„Á dögunum var haldið landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar og að vanda fjölmenntu félagar á björgunarsveitarinnar á þingið. Hópurinn er samstilltur og hefur í gegnum tíðina tekið þátt í hinum ýmsu þemum á grilli sem haldið er á fyrsta degi þings,“ segir í færslu í nafni björgunarsveitarinnar í Facebook-hópi íbúa í Grindavík.
„Í ár létum við gera fyrir okkur derhúfur með áletruninni „Make Grindavík Great Again“, við vitum auðvitað að Grindavík er frábær en lengi má gott bæta.“
Í færslunni kemur einnig fram að húfurnar hafi vakið mikla eftirtekt meðal þeirra sem sóttu þingið og var ákveðið að hefja sölu á derhúfunum.
„Við skelltum því í aðra pöntun og pöntuðum aðeins rúmlega.“
Húfan er í stíl við derhúfu sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, selur en þar er áletrunin „Make America Great Again.“ Má oft sjá stuðningsfólk forsetans bera derhúfuna.