var hins vegar aldrei samið um neina ákveðna upphæð í þessu sambandi. Umboðsmaðurinn vildi festa 60 eða 70 milljónir evra en Varandas sagði engan tilgang í því. Margt gæti breyst á einu tímabili og alveg óvíst hvaða upphæð myndi passa að því loknu. Málið hafi ekki verið frekar rætt en að ljóst sé að Gyökeres muni ekki fara frá Sporting nema fyrir upphæð sem sé við hæfi. „Hótanir, fjárkúgun og móðganir virka ekki á mig. Ég get fullvissað ykkur um að Viktor Gyökeres fer ekki fyrir 60+10 milljónir evra, því ég hef aldrei lofað því. Leikurinn sem umboðsmaðurinn er að spila gerir bara illt verra. Sporting hefur ekki fengið nein tilboð í Gyökeres hingað til. Hann er frábær leikmaður en það hafa engin tilboð borist í dag. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við Sporting,“ sagði Varandas.
Enski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Sjá meira