Var ekki rekin úr Ólympíuþorpinu fyrir óviðeigandi hegðun: Ég fór sjálf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 08:30 Luana Alonso er búin að setja sundhettuna upp á hillu þrátt fyrir að vera bara tvítug. Hún náði þó að keppa á tveimur Ólympíuleikum. @luanalonsom Paragvæska sundkonan Luana Alonso kom sér í fréttirnar á Ólympíuleikunum í París í fyrra en þó ekki fyrir góðan árangur í sundlauginni heldur vegna þess sem gerðist utan hennar. Alonso hefur nú stigið fram, næstum því ári eftir leikana, og segir að fréttir um brottrekstur sinn úr Ólympíuþorpinu hafi verið tilbúningur og falskar fréttir. Alonso átti að hafa verið rekin úr Ólympíuþorpinu fyrir óviðeigandi hegðun og að búa til óheppilegt andrúmsloft innan paragvæska Ólympíuhópsins. Hin 21 árs gamla Alonso keppti í 100 metra flugsundi á leikunum en komst ekki í undanúrslit. Strax eftir sundið þá tilkynnti hún að hún væri hætt að synda. Hún beið í ellefu mánuði eftir að skýra sitt mál. „Við skulum hafa eitt á hreinu. Ég fór sjálf og sjálfviljug úr Ólympíuþorpinu. Ég var ekki rekin þaðan,“ skrifaði Alonso á samfélagsmiðla. Aftonbladet segir frá. Alonso átti að hafa verið til vandræða eftir að henni mistókst að komst áfram og þátttöku hennar var lokið á leikunum. Hún fór meðal annars í dagsferð í Disneyland í stað þessa að styðja við bakið á liðfélögum sínum í lauginni. Forráðamenn paragvæska Ólympíuhópsins voru ósáttir með það ekki síst þar sem hún sýndi mikið frá ævintýrum sínum á samfélagmiðlum. Alonso er ekki sátt með þá mynd sem var máluð af henni eftir brottför hennar úr Ólympíuþorpinu. „Paragvæska Ólympíunefndin hélt því fram að ég hefði búið til óviðunandi andrúmsloft vegna þess að ég vildi ekki synda lengur. Þeir reyndu að taka af mér aðganginn að þorpinu en þeir höfðu engan rétt til þess. Ég ákvað að láta hann af hendi og að þeirra mati þá var það óviðeigandi,“ skrifaði Alonso. Framkoma hennar og klæðaburður ásamt samskiptum hennar við annað íþróttafólk, þótti líka hafa truflandi áhrif í Ólympíuþorpinu. Alonso var líka með mörg augu fjölmiðla á sér enda með marga fylgjendur á samfélagsmiðlum. Alonso er íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. „Ég er að hugsa um það að leita til lögfræðinga og lögsækja þau tímarit og þá fjölmiðla sem dreifðu ósönnum sögusögnum um mig eins og það að ég hafi verið rekin úr Ólympíuþorpinu. Virkilega? Hverjum datt svona vitleysa eiginlega í hug? Það er ekki satt,“ skrifaði Alonso. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira
Alonso hefur nú stigið fram, næstum því ári eftir leikana, og segir að fréttir um brottrekstur sinn úr Ólympíuþorpinu hafi verið tilbúningur og falskar fréttir. Alonso átti að hafa verið rekin úr Ólympíuþorpinu fyrir óviðeigandi hegðun og að búa til óheppilegt andrúmsloft innan paragvæska Ólympíuhópsins. Hin 21 árs gamla Alonso keppti í 100 metra flugsundi á leikunum en komst ekki í undanúrslit. Strax eftir sundið þá tilkynnti hún að hún væri hætt að synda. Hún beið í ellefu mánuði eftir að skýra sitt mál. „Við skulum hafa eitt á hreinu. Ég fór sjálf og sjálfviljug úr Ólympíuþorpinu. Ég var ekki rekin þaðan,“ skrifaði Alonso á samfélagsmiðla. Aftonbladet segir frá. Alonso átti að hafa verið til vandræða eftir að henni mistókst að komst áfram og þátttöku hennar var lokið á leikunum. Hún fór meðal annars í dagsferð í Disneyland í stað þessa að styðja við bakið á liðfélögum sínum í lauginni. Forráðamenn paragvæska Ólympíuhópsins voru ósáttir með það ekki síst þar sem hún sýndi mikið frá ævintýrum sínum á samfélagmiðlum. Alonso er ekki sátt með þá mynd sem var máluð af henni eftir brottför hennar úr Ólympíuþorpinu. „Paragvæska Ólympíunefndin hélt því fram að ég hefði búið til óviðunandi andrúmsloft vegna þess að ég vildi ekki synda lengur. Þeir reyndu að taka af mér aðganginn að þorpinu en þeir höfðu engan rétt til þess. Ég ákvað að láta hann af hendi og að þeirra mati þá var það óviðeigandi,“ skrifaði Alonso. Framkoma hennar og klæðaburður ásamt samskiptum hennar við annað íþróttafólk, þótti líka hafa truflandi áhrif í Ólympíuþorpinu. Alonso var líka með mörg augu fjölmiðla á sér enda með marga fylgjendur á samfélagsmiðlum. Alonso er íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. „Ég er að hugsa um það að leita til lögfræðinga og lögsækja þau tímarit og þá fjölmiðla sem dreifðu ósönnum sögusögnum um mig eins og það að ég hafi verið rekin úr Ólympíuþorpinu. Virkilega? Hverjum datt svona vitleysa eiginlega í hug? Það er ekki satt,“ skrifaði Alonso.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira