Gerðu vúdúdúkku vegna reiði í garð Ísaks Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 09:32 Ísak Bergmann Jóhannesson tók stóra og umdeilda ákvörðun þegar hann ákvað að fara til Kölnar frá Fortuna Düsseldorf. Reiðir stuðningsmenn Fortuna hafa meðal annars gert vúdúbrúðu af Skagamanninum. Samsett/Getty/Twitter Ísak Bergmann Jóhannesson vissi að margir stuðningsmanna Fortuna Düsseldorf yrðu reiðir þegar hann samþykkti að fara til erkifjendanna í FC Köln. Reiðin er hins vegar það mikil hjá sumum að útbúin hefur verið vúdúdúkka í tilraun til að hrekkja Skagamanninn. Þýski miðillinn Express segir frá þessu og að ljóst sé að stuðningsmenn Fortuna eigi sumir afar erfitt með að jafna sig á því að einn hæfileikaríkasti maður liðsins sé farinn til aðalóvinarins. Klásúla var í samningi Ísaks við Fortuna sem gerði hann falan fyrir um 5,5 milljónir evra og þetta nýttu forráðamenn Kölnar sér. Ísak var sjálfur að sjálfsögðu spenntur fyrir möguleikanum á að spila í fyrsta sinn í efstu deild Þýskalands, einni bestu landsdeild heims, og skrifaði undir samning við Köln sem gildir til ársins 2030. Hann var undir það búinn að þessi ákvörðun myndi kalla á sterk viðbrögð en þau hafa þó verið svo mikil og ósmekkleg að Ísak slökkti á athugasemdum á Instagram. „Ég hef aldrei séð svona áður og þetta var mjög brútal. Sérstaklega þegar það er verið að senda á kærustuna mína, það var ekki gaman að sjá það. Þetta var rosalegt. Ég vissi að þetta yrði partur af þessu og ég þarf bara að vera sterkur í hausnum að fylgja því sem ég held að sé rétt fyrir minn fótaboltaferil. Ég tók ákvörðun með mínu baklandi að þetta væri rétt fótboltaákvörðun,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi í síðustu viku. Express segir að fyrrverandi stuðningsmenn Ísaks saki hann margir um mikil svik og kalli ákvörðun hans „viðbjóðslega“. „Allt sem þú sagðir við okkur var algjörlega marklaust. Enginn stuðningsmaður mun nokkurn tímann geta fyrirgefið þér,“ mun einn hafa skrifað auk þess sem fyrrnefnd vúdúdúkka var birt sem búið var að stinga nálum í, sem samkvæmt vúdútrú mun vera gert til að valda bölvun. Taka til varna fyrir Ísak Fjöldi stuðningsmanna mun þó einnig hafa komið Ísaki til varnar, samkvæmt Express, og bent á að með því að spúa út hatri á netinu sé verið að leggja þungar byrðar á 22 ára leikmann. Þá nefnir einn stuðningsmaður að Klaus Allofs hafi nú tekist að verða goðsögn hjá bæði Fortuna og Köln á sínum tíma, eftir að hafa farið til Kölnar árið 1981. Ísak er hins vegar með hugann við annað núna því hann er upptekinn í landsliðsferð og á fyrir höndum leik við Norður-Írland í Belfast í kvöld, klukkan 18:45. Hann var í byrjunarliði Íslands í 3-1 sigrinum gegn Skotum á föstudaginn og hefur byrjað alla þrjá leikina undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar hingað til. Þýski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Þýski miðillinn Express segir frá þessu og að ljóst sé að stuðningsmenn Fortuna eigi sumir afar erfitt með að jafna sig á því að einn hæfileikaríkasti maður liðsins sé farinn til aðalóvinarins. Klásúla var í samningi Ísaks við Fortuna sem gerði hann falan fyrir um 5,5 milljónir evra og þetta nýttu forráðamenn Kölnar sér. Ísak var sjálfur að sjálfsögðu spenntur fyrir möguleikanum á að spila í fyrsta sinn í efstu deild Þýskalands, einni bestu landsdeild heims, og skrifaði undir samning við Köln sem gildir til ársins 2030. Hann var undir það búinn að þessi ákvörðun myndi kalla á sterk viðbrögð en þau hafa þó verið svo mikil og ósmekkleg að Ísak slökkti á athugasemdum á Instagram. „Ég hef aldrei séð svona áður og þetta var mjög brútal. Sérstaklega þegar það er verið að senda á kærustuna mína, það var ekki gaman að sjá það. Þetta var rosalegt. Ég vissi að þetta yrði partur af þessu og ég þarf bara að vera sterkur í hausnum að fylgja því sem ég held að sé rétt fyrir minn fótaboltaferil. Ég tók ákvörðun með mínu baklandi að þetta væri rétt fótboltaákvörðun,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi í síðustu viku. Express segir að fyrrverandi stuðningsmenn Ísaks saki hann margir um mikil svik og kalli ákvörðun hans „viðbjóðslega“. „Allt sem þú sagðir við okkur var algjörlega marklaust. Enginn stuðningsmaður mun nokkurn tímann geta fyrirgefið þér,“ mun einn hafa skrifað auk þess sem fyrrnefnd vúdúdúkka var birt sem búið var að stinga nálum í, sem samkvæmt vúdútrú mun vera gert til að valda bölvun. Taka til varna fyrir Ísak Fjöldi stuðningsmanna mun þó einnig hafa komið Ísaki til varnar, samkvæmt Express, og bent á að með því að spúa út hatri á netinu sé verið að leggja þungar byrðar á 22 ára leikmann. Þá nefnir einn stuðningsmaður að Klaus Allofs hafi nú tekist að verða goðsögn hjá bæði Fortuna og Köln á sínum tíma, eftir að hafa farið til Kölnar árið 1981. Ísak er hins vegar með hugann við annað núna því hann er upptekinn í landsliðsferð og á fyrir höndum leik við Norður-Írland í Belfast í kvöld, klukkan 18:45. Hann var í byrjunarliði Íslands í 3-1 sigrinum gegn Skotum á föstudaginn og hefur byrjað alla þrjá leikina undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar hingað til.
Þýski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira