Skaut fast á umboðsmann Gyökeres: „Hótanir og kúgun virka ekki á mig“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 13:02 Viktor Gyökeres hefur fagnað miklum fjölda marka í búningi Sporting Lissabon en vill núna færa sig til. Getty/Maciej Rogowski Myndast hefur stór gjá á milli annars vegar framherjans eftirsótta Viktors Gyökeres og umboðsmanns hans, og hins vegar forráðamanna portúgalska félagsins Sporting Lissabon. Svíinn virðist ætla að reyna allt til að knýja fram sölu í sumar. Stóru miðlarnir í Portúgal, Record og A Bola, hafa fjallað um mál Gyökeres sem telur sig hafa verið svikinn af forráðamönnum Sporting. Þessi 27 ára Svíi hefur raðað inn mörkum fyrir Sporting og varð markakóngur í Portúgal annað árið í röð í vetur, með heil 39 mörk, og varð Sporting tvöfaldur meistari. Gyökeres er sagður hafa talið heiðursmannasamkomulag í gildi um að hann gæti farið frá Sporting í sumar fyrir 60 milljónir evra auk 10 milljóna evra í aukagreiðslu. Nú hefur Frederico Varandas, forseti Sporting, tjáð sig opinberlega og sagt það hreina og klára lygi sem komin sé frá umboðsmanni Gyökeres. Sá umboðsmaður, Hasan Cetinkaya, sé ekki að hjálpa neinum með hátterni sínu. Samþykkti að krefjast ekki hundrað milljóna evra „Ferlið hófst í lok síðasta tímabils. Við urðum meistarar og áttum frábært tímabil. Í félagaskiptaglugganum kom í ljós að Viktor yrði áfram í Sporting því við fengum ekki eitt einasta tilboð í hann,“ sagði Varandas og hélt áfram: „Þegar tímabilið hófst [síðasta haust] hafði umboðsmaður hans, af ýmsum ástæðum, samband við Hugo Viana [fyrrverandi yfirmann íþróttamála hjá Sporting] nokkrum sinnum og spurði hvort við gætum bætt við bónus í samninginn ef hann skoraði ákveðinn fjölda marka. Ég gaf leyfi fyrir því innan skynsamlegra marka. Ein af stærstu áhyggjum umboðsmannsins var að vita hvort við myndum svo krefjast allra 100 milljóna evranna í uppsagnarákvæðinu á næsta ári. Viana átti í viðræðum við umboðsmanninn á nokkrum fundum þar sem umboðsmaðurinn sjálfur bað um að forsetinn yrði viðstaddur til að taka lokaákvörðun. Bónusinn fyrir ákveðinn fjölda marka virtist sanngjarna. Á þessum fundi, þar sem ég sem forseti var viðstaddur ásamt umboðsmanninum og Viana, án Viktors, reyndi umboðsmaðurinn að fá í gegn ákveðna tryggingu. Við ákváðum að Sporting myndi ekki krefjast uppsagnarákvæðisins í lok þessa tímabils, sérstaklega þar sem hann yrði þá 27 ára og enginn 27 ára leikmaður yfirgefur Portúgal fyrir 100 milljónir evra. Við vissum líka að Viktor vildi fara til félags þar sem hann gæti keppt í Meistaradeildinni og erum með heilbrigða skynsemi. Þannig að við lofuðum að krefjast ekki 100 milljóna evra,“ sagði Varandas. Ekki séns að hann fari fyrir 60 + 10 Að sögn forsetans var hins vegar aldrei samið um neina ákveðna upphæð í þessu sambandi. Umboðsmaðurinn vildi festa 60 eða 70 milljónir evra en Varandas sagði engan tilgang í því. Margt gæti breyst á einu tímabili og alveg óvíst hvaða upphæð myndi passa að því loknu. Málið hafi ekki verið frekar rætt en að ljóst sé að Gyökeres muni ekki fara frá Sporting nema fyrir upphæð sem sé við hæfi. „Hótanir, fjárkúgun og móðganir virka ekki á mig. Ég get fullvissað ykkur um að Viktor Gyökeres fer ekki fyrir 60+10 milljónir evra, því ég hef aldrei lofað því. Leikurinn sem umboðsmaðurinn er að spila gerir bara illt verra. Sporting hefur ekki fengið nein tilboð í Gyökeres hingað til. Hann er frábær leikmaður en það hafa engin tilboð borist í dag. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við Sporting,“ sagði Varandas. Enski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Stóru miðlarnir í Portúgal, Record og A Bola, hafa fjallað um mál Gyökeres sem telur sig hafa verið svikinn af forráðamönnum Sporting. Þessi 27 ára Svíi hefur raðað inn mörkum fyrir Sporting og varð markakóngur í Portúgal annað árið í röð í vetur, með heil 39 mörk, og varð Sporting tvöfaldur meistari. Gyökeres er sagður hafa talið heiðursmannasamkomulag í gildi um að hann gæti farið frá Sporting í sumar fyrir 60 milljónir evra auk 10 milljóna evra í aukagreiðslu. Nú hefur Frederico Varandas, forseti Sporting, tjáð sig opinberlega og sagt það hreina og klára lygi sem komin sé frá umboðsmanni Gyökeres. Sá umboðsmaður, Hasan Cetinkaya, sé ekki að hjálpa neinum með hátterni sínu. Samþykkti að krefjast ekki hundrað milljóna evra „Ferlið hófst í lok síðasta tímabils. Við urðum meistarar og áttum frábært tímabil. Í félagaskiptaglugganum kom í ljós að Viktor yrði áfram í Sporting því við fengum ekki eitt einasta tilboð í hann,“ sagði Varandas og hélt áfram: „Þegar tímabilið hófst [síðasta haust] hafði umboðsmaður hans, af ýmsum ástæðum, samband við Hugo Viana [fyrrverandi yfirmann íþróttamála hjá Sporting] nokkrum sinnum og spurði hvort við gætum bætt við bónus í samninginn ef hann skoraði ákveðinn fjölda marka. Ég gaf leyfi fyrir því innan skynsamlegra marka. Ein af stærstu áhyggjum umboðsmannsins var að vita hvort við myndum svo krefjast allra 100 milljóna evranna í uppsagnarákvæðinu á næsta ári. Viana átti í viðræðum við umboðsmanninn á nokkrum fundum þar sem umboðsmaðurinn sjálfur bað um að forsetinn yrði viðstaddur til að taka lokaákvörðun. Bónusinn fyrir ákveðinn fjölda marka virtist sanngjarna. Á þessum fundi, þar sem ég sem forseti var viðstaddur ásamt umboðsmanninum og Viana, án Viktors, reyndi umboðsmaðurinn að fá í gegn ákveðna tryggingu. Við ákváðum að Sporting myndi ekki krefjast uppsagnarákvæðisins í lok þessa tímabils, sérstaklega þar sem hann yrði þá 27 ára og enginn 27 ára leikmaður yfirgefur Portúgal fyrir 100 milljónir evra. Við vissum líka að Viktor vildi fara til félags þar sem hann gæti keppt í Meistaradeildinni og erum með heilbrigða skynsemi. Þannig að við lofuðum að krefjast ekki 100 milljóna evra,“ sagði Varandas. Ekki séns að hann fari fyrir 60 + 10 Að sögn forsetans var hins vegar aldrei samið um neina ákveðna upphæð í þessu sambandi. Umboðsmaðurinn vildi festa 60 eða 70 milljónir evra en Varandas sagði engan tilgang í því. Margt gæti breyst á einu tímabili og alveg óvíst hvaða upphæð myndi passa að því loknu. Málið hafi ekki verið frekar rætt en að ljóst sé að Gyökeres muni ekki fara frá Sporting nema fyrir upphæð sem sé við hæfi. „Hótanir, fjárkúgun og móðganir virka ekki á mig. Ég get fullvissað ykkur um að Viktor Gyökeres fer ekki fyrir 60+10 milljónir evra, því ég hef aldrei lofað því. Leikurinn sem umboðsmaðurinn er að spila gerir bara illt verra. Sporting hefur ekki fengið nein tilboð í Gyökeres hingað til. Hann er frábær leikmaður en það hafa engin tilboð borist í dag. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við Sporting,“ sagði Varandas.
Enski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira