Frá Íslandi til stjarnanna Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2025 09:39 CCP Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP opnar nýjasta leik fyrirtækisins fyrir almenningi í dag. Sá heitir EVE Frontier og deilir söguheimi með EVE Online, fyrsta leik CCP, sem spannar þúsundir sólkerfa. Leikurinn hefur verið í þróun í höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýrinni síðastliðin þrjú ár. Útgáfan er sögð marka tímamót í sögu CCP og einnig tölvuleikjagerðar á Íslandi, þar sem um er að ræða fyrsta íslenska tölvuleikinn sem byggir á bálkakeðjutækni (e. Blockchain). Þó EVE Frontier deili söguheimi með EVE Online, sem kom út árið 2003, hafa leikirnir í raun ekki beina tengingu þeirra á milli. Um er að ræða fjölspilunarleik þar sem spilarar hafa nærri því fullkomið frelsi til að kanna stærðarinnar vetrarbraut, 23 þúsund ár í framtíðinni. Sjá einnig: CCP kynnir nýjan leik í söguheimi EVE Online Í tilkynningu segir að fyrirtækið hafi farið ótroðnar slóðir í ýmsum tengist hönnun EVE Frontier og þróun stafræns hagkerfis sem byggir á bálkakeðjutækni. CCP réð hagfræðing frá Seðlabankannum til að vinna við hagkerfi EVE Frontier. Sjá einnig: Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, sagði frá opnun EVE Frontier á IGN Live um síðustu helgi, en það er ein stærsta leikjaráðstefna heims. Þá frumsýndi hann einnig The Ancient Dark, nýja stiklu leiksins. Stiklan gefur, smakvæmt áðurnefndri tilkynningu, innsýn inn í hinn opna, djúpa, víðferma og harðneskjulega heim EVE Frontier. Í skugga dularfullra rústa, minja um styrjaldir og eyðileggingu má þó einnig sjá merki endurfæðingu og hina klassískur hringrás dauða og lífs. Baráttu þess að lifa af í miskunnarlausri veröld sem er án takmarkana Einnig var birt á dögunum myndband sem varpar ljósi á spilun leiksins. Leikjavísir Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Leikurinn hefur verið í þróun í höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýrinni síðastliðin þrjú ár. Útgáfan er sögð marka tímamót í sögu CCP og einnig tölvuleikjagerðar á Íslandi, þar sem um er að ræða fyrsta íslenska tölvuleikinn sem byggir á bálkakeðjutækni (e. Blockchain). Þó EVE Frontier deili söguheimi með EVE Online, sem kom út árið 2003, hafa leikirnir í raun ekki beina tengingu þeirra á milli. Um er að ræða fjölspilunarleik þar sem spilarar hafa nærri því fullkomið frelsi til að kanna stærðarinnar vetrarbraut, 23 þúsund ár í framtíðinni. Sjá einnig: CCP kynnir nýjan leik í söguheimi EVE Online Í tilkynningu segir að fyrirtækið hafi farið ótroðnar slóðir í ýmsum tengist hönnun EVE Frontier og þróun stafræns hagkerfis sem byggir á bálkakeðjutækni. CCP réð hagfræðing frá Seðlabankannum til að vinna við hagkerfi EVE Frontier. Sjá einnig: Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, sagði frá opnun EVE Frontier á IGN Live um síðustu helgi, en það er ein stærsta leikjaráðstefna heims. Þá frumsýndi hann einnig The Ancient Dark, nýja stiklu leiksins. Stiklan gefur, smakvæmt áðurnefndri tilkynningu, innsýn inn í hinn opna, djúpa, víðferma og harðneskjulega heim EVE Frontier. Í skugga dularfullra rústa, minja um styrjaldir og eyðileggingu má þó einnig sjá merki endurfæðingu og hina klassískur hringrás dauða og lífs. Baráttu þess að lifa af í miskunnarlausri veröld sem er án takmarkana Einnig var birt á dögunum myndband sem varpar ljósi á spilun leiksins.
Leikjavísir Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira