FIFA enn á ný með hendurnar í olíupeningunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2025 14:30 Gianni Infantino, forseti FIFA, með vinum sínum frá Sádi Arabíu þegar heimsmeistarakeppni félagsliða fór fram á þeim slóðum fyrir tveimur árum síðan. Getty/Francois Nel Alþjóða knattspyrnusambandið tilkynnti í gær um nýjan styrktaraðila fyrir heimsmeistarakeppni félagsliða sem hefst eftir rétt rúma viku. FIFA náði samkomulagi við fjárfestingarsjóð sádi-arabíska ríkisins um að það fjárfesti í þessari nýju keppni. 32 félagslið taka þátt í heimsmeistarakeppni félagliða og keppnin tekur heilan mánuð. Miðasalan gengur samt ekki vel og FIFA þurfti eflaust að sækja sér meiri pening enda hefur samandið gefið það út að verðlaunaféð mótsins verði ríkulegt. Eins og oft áður þá sækir FIFA í olíupeningana á Arabíuskaganum og gefur lítið fyrir lítið fyrir gagnrýni vegna mannréttindabrota í landinu. „Þetta samstarf FIFA og PIF sýnir og sannar að við höfum sömu sýn á það að auka þátttöku í íþróttinni, búa til ný tækifæri, ýta undir framþróun og virkja knattspyrnuáhugafólk út um allan heim,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, á samfélagsmiðlum. „PIF er að búa til sína arfleið innan íþróttanna í gegnum samstarf sitt og með það markmið að ná jákvæðum og varanlegum árangri á öllum sviðum. Allt frá leikmönnum, stuðningsmönnum og til samfélags gestgjafanna,“ sagði Mohammed AlSayyad, yfirmaður markaðsmála hjá fjárfestingarsjóði sádi-arabíska ríkisins. Sádi-arabíska ríkið hefur fjárfest ríkulega í íþróttum á síðustu árum en margir líta á það sem þeirra leið til bæta ásýnd landsins á alþjóðlegum vettvangi. Mikið hefur verið rætt og skrifað um mannréttindabrot í landinu en Sádar neita öllum slíkum ásökunum. Sádí-Arabía er fyrir löngu orðinn góður samstarfsaðili FIFA og mun líka halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2034. Þetta er því ekki í fyrsta sinn sem Infantino og FIFA fara með hendurnar í olíupeningana. FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
FIFA náði samkomulagi við fjárfestingarsjóð sádi-arabíska ríkisins um að það fjárfesti í þessari nýju keppni. 32 félagslið taka þátt í heimsmeistarakeppni félagliða og keppnin tekur heilan mánuð. Miðasalan gengur samt ekki vel og FIFA þurfti eflaust að sækja sér meiri pening enda hefur samandið gefið það út að verðlaunaféð mótsins verði ríkulegt. Eins og oft áður þá sækir FIFA í olíupeningana á Arabíuskaganum og gefur lítið fyrir lítið fyrir gagnrýni vegna mannréttindabrota í landinu. „Þetta samstarf FIFA og PIF sýnir og sannar að við höfum sömu sýn á það að auka þátttöku í íþróttinni, búa til ný tækifæri, ýta undir framþróun og virkja knattspyrnuáhugafólk út um allan heim,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, á samfélagsmiðlum. „PIF er að búa til sína arfleið innan íþróttanna í gegnum samstarf sitt og með það markmið að ná jákvæðum og varanlegum árangri á öllum sviðum. Allt frá leikmönnum, stuðningsmönnum og til samfélags gestgjafanna,“ sagði Mohammed AlSayyad, yfirmaður markaðsmála hjá fjárfestingarsjóði sádi-arabíska ríkisins. Sádi-arabíska ríkið hefur fjárfest ríkulega í íþróttum á síðustu árum en margir líta á það sem þeirra leið til bæta ásýnd landsins á alþjóðlegum vettvangi. Mikið hefur verið rætt og skrifað um mannréttindabrot í landinu en Sádar neita öllum slíkum ásökunum. Sádí-Arabía er fyrir löngu orðinn góður samstarfsaðili FIFA og mun líka halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2034. Þetta er því ekki í fyrsta sinn sem Infantino og FIFA fara með hendurnar í olíupeningana.
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira