Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 09:02 Andrea Bergsdóttir hefur verið einu höggi frá sigurvegaranum á tveimur síðustu mótum LET Access mótaraðarinnar. Getty/Patrick Bolger Andrea Bergsdóttir hefur verið að gera frábæra hluti á LET Access mótaröðinni í golfi, næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu, og hreinlega flogið upp stigalista mótaraðarinnar. Hún jafnaði besta árangur Íslendings um helgina. Andrea hefur á tveimur mótum í röð verið afar nálægt sigri og er núna komin upp í 9. sæti á stigalistanum, úr 55. sæti. Efstu sjö kylfingarnir tryggja sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili og ljóst að Andrea er núna komin af fullum þunga í baráttu um þessi sjö sæti. Andrea hafnaði í þriðja sæti á Montauban mótinu í Frakklandi um helgina og jafnaði þar með besta árangur Íslendings á mótaröðinni því Valdís Þóra Jónsdóttir náði einnig þriðja sæti á móti árið 2016. Andrea var aðeins einu höggi frá efstu tveimur kylfingunum; Reina Fujikawa frá Japan og Amalie Leth-Nissen frá Danmörku. Hún lék hringina þrjá samtals á -6 höggum og fékk 3.375 evrur fyrir að ná 3. sætinu, eða tæplega hálfa milljón króna. View this post on Instagram A post shared by Andrea Bergsdóttir (@andreabergsdottir) Andrea hafði áður náð 4. sæti á á Santander Golf Tour mótinu í lok maí og var þá einnig aðeins einu höggi frá efstu kylfingum. „Tvær vikur í röð vantaði eitt högg upp á en leikurinn er að batna og gaman að vera aftur í baráttunn! Núna tekur við tími heima til að hvílast og hlaða batteríin,“ skrifar Andrea á Instagram-síðu sína. Samkvæmt síðu LET Access mótaraðarinnar er Andrea næst skráð á mót í Svíþjóð sem fram fer 25.-28. júní. Golf Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Andrea hefur á tveimur mótum í röð verið afar nálægt sigri og er núna komin upp í 9. sæti á stigalistanum, úr 55. sæti. Efstu sjö kylfingarnir tryggja sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili og ljóst að Andrea er núna komin af fullum þunga í baráttu um þessi sjö sæti. Andrea hafnaði í þriðja sæti á Montauban mótinu í Frakklandi um helgina og jafnaði þar með besta árangur Íslendings á mótaröðinni því Valdís Þóra Jónsdóttir náði einnig þriðja sæti á móti árið 2016. Andrea var aðeins einu höggi frá efstu tveimur kylfingunum; Reina Fujikawa frá Japan og Amalie Leth-Nissen frá Danmörku. Hún lék hringina þrjá samtals á -6 höggum og fékk 3.375 evrur fyrir að ná 3. sætinu, eða tæplega hálfa milljón króna. View this post on Instagram A post shared by Andrea Bergsdóttir (@andreabergsdottir) Andrea hafði áður náð 4. sæti á á Santander Golf Tour mótinu í lok maí og var þá einnig aðeins einu höggi frá efstu kylfingum. „Tvær vikur í röð vantaði eitt högg upp á en leikurinn er að batna og gaman að vera aftur í baráttunn! Núna tekur við tími heima til að hvílast og hlaða batteríin,“ skrifar Andrea á Instagram-síðu sína. Samkvæmt síðu LET Access mótaraðarinnar er Andrea næst skráð á mót í Svíþjóð sem fram fer 25.-28. júní.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira