Gerðu vúdúdúkku vegna reiði í garð Ísaks Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 09:32 Ísak Bergmann Jóhannesson tók stóra og umdeilda ákvörðun þegar hann ákvað að fara til Kölnar frá Fortuna Düsseldorf. Reiðir stuðningsmenn Fortuna hafa meðal annars gert vúdúbrúðu af Skagamanninum. Samsett/Getty/Twitter Ísak Bergmann Jóhannesson vissi að margir stuðningsmanna Fortuna Düsseldorf yrðu reiðir þegar hann samþykkti að fara til erkifjendanna í FC Köln. Reiðin er hins vegar það mikil hjá sumum að útbúin hefur verið vúdúdúkka í tilraun til að hrekkja Skagamanninn. Þýski miðillinn Express segir frá þessu og að ljóst sé að stuðningsmenn Fortuna eigi sumir afar erfitt með að jafna sig á því að einn hæfileikaríkasti maður liðsins sé farinn til aðalóvinarins. Klásúla var í samningi Ísaks við Fortuna sem gerði hann falan fyrir um 5,5 milljónir evra og þetta nýttu forráðamenn Kölnar sér. Ísak var sjálfur að sjálfsögðu spenntur fyrir möguleikanum á að spila í fyrsta sinn í efstu deild Þýskalands, einni bestu landsdeild heims, og skrifaði undir samning við Köln sem gildir til ársins 2030. Hann var undir það búinn að þessi ákvörðun myndi kalla á sterk viðbrögð en þau hafa þó verið svo mikil og ósmekkleg að Ísak slökkti á athugasemdum á Instagram. „Ég hef aldrei séð svona áður og þetta var mjög brútal. Sérstaklega þegar það er verið að senda á kærustuna mína, það var ekki gaman að sjá það. Þetta var rosalegt. Ég vissi að þetta yrði partur af þessu og ég þarf bara að vera sterkur í hausnum að fylgja því sem ég held að sé rétt fyrir minn fótaboltaferil. Ég tók ákvörðun með mínu baklandi að þetta væri rétt fótboltaákvörðun,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi í síðustu viku. Express segir að fyrrverandi stuðningsmenn Ísaks saki hann margir um mikil svik og kalli ákvörðun hans „viðbjóðslega“. „Allt sem þú sagðir við okkur var algjörlega marklaust. Enginn stuðningsmaður mun nokkurn tímann geta fyrirgefið þér,“ mun einn hafa skrifað auk þess sem fyrrnefnd vúdúdúkka var birt sem búið var að stinga nálum í, sem samkvæmt vúdútrú mun vera gert til að valda bölvun. Taka til varna fyrir Ísak Fjöldi stuðningsmanna mun þó einnig hafa komið Ísaki til varnar, samkvæmt Express, og bent á að með því að spúa út hatri á netinu sé verið að leggja þungar byrðar á 22 ára leikmann. Þá nefnir einn stuðningsmaður að Klaus Allofs hafi nú tekist að verða goðsögn hjá bæði Fortuna og Köln á sínum tíma, eftir að hafa farið til Kölnar árið 1981. Ísak er hins vegar með hugann við annað núna því hann er upptekinn í landsliðsferð og á fyrir höndum leik við Norður-Írland í Belfast í kvöld, klukkan 18:45. Hann var í byrjunarliði Íslands í 3-1 sigrinum gegn Skotum á föstudaginn og hefur byrjað alla þrjá leikina undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar hingað til. Þýski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Sjá meira
Þýski miðillinn Express segir frá þessu og að ljóst sé að stuðningsmenn Fortuna eigi sumir afar erfitt með að jafna sig á því að einn hæfileikaríkasti maður liðsins sé farinn til aðalóvinarins. Klásúla var í samningi Ísaks við Fortuna sem gerði hann falan fyrir um 5,5 milljónir evra og þetta nýttu forráðamenn Kölnar sér. Ísak var sjálfur að sjálfsögðu spenntur fyrir möguleikanum á að spila í fyrsta sinn í efstu deild Þýskalands, einni bestu landsdeild heims, og skrifaði undir samning við Köln sem gildir til ársins 2030. Hann var undir það búinn að þessi ákvörðun myndi kalla á sterk viðbrögð en þau hafa þó verið svo mikil og ósmekkleg að Ísak slökkti á athugasemdum á Instagram. „Ég hef aldrei séð svona áður og þetta var mjög brútal. Sérstaklega þegar það er verið að senda á kærustuna mína, það var ekki gaman að sjá það. Þetta var rosalegt. Ég vissi að þetta yrði partur af þessu og ég þarf bara að vera sterkur í hausnum að fylgja því sem ég held að sé rétt fyrir minn fótaboltaferil. Ég tók ákvörðun með mínu baklandi að þetta væri rétt fótboltaákvörðun,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi í síðustu viku. Express segir að fyrrverandi stuðningsmenn Ísaks saki hann margir um mikil svik og kalli ákvörðun hans „viðbjóðslega“. „Allt sem þú sagðir við okkur var algjörlega marklaust. Enginn stuðningsmaður mun nokkurn tímann geta fyrirgefið þér,“ mun einn hafa skrifað auk þess sem fyrrnefnd vúdúdúkka var birt sem búið var að stinga nálum í, sem samkvæmt vúdútrú mun vera gert til að valda bölvun. Taka til varna fyrir Ísak Fjöldi stuðningsmanna mun þó einnig hafa komið Ísaki til varnar, samkvæmt Express, og bent á að með því að spúa út hatri á netinu sé verið að leggja þungar byrðar á 22 ára leikmann. Þá nefnir einn stuðningsmaður að Klaus Allofs hafi nú tekist að verða goðsögn hjá bæði Fortuna og Köln á sínum tíma, eftir að hafa farið til Kölnar árið 1981. Ísak er hins vegar með hugann við annað núna því hann er upptekinn í landsliðsferð og á fyrir höndum leik við Norður-Írland í Belfast í kvöld, klukkan 18:45. Hann var í byrjunarliði Íslands í 3-1 sigrinum gegn Skotum á föstudaginn og hefur byrjað alla þrjá leikina undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar hingað til.
Þýski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Sjá meira