Alþjóðlegir sérfræðingar ræða baráttuna gegn myglu í Hörpu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. júní 2025 12:02 Sylgja Dögg hefur um árabil starfað við að greina raka- og mygluvandræði í húsum og við að stemma stigu gegn þeim. Vísir/Arnar Alþjóðleg ráðstefna um innivist og heilnæmar byggingar hefst í dag í Hörpu. Ráðstefnustjóri segir alveg ljóst að raka- og mygluvandræði séu ekki sér íslensk vandamál en fjöldi erlendra sérfræðinga heldur erindi á ráðstefnunni sem stendur til miðvikudags. Ráðstefnan ber heitið Heilnæmar byggingar og er um að ræða vísindaráðstefnu sem haldin er árlega en þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin á Íslandi. Opnunarathöfn fer fram í Hörpu í dag og svo fer ráðstefnan sjálf fram í Háskólanum í Reykjavík næstu daga. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir ráðstefnustjóri og lýðheilsufræðingur hjá VERKVIT segir viðfangsefni ráðstefnunnar aldrei hafa verið mikilvægari en nú þegar oft og ítrekað berast fréttir af raka- og mygluvandræðum í húsum hérlendis. „Þarna eru vísindamenn frá fjörutíu löndum sem hittast og deila reynslu og þekkingu og nýjustu rannsóknum og við erum auðvitað bara mjög stolt af því að fá þessa ráðstefnu til Íslands og vonandi lærum vð sem mest og getum miðla okkar þekkingu og reynslu til annarra landa í þessum málum því öll viljum vð búa í heilbrigðum húsum er það ekki.“ Sylgja hefur um árabil starfað í byggingaiðnaðinum hér á landi og sérstaklega hugað að raka- og mygluvandræðum. Hún hefur sjálf sótt ráðstefnuna erlendis um árabil. „Við búum öll í húsum og það skiptir okkur öll máli að inniloftið í þessum húsum sé í lagi, það sem er mismunandi á milli okkar er að við erum með mismunandi ytri aðstæður og við hér heima erum með sérstakar áskoranir með slagregn og veður þannig við erum öll saman í þessu vandamáli á þessari jörðu skal ég segja, á meðan við búum í húsum.“ Lykilatriði sé að komast að því hvaða sameiginlegu áskoranir liggja fyrir í bransanum þegar kemur að myglu- og rakavandræðum. „Við finnum áskoranirnar, við finnum vonandi einhverjar lausnir og ekki síst að fá reynslu frá öðrum svo við séum ekki að gera kannski sömu mistökin út um allan heim varðandi þessi mál, vegna þess að þessi mál eru erfið, við erum að fikra okkur áfram í því að þekkja inniloftið hjá okkur og hvaða áhrifaþættir það eru sem hafa áhrif á heilbrigði og vellíðan og við ætlum bara líka að leggja til málanna frá Íslandi, það eru íslenskir fyrirlesarar á morgun, það verður mjög spennandi að heyra það.“ Sylgja ræddi ráðstefnuna og myglu- og rakavandræði í Bítinu á Bylgjunni í apríl síðastliðnum ásamt Ólafi Wallevik prófessor við Háskólann í Reykjavík. Hús og heimili Húsnæðismál Mygla Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Ráðstefnan ber heitið Heilnæmar byggingar og er um að ræða vísindaráðstefnu sem haldin er árlega en þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin á Íslandi. Opnunarathöfn fer fram í Hörpu í dag og svo fer ráðstefnan sjálf fram í Háskólanum í Reykjavík næstu daga. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir ráðstefnustjóri og lýðheilsufræðingur hjá VERKVIT segir viðfangsefni ráðstefnunnar aldrei hafa verið mikilvægari en nú þegar oft og ítrekað berast fréttir af raka- og mygluvandræðum í húsum hérlendis. „Þarna eru vísindamenn frá fjörutíu löndum sem hittast og deila reynslu og þekkingu og nýjustu rannsóknum og við erum auðvitað bara mjög stolt af því að fá þessa ráðstefnu til Íslands og vonandi lærum vð sem mest og getum miðla okkar þekkingu og reynslu til annarra landa í þessum málum því öll viljum vð búa í heilbrigðum húsum er það ekki.“ Sylgja hefur um árabil starfað í byggingaiðnaðinum hér á landi og sérstaklega hugað að raka- og mygluvandræðum. Hún hefur sjálf sótt ráðstefnuna erlendis um árabil. „Við búum öll í húsum og það skiptir okkur öll máli að inniloftið í þessum húsum sé í lagi, það sem er mismunandi á milli okkar er að við erum með mismunandi ytri aðstæður og við hér heima erum með sérstakar áskoranir með slagregn og veður þannig við erum öll saman í þessu vandamáli á þessari jörðu skal ég segja, á meðan við búum í húsum.“ Lykilatriði sé að komast að því hvaða sameiginlegu áskoranir liggja fyrir í bransanum þegar kemur að myglu- og rakavandræðum. „Við finnum áskoranirnar, við finnum vonandi einhverjar lausnir og ekki síst að fá reynslu frá öðrum svo við séum ekki að gera kannski sömu mistökin út um allan heim varðandi þessi mál, vegna þess að þessi mál eru erfið, við erum að fikra okkur áfram í því að þekkja inniloftið hjá okkur og hvaða áhrifaþættir það eru sem hafa áhrif á heilbrigði og vellíðan og við ætlum bara líka að leggja til málanna frá Íslandi, það eru íslenskir fyrirlesarar á morgun, það verður mjög spennandi að heyra það.“ Sylgja ræddi ráðstefnuna og myglu- og rakavandræði í Bítinu á Bylgjunni í apríl síðastliðnum ásamt Ólafi Wallevik prófessor við Háskólann í Reykjavík.
Hús og heimili Húsnæðismál Mygla Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira