Persónuvernd lagði Landlækni en sektin milduð Agnar Már Másson skrifar 10. júní 2025 15:34 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Einar Persónuvernd mátti sekta embætti Landlæknis fyrir öryggisbresti sem vörðuðu tugir þúsunda Íslendinga. Héraðsdómari mildaði þó stjórnvaldssektina úr 12 milljónum í 8 milljónir þar sem Landlæknir þótti samvinnufús við að upplýsa um málið. Landlæknisembættið hafði krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hann ógilti ákvörðun Persónuverndar frá 27. júlí 2023 þar sem embættið var sektað um tólf milljónir króna vegna öryggisveikleika á vefnum Heilsuvera.is. Embættið tryggði ekki öryggi persónuupplýsinga með fullnægjandi hætti á árunum 2015 til 2020, að sögn Persónuverndar. Öryggisveikleikinn uppgötvaðist 8. júní 2020 en hann náði til afmarkaðs hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á Heilsuvera.is. Innan við klukkustund var veikleikinn staðfestur af Origo, sem rekur Heilsuveru, og vefnum lokað. Þá tók um fimm klukkustundir að laga veikleikann og koma kerfinu aftur í notkun. Í téðri ákvörðun Persónuverndar kom fram að starfsmenn embættisins hefðu gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins varðandi umfang öryggisveikleikans. María Heimisdóttir var í febrúar skipuð Landlæknir til næstu fimm ára og tekur hún við af Ölmu Möller, sem nú er Heilbrigðisráðherra.Stöð 2/Sigurjón Í bréfi embættisins til Persónuverndar kom fram að öryggisbresturinn kynni að hafa áhrif á 205.407 skjöl sem vistuð voru hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og tengdust 41.390 einstaklingum, að því er fram kemur í dómnum sem birtur var á vefsvæði Héraðsdóms í dag. Héraðsdómur féllst á nálgun Persónuverndar að ófullnægjandi upplýsingaöryggi teldist vera sérlega alvarlegt. Ótvírætt hafi verið heimild og tilefni til að beita sekt í ljósi brota embættisins. Aftur á móti bendir dómurinn á að embætti landlæknis hafi verið samvinnufúst við rannsókn Persónuverndar á öryggisbrestunum og átt heldur óhægt um vik með að afhenda stefnda snarlega umbeðin gögn. Því taldi dómurinn við hæfi að fallast á þrautavarakröfu Landlæknis um að stjórnvaldssekt, í ákvörðun stefnda, dags. 27. júní 2023, lækki úr 12.000.000 króna í 8.000.000 króna. Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Dómsmál Embætti landlæknis Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Fleiri fréttir Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Sjá meira
Landlæknisembættið hafði krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hann ógilti ákvörðun Persónuverndar frá 27. júlí 2023 þar sem embættið var sektað um tólf milljónir króna vegna öryggisveikleika á vefnum Heilsuvera.is. Embættið tryggði ekki öryggi persónuupplýsinga með fullnægjandi hætti á árunum 2015 til 2020, að sögn Persónuverndar. Öryggisveikleikinn uppgötvaðist 8. júní 2020 en hann náði til afmarkaðs hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á Heilsuvera.is. Innan við klukkustund var veikleikinn staðfestur af Origo, sem rekur Heilsuveru, og vefnum lokað. Þá tók um fimm klukkustundir að laga veikleikann og koma kerfinu aftur í notkun. Í téðri ákvörðun Persónuverndar kom fram að starfsmenn embættisins hefðu gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins varðandi umfang öryggisveikleikans. María Heimisdóttir var í febrúar skipuð Landlæknir til næstu fimm ára og tekur hún við af Ölmu Möller, sem nú er Heilbrigðisráðherra.Stöð 2/Sigurjón Í bréfi embættisins til Persónuverndar kom fram að öryggisbresturinn kynni að hafa áhrif á 205.407 skjöl sem vistuð voru hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og tengdust 41.390 einstaklingum, að því er fram kemur í dómnum sem birtur var á vefsvæði Héraðsdóms í dag. Héraðsdómur féllst á nálgun Persónuverndar að ófullnægjandi upplýsingaöryggi teldist vera sérlega alvarlegt. Ótvírætt hafi verið heimild og tilefni til að beita sekt í ljósi brota embættisins. Aftur á móti bendir dómurinn á að embætti landlæknis hafi verið samvinnufúst við rannsókn Persónuverndar á öryggisbrestunum og átt heldur óhægt um vik með að afhenda stefnda snarlega umbeðin gögn. Því taldi dómurinn við hæfi að fallast á þrautavarakröfu Landlæknis um að stjórnvaldssekt, í ákvörðun stefnda, dags. 27. júní 2023, lækki úr 12.000.000 króna í 8.000.000 króna.
Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Dómsmál Embætti landlæknis Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Fleiri fréttir Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Sjá meira